Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 15
Poirot var að því kominn aS gefast upp viS aS leysa hina erfiSu gátu. Þá fékk hann hugdettu í lestinni og þaut út úr henni . . . fundið á einu ári, og sannað þar með vitsmunayfirburði yðar.“ „Einmitt, herra Poirot, og um leið gerist ég svo djörf að hrósa yður fyrir kænsku yðar, sem ég hygg bera mína ofurliði." „Ha-ha. Þetta elskulega hrós yðar gleður mig sannarlega, og gráu frumurn- ar í heilaberki mínum eru yður alger- lega til reiðu. — En hafið þér leitað nokkuð sjálf?“ „Aðeins lauslega, en hvað snertir gáfnafar frænda míns, þá ber ég það mikla virðingu fyrir því, að ég álít þetta erfitt verkefni." „Er erfðaskráin, eða afrit hennar í yðar höndum?“ Ungfrú Marsh rétti skjal yfir borðið, sem Poirot las með athygli. „Gerð fyrir þrem árum, dagsett 25. marz, og enn nánar, kl. 11 fyrir hádegi, hm, það er mjög athyglisvert. Það þreng- ir leitunarsvæðið. Það liggur í augum uppi, að við verðum að leita annarrar erfðaskrár. Erfðaskrá, gerð aðeins hálf- tíma síðar, mundi ógilda þessa. Jæja, ungfrú mín góð, þetta verkefni, sem þér hafið falið okkur, er hvorttveggja í senn bæði heillandi og slungið. Ég mun njóta heimsins mestu ánægju af að leysa það fyrir yður. Ef það er gefið, að frændi yðar hafi verið góðum gáf- um gæddur, þá munu gráu heilafrum- ur hans, samt sem áður ekki geta stað- ist gráu frumum Hercule Poirots snún- ing.“ (Enn birtist hér hégómagirnd Poi- rots). Sem betur fer, þá hef ég ekkert verkefni fyrir höndum þessa stundina, og þess vegna getum við Hastings farið niður til Grabtree Manor núna í kvöld. Ég reikna með, að þessi ráðsmaður og kona hans séu þarna ennþá?“ „Já, og þau heita Baker.“ Morguninn eftir vorum við önnum kafnir við leitina, þar eð við höfðum komið seint kvöldið áður, en Baker og kona hans væntu okkar, en þau voru elskuleg hjón í raun og reynd, — maðurinn þéttur á velli og rauðbirkinn, og kona hans digur vel og af ósviknu Devonshire kyni. Þreyttir og þvældir eftir ferðalagið, en einkum þó eftir 10 mílna bifreiða- akstur frá járnbrautarstöðinni, höfðum við gengið til hvílu, strax að loknum ágætis kvöldverði. En nú var það indæl- is morgunverður, sem við höfðum notið, og sátum í litlu, tréklæddu herbergi, sem hafði verið einkasetustofa Mars heit- ins, og létum matinn sjatna í okkur. Skrifborð með gáróttu renniloki efst, troðfullt og þakið allskonar skjölum og seðlum, öllum þó snyrtilega raðað og vel fyrirkomið, stóð upp við einn vegg- inn, en geysimikill hægindastóll klædd- ur leðri á næstu grösum, gaf til kynna, að hér mundi eigandinn stöðugt hafa verið og dvalið. Gríðar.stór legubekkur eða sófi, klæddur mynstruðu baðmullar- áklæði, stóð við vegginn á móti, og hin djúpu, lágu gluggasæti voru einnig klædd hinu fölnaða gamaldags baðmull- aráklæði. „Jæja, kæri vinur,“ mælti Poirot um leið og hann bar eld að einni af hinum agnarlitlu sígarettum sínum, „við skul- um ráðgera sókn okkar. Ég hef þegar gert lauslega áætlun yfir húsið, en ég þeirrar skoðunar, að einhvern lykil að ráðgátu þessari sé að finna hér í þessu herbergi. Við verðum að fara yfir þessi .skjöl á skrifborðinu með ýtrustu ná- kvæmni. Auðvitað býst ég ekki við að finna erfðaskrána þeirra á meðal. Það getur vel skeð, að eitthvert saklaust plagg á að líta, kunni að fela í sér lausn að geymslustað erfðaskrárinnar. En fyrst verðum við að afla okkur smá- upplýsinga. Viltu hringja bjöllunni?“ Ég hringdi, en meðan við biðum eftir að svarað yrði, gekk Poirot fram og aftur, og leit í kringum sig allánægju- lega. „Hann hefur verið reglusamur mað- ur, þessi Marsh, sjáðu bara, hve hagan- lega þessum skjölum hefur verið raðað í pappírshólfunum, og lykillinn að hverri skúffu er merktur með fílabeins- plötu — og einnig lykillinn að kínverska skápnum þarna á veggnum, og líttu bara á, hve allt er í röð og reglu þarna inni í skápnum. Svona röð og regla gleður mannsins hjarta. Ekkert hér inni fer í taugarnar á manni-----------.“ Hann nam skyndilega staðar, í sömu andrá og aðalykillinn að sjálfu skrif- borðinu bar fyrir augu hans, en við hann hékk óhreint og hrakið umslag. Poirot hleyptu brúnum um leið og hann dró lykilinn úr skránni. Á umslagið voru hripuð þessi orð: „Lykill að renni- loksskrifborðinu“, en skriftin og annar frágangur var svo hroðvirknislegt, að það stakk alveg gersamlega í stúf við alla aðra röð og reglu þarna innandyra. „Aðskotadýr,“ mælti Poirot og gretti sig allan í framan, „ég skyldi sverja það, að hér er ekki lengur persónu- leika Marsh til að dreifa. En hverjir aðrir hafa verið ‘hér í húsi þessu? Ein- ungis ungfrú Marsh, en skjátlist mér Framh. á bls. 28. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.