Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 11
mg'BSaÍ . hvergi, heldur lauk við glaðninginn og gaf sig á tal við þá framliðnu. Við hittum að máli Kára Jónsson, for- mann Leikfélagsins, en hann leikur einnig annað aðalhlutverkið, Kára, á móti konu sinni, Evu Snæbjörnsdótt- ur, sem leikur Höllu. — Þið eruð búnir að sýna Eyvind alla vikuna? — Já síðan á sunnudag. Það hefur verið uppselt á hverja sýningu og er einnig á þær sem eftir eru. Ég geri ráð fyrir, að við höfum enn eina sýn- ingu eftir páska. — Hvað tekur húsið í sæti? — Það tekur nærri þrjú hundruð. — Er ekki mikið verk að setja þessa sýningu á svið? — Jú þetta er mikil vinna sem krefst mikils tíma. Það væri ekki hægt að koma þessu upp ef ekki væri allt sjálf- boðavinna. Við höfum ekki efni á að greiða fyrir neina vinnu nema smávegis fyrir leiktjöld. — Æfið þið í þessu húsi? — Fyrstu æfingarnar eru venjulega heima hjá leikstjóranum, Eyþóri Stef- ánssyni, en síðan hér í húsinu. Stundum rekast þó á önnur starfsemi og verð- um við gjarnan að æfa á næturnar. Þetta hús er orðið of lítið og það stendur til að byggja nýtt, og er það orðið mjög aðkallandi. Við eigum bragga hér niður á mölinni, sem við notum sem geymslu undir leiktjöld og annað þess háttar. — Standa leiksýningarnar undir sér? — Já þær hafa gert það flestar til þessa, og það stafar eiginlega af því, að um sjálfboðavinnu er að ræða. Svo höfum við haft sérlega góðan forystu- Efst til vi«stri: Ástfangið par. Hér að oían: Fyrir utan Alþyouhúsið. Neðst til vinstri; Frá dansleik í Bifröst. í miðju: Sigurður Ólafsson ásamt hljóm- sveit í Bifröst. Neðst til hægri: „Skála og syngja Skagfirðingar ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.