Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 28
Maranata Fi amh. a{ bls. 19. þú getur þurft á hjálp hans að halda.“ En það virðast spámenn Maranata ekki hafa lesið. Kannski ekki komnir svo langt í Biblíunni enn þá. Hvort hægt er að lögsækja foreldr- ana, er ekki gott að segja. Þau eru eins og svo margt annað fólk, sem lætur blekkjast af falsspámönnum og í ein- faldleika og trú gera það, sem þau álíta rétt. En við lifum nú einu sinni á 20. öldinni og fólk hefur ekki leyfi til þess að hundsa læknavísindin, hverju sem það trúir. Að deyða barn á ekkert skylt við trú eða trúfrelsi. Eitthvað verður að gera, til þess að svona geti ekki endurtekið sig. Mannslífið er meira virði en svo. Annað er svívirðing við læknavísindin og alla þá sigra, sem náðst hafa á því sviði. Forystumenn Maranata voru fljótir að afneita því að hafa beinlínis hvatt safnaðarmeðlimi til þess að leita ekki læknis, enda væri þá fljótlegt að sækja þá til saka. En eftirfarandi sagði „Æðstipresturinn" Arne Imsen í blaðaviðtali: „Vilji maður vera trú sinni sam- kvæmur, hlýtur það að vera jafn eðli- legt að leita til Jesú eins og að leita til læknis. Hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig. Öll vanda- mál böls okkar eru enn ekki leyst. Hefur kannskc læknavísindununi tekizt að leysa sjúkdómsvandamálin? . .. Svona menn eiga ekki heima sem andlegir leðtogar enfaldra sálna í nútíma þjóðfélagi. Andlát 13 ára drengs er þögult vitni þess. Vonandi verða þau ekki fleiri saklaus fórnardýr þess- ara manna. Það er alla vega ekki guði þóknanlegt. G. H. Ó. Erfðaskráin. Framhald af bls. 15. ekki, þá hygg ég að hin unga stúlka sé reglusemin sjálf í húð og hár.“ Baker birtíst sem svar við hringing- unni. „Viljið þér gera svo vel að sækja konuna yðar, og svara svo fáeinum spurningum?" Baker fór og kom að vörmu spori aftur ásamt konu sinni, sem þurrkaði hend- ur sínar á svuntunni, og ljómaði í framan. í fáum orðum skýrði Poirot frá hlut- verki sínu, og vann um leið hylli og samúð hjónanna. „Það er fjarri því, að okkur langi til að sjá ungfrú Marsh svipta réttmætri eign sinni,“ mælti konan. „Það er all- hart að láta aðra hreppa allt.“ Poirot hélt áfram spurningum sínum. Já, þeim var í fersku minpi að hafa verið vitni að erfðaskránni. Baker hafði áður verið .sendur eftir 2 prentuðum eyðublöðum. „Ha, tveim eyðublöðum?“ spurði Poi- rot hvasslega. „Já, herra, ég býst við að það hafi verið til vonar og vara, ef annað skyldi skemmast-------og það var einmitt það sem skeoi. Við höfðum skrifað undir sem vitni að annarri, — —.“ „Um hvaða leyti dags var það?“ Baker klóraði sér í hnakkanum, en kona hans var fyrri til. „Jú, það er auðvelt, ég var rétt ný- búin að setja mjólkina í kakóið yfir eldinn um ellefu-leytið. Heldurðu, að þú munir það ekki, allt hafði soðið upp úr pottinum og á eldavélina, þegar við komum aftur fram í eldhúsið.“ „Og ,seinna?“ „Um klukkustundu síðar vorum við kölluð inn aftur. „Það fór hálf klaufa- lega fyrir mér,“ sagði húsbóndinn okkar sálugi, ég varð að rífa allt í sundur og kasta því, ég neyðist til að biðja ykkur að rita undir aftur.“ Að öllu loknu, afhenti hann okkur ríflega peningaupp- hæð. Ég hef ekki arfleitt ykkur að neinu í erfðaskránni, sagði húsbóndinn okkar. „Vitið þið hvað hr. Marsh gerði, eftir að þið höfðuð skrifað undir erfðaskrána sem vitni í annað sinn?“ „Hann fór út í þorpið til að borga kaupmanninum.“ „Þetta virtist ekki vera rétta leiðin. Poirot reyndi annað. Hann rétti út hend- ina með ,skrifborðslyklinum. „Er þetta rithönd húsbónda ykkar?“ Það kann að hafa verið ímyndun mín, en mér virtist Baker hika örlítið, áður en hann svaraði, en svo sagði hann: „Já. það er rétt.“ „Hann lýgur,“ hugsaði ég, „en hvers vegna?“ „Hefur húsbóndi yðar nokkurn tíma leigt húsið? Hafa nokkrir ókunnugir dvalið hér síðustu þrjú árin?“ „Nei, herra minn.“ „Engir gestir?“ „Aðeins Miss Violet.“ „Alls ekki neinir ókunnir komið inn í þetta herbergi?“ „Nei“. „Þú gleymir verkamönnunum, Jim“, sagði kona hans. „Verkamenn", sagði Poirot, og sner- ist á hæli. „Hvaða verkamenn?“ Konan skýrði frá því, að fyrir hálfu þriðja ári síðan, hefðu einhverjir verkamenn ver- ið fengnir til þess að annast einhverjar viðgerðir. Henni var alveg óljóst hverr- ar tegundar viðgerðirnar hefðu verið. hún var þeirrar skoðunar, að þetta hefði verið óþarft hvað svo sem það hefði verið. Verkamennirnir hefðu verið mestan tímann inni í einkaskrifstofu húsbóndans, en hvað þeir hefðu gert þar, gat húp ekki sagt, sökum þess, að engum ygr leyfður aðgangur meðan á verki tiessu. .stóð. Til allrar óhamingju var þeiin ekki unnt að muna nafn fyrir- tækisins, sem hafði sent mennina, en það var í Plymouth. „Það gengur þó hægt fari, Hastings“, sagði Poirot og neri hendur sínar af Iðnframleiðinn Multeberg pírði aug- unum á ljóshærðan, hæverskan ungan mann, sem einkaritari hans hafði hleypt inn í herbergið. — Gakk, sagði hann hvasst. Hann hafði verið liðsforingi í hernum og enn var ríkur hernaðarandi í honum. Ungi maðurinn lyfti öðrum fætinum eins og til að sýna, að hann hefði skilið skipunina. — Nafn? spurði forstjórinn. — Knud Áge Jensen. — Aldur? — 23. — Staða? — Skrifstofumaður. — Hvar starfið þér? — Hérna í fyrirtækinu, herra for- stjóri. — Þér hafið beðið um viðtal við mig út af sérstaklega mikilvægu máli. Hvað er yður á höndum? Ungi maðurinn gekk varlega nokkur skref nær. — Ég kom svona formsins vegna. Ég ætla að biðja yður um hönd dóttur yðar. — HVAÐ SÖGÐUÐ ÞÉR. Multeberg forstjóri stóð upp úr stólnum. — Gift- ast dóttur minni? Eruð þér ekki með öllum mjalla? Hvaða áætlanir hafið þér gert um framtíðina? — Sem stendur, hef ég aðeins launin mín hér, 4500 kr. á mánuði og 750 kr. í vísitöluuppbót. Ennfremur hef ég ágæta von um að hækka í tign hér inn- an fyrirtækisins. Vegna skynsamlegra ráðstafana þá mun ég að öllum líkind- um verða vara-framkvæmdastjóri, þeg- ar Eriksen hættir eftir tvö ár. ánægju. „Það er greinilegt að hann hefur gert aðra erfðaskrá, og fengið menn frá Plymouth til þess að útbúa hæfilegan felustað. í stað þess að eyða tímanum í það að rífa upp gólfið og fleira, þá förum við til Plymouth og reynum að hafa upp á fyrirtækinu sem útvegaði verkamennina. Fyrirhafnarlítið tókst okkur að finna fyrirtækið sem Marsh hafði notað, svo og mennina tvo. Þeir mundu vel eftir þessu verki. Meðal annars höfðu þeir verið látnir taka burt einn múrstein úr gömlu eldstónni, gera þar holrúm fyrir aftan, og láta svo múrstein aftur á staðinn svo að ekkert var unnt að sjá, engin verksummerki um að neitt hefði verið hreyft þar. Ef þrýst var á annan múrstein frá endanum, þá opn- aðist þetta leynihólf af sjálfu sér. Þetta hafði verið mesta vandaverk, en gamli maðurinn hafði verið afar nákvæmur gagnvart öllu sem það snerti. Við vorum í bezta skapi þegar við héldum aftur til Crabtree Manor, og eftir að hafa lokáð stofuhurðinni vand- lega á eftir okkur, fórum við að reyna hina nýju vitneskju okkar. Ekki var nokkur leið að greina nokkur verksum- merki á eldstónni, en þegar þrýst var á steininn, þá opnaðist hólfið undir eins. Poirot stakk hendinni inn með ákafa, 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.