Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 4
séð & heyrt Kafbátar á baðströndum. Innan tíðar mun það þykja mjög gamaldags að synda og leika sér í sjónum í froskmannsbúningi. í framtíðinni mun hver og einn hafa sinn eigin kafbát til umráða. Þannig bátur var fyrir nokkru sýndur á alþjóða vörusýningu í Berlín. Bátur þessi hefur 500 watta raímagnsvél og ganghraði undir yfirborði sjávar er 8 km. Á honum er lítill útsýnisgluggi, þar sem hægt er að rannsaka sjávarlífið gaumgæfilega. Lauslega reiknað mundi þessi bátur kosta hér um 80 þúsund krónur. Dýrasta pípa heimsins. Dýrasta pípa heimsins er metin á 70 þúsund kr., en hún mun ekki vera til sölu. Fyrir skömmu hélt franska pípukóngafjölskyldan, Co- moys sýningu á þessum kjörgrip í Kaupmannahöfn. Sá er sýndi pípuna heitir Pierre Comoy og lét hann þessi orð falla um dýrgripinn: — Þetta er ekki pípa, heldur ein- faldlega pípan. Þetta er fullkomnasta pípa sem búin hefur verið til í ver- öldinni. Hún er gerð úr beztu rót, sem til er í heiminum og fjölskylda mín er alls ekki viss um að slík rót eigi eftir að finnast aftur. Á myndinni sjáið þið Pierre Comoy með dýrustu pípu heims. Hann heldur á henni í hægri hendi. í munni hefur hann pípu, sem skorin hefur verið í svartvið. Hún er frá því um 1800. Æskan. Saga þessi gerðist í litlu frönsku þorpi. Presturinn var að gera við grindverk, sem var við hús hans. Lítill drengur stóð hjá og horfði íullur áhuga á verk prestsins. — Jæja, vinur minn, sagði presturinn, svo að þú vilt gjarna læra, hvernig reka á nagla í spýtu? — Nei, sagði drengurinn, mig langaði bara til þess að heyra, hvað presturinn segði, þegar hann slær á puttana á sér. Það vita fáir, að Peron fyrrv. ein- ræðisherra Argen- tínu átti dóttur. Hún var óskilget- in. Fyrir skömmu sýndi hún sín sönnu skilríki í Argentínu. En hún hefur skrifað mik- ið í blöð peronista í Buoenos Aires undir nafninu, „de Ripepi“. Það var nýlega, sem Peron viðurkenndi, að hann væri faðir hennar. Mun það hafa verið af pólitískum ástæðum, að hann gerði það ekki fyrr. Þetta er annars allra myndarlegasta stúlka. Eða finnst ykkur það ekki? ★ Viktor Borge lauk einusinni sjónvarpsdag- skrá sinni með þessum orðum: — Ég vildi aðeins að lokum þakka foreldr- um mínum, en það er þeim að þakka, að ég hef getað komið fram hér í kvöld. Ennfremur verð ég að þakka börnunum mínum fimm, en það er þeirra sök, að ég kom fram. ★ Fyrir nokkru stofn- uðu nokkrir mennta- menn í Frakklandi nýja akademíu. Nafn hennar er Aeademie de l’Art de Vivre. Eins og nafnið bend- ir til er tilgangur þeirra manna, sem akademíuna stofn- uðu, að varðveita listina að lifa. Það eru aðallega rithöfundar og listamenn, sem mynda kjarnann í samkundu þessari. For- seti hennar var kjörinn Marcel Pagnol. En meðal meðlima eru Pierr Bénoit, Jean Coc- teau, Paul Morand. Er sagt að færri komizt á fundi þessarar akademíu en vilja. ★ Baðkar prinsessunnar. — í hvorum enda eruð þér vanar að sitja, þegar þér farið í bað? spurði hinn konunglegi blikksmiður um daginn prinsessu Margréti. __ Hvers vegna viljið þér vita það? spurði Margrét brosandi. __ Ég þarf að vita það til að geta sett vatnshanana á réttan stað, því að flestir vilja nú hafa kranana til fóta. Margrét prinsessa var á báðum áttum. Loks ákvað hún, að kranarnir skyldu settir á miðjuna. Þá gætu allir aðilar verið ánægð- ir. En um þessar mundir er verið að innrétta íbúð fyrir þau hjón, Margréti og Snowdon lávarð í Kensington Palace, og mun sú inn- rétting kosta margar milljónir. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.