Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 23
orðið seinn fyrir. Loks gafst hún upp og tók sér leigubifreið. Á heimleiðinni reyndi hún að hugga sig við það, að ef til vill hefði Robert verið svo önnum kafinn við bréfaskrift- irnar að hann hefði með öllu gleymt tímanum. En þegar hún kom heim, var húsið almyrkvað. Hún hraðaði sér upp tröppurnar og inn í forstofuna. — Robert, kallaði hún. Ekkert svar. Litlu síðar heyrðist fóta- tak úr eldhúsinu og frú Verney birtist. — Hvar er Róbert, spurði Meg. Ráðskonan var mjög alvarleg á svip og röddin kuldaleg: — Ætli þú vitir það ekki miklu betur en ég. — Er hann ekki heima? — Hann fór út fyrir um klukkutíma síðan. Ég hélt að hann ætlaði að hitta þig á stöðinni. — Ég hef ekki séð hann. Var hann í bílnum? Frú Verney hristi höfuðið. Meg fannst eins og ráðskonan leyndi hana einhverju. Bara að samband þeirra væri nú eins vingjarnlegt og það hafði verið áður en hinn fáránlegi mis- skilningur kom til sögunnar. — Sagði hann þér ekki hvert hann ætlaði? — Nei, mér fannst hegðun hans í hæsta máta einkennileg. — Hvað áttu við? — Hann virtist vera í mjög æstu skapi út af einhverju. Meg herpti varirnar og hrukkaði ennið. — Hefurðu nú verið að skaprauna honum enn einu sinni, spurði hún. — Varstu að tala um kvöldið sem þú þótt- ist hafa séð mig og Bruce Preston saman? Frú Verney dæsti fyrirlitlega. — Ég þurfti ekki að minnast á það mál að fyrra bragði. Læknirinn spurði mig sjálfur um það. Meg varð órótt: — Um hvað spurði hann? — Hvort ég væri sannfærð um, að það hefði verið þú, sem varst með þessum náunga þarna. Varir Meg skulfu. Robert hafði sem sagt setið allan daginn og hugsað um þetta. Og vafasemdirnar og tortryggnin hafa aftur náð tökum á honum. Hún hafði talið sér trú um, að honum væri í raun og veru annt um hana. En það hafði aðeins verið hugarburður. Annars hefði hann treyst henni? Meg gekk inn í stofuna og horfði Framhaldssögunni, örlagadómur, eftir Gareth Alton fer nú senn aS Ijúka. Þó er enn nær ógerningur fyrir lesendur aS siá fyrir, hvernig sagan endar, því aS þessi vinsæla saga hefur veriS jafn spennandi frá upphafi til enda. rannsakandi í kringum sig. Engin skila- boð lágu til hennar á borðinu, eins og hún hafði vænzt. Hvert hafði hann far- ið? Hún gekk út í gegnum garðinn og að grindverkinu. Það var niðadimmt. Niður hafsins yfirgnæfði öll önnur hljóð. Það var útlit fyrir óveður. Hún gekk aftur inn í stofuna, settist og beið. Klukkustund leið .Tvær klukku- stundir. Þá gat hún ekki beðið lengur. Hún varð að fara út og leita að honum. Hún varð að finna þann mann, sem var henni jafnvel meira virði en lífið sjálft. En áður en hún hafði komið sér af stað, heyrði hún að bifreið beygði upp að hliðinu. Fyrst hélt hún að það væri Robert, en þá mundi hún, að frú Verney hafði sagt henni, að hann hefði ekki farið á bílnum. Ráðskonan kom fram í forstofuna á undan Meg reiðubúin til þess að fara til dyra. Hún opnaði og lögreglumaður ásamt öðrum manni stóðu í dyrunum. — Er frú Greene heima? Meg kom þjótandi til þeirra frávita af hræðslu: Hún snéri sér beint að þeim: — Hvað hefur gerzt? Hvar er mað- urinn minn? Hefur eitthvað komið fyrir hann? Hvers vegna segið þér það ekki? Hvar er hann? Lögreglumaðurinn gekk inn ásamt hinum manninum. — Hvers vegna haldið þér að eitt- hvað hafi komið fyrir lækninn, spurði hann. — Hann .. . hann hefur verið svo hræðilega lengi í burtu. Frú Verney hlustaði áköf á samtalið. — Já, heimsókn okkar er vissulega í sambandi við mann yðar, frú Greene. Og við höfum því miður slæmar fréttir að færa. Meg fékk kökk í hálsinn: — En segið þá hvað það er. Lögreglumaðurinn horfði rannsak- andi á hana. Síðan hóf hann máls: — Fiskimaður fann Greene lækni meðvitundarlausan á ströndinni fyrir um klukkutíma síðan. Meg rak upp óp. — Hvar er hann nú. Ég verð að finna hann. — Það er því miður ekki hægt núna, frú Greene. Enginn fær að hitta hann fyrr en hann hefur sagt frá því, sem gerðist. Hann liggur nú á sjúkrahúsi. Hann vaknaði í sjúkrabílnum. — Sagði hann ekkert um það hver hefði ráðizt á hann, spurði frú Verney. — Hann tautaði fáein orð sagði mað- urinn lágt. — Hann sagði .... að kon- an hans hefði gert það. — Að ég hefði gert það, át Meg upp eftir honum og trúði ekki sínum eigin eyrum. — Það var einmitt það sem hann sagði, þegar hann vaknaði. Og hann endurtók það oft þar til hann féll aftur í ómegin. Það er vakað yfir honum núna. Hann verður yfirheyrður strax og hann vaknar. Meg gekk inn í stofuna eins og í svefni og maðurinn fylgdi fast á eftir henni. Án þess að nokkur óskaði eftir því kom frá Verney einnig og stillti sér upp í dyragættina. — Hafið þér verið heima í allan dag, frú Greene? Maðurinn varð að endurtaka spurn- inguna áður en Meg heyrði hvað hann sagði. Hún reyndi eftir mætti að herða sig upp og hafa hugann við yfirheyrsluna, sem nú var að hefjast. — Ég .... ég hef verið úti í allan dag hér um bil. Frú Verney getur vitn- að um það. — Það er rétt, sagði frú Verney. — Hún fór til bæjarins til þess að verzla. Hefur ekki verið heima lengi. En ég sá enga pakka. Hún snéri sér beint að Meg: — Keyptir þú ekkert í bænum? Meg lét sig falla niður í stól. Hún átti erfitt með að greina það sem fram fór í kringum hana. Allar hugsanir hennar snérust um Robert. Hvernig gat hann ásakað hana á þennan hátt? Hvers vegna hafði hann gert það? Hvers vegna mátti hún ekki heimsækja hann? — Keyptuð þér ekkert í bænum, end- urtók maðurinn spurningu frú Verney. — Nei, svaraði Meg. — Ég hafði hugsað mér að kaupa mér kápu, en fann enga sem mér geðjaðist að. — Hittuð þér einhvern sem þér þekk- ið í bænum? — Nei, ég þekki svo fáa hér um slóðir. — Ekki í lestinni heldur? — Nei, ég var ein í klefa. En ég tók mér leigubifreið á stöðinni, þegar mað- urinn minn kom ekki til þess að taka á móti mér. Bílstjórinn hlýtur að geta vottað það. — Við skulum rannsaka það, frú, sagði maðurinn. — En það var ráðizt á mann yðar löngu áður en lestin yðar kom. Meg stóð snöggt á fætur. Framh. í næsta blaði. 23 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.