Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 6
Hin fullkomna vörn gegn tannskemmdum þekkist ekki. En þetta er víst. Glerungur tannanna þarf að rofna, til að tannskemmdir geti hafizt. Fynr nokkr- um árum uppgötvuðu tannvísindamenn, að efnið FLUORIDE styrkir glerung tannanna að miklum mun og minnkar tannskemmdir um allt að 50%. Ef þér viljið áfram hafa heilar tennur, þá breytið um í dag og notið framvegis Super Ammident tann- krem með FLUORIDE. Ammident FERÐABÓKAÚTGÁFAN býður yður kostakjör á eftir- töldum bókum meðan upplag þeirra endist. — Bækurnar eru innbundnar og í stóru broti: Kostakjör Áður Nú í furðuveröld, 219 bls.................... 135.00 60.00 Heimsenda milli, 224 bls. .. ............. 145.00 50.00 Endir heillastjörnu, 224 bls.............. 120.00 50.00 Hamingjustundir á hættuslóðum, 223 bls. 115.00 50.00 Asía heillar, 212 bls...................... 75.00 30.00 Blámenn og villidýr, 132 bls............... 45.00 18.00 Klippið út auglýsinguna og sendið okkur, er þér hafið merkt við þær bækur sem þér óskið að fá, og við munum senda þær um hæl yður að kostnaðarlausu. FERÐABÓKAÚTGÁFAN — Pósthólf 1054 — Reykjavík. Fangasöngurinn. Hér sendi ég ykkur kvæði það sem birtar hafa verið vís- ur úr í Pósthólfinu í nokkrum blöðum Fálkans. Það heitir „Fangasöngurinn“ og er þýtt af Freysteini Gunnarssyni. Ég vildi að ég ætti einhvern ástvin sem elskar mig falslaust og heitt ég þrái svo sárt einhvers samúð því sál mín er einmana og þreytt. í kvöld átt þú alein að koma í kyrrlátri mánaskins dýrð ég ætla að segja þér sögu þá sögu sem engum var skýrð. Ég verð færður í fangelsi að morgni í framtíð að búa þar einn í kring verða járngrindur kaldar og koddi minn hrufóttur steinn. Ef hefði ég engilsins vængi flygi ég ánauða helsinu frá og svifi í míns ástvinar arma og ánægður dæi ég þá. Þegar rökkvar við finnumst sem forðum og förum um kunnugan stig þar sem ástin og ævintýr hjala en aðeins um þig og um mig. Margoft gengum við götuna leyndu í góðviðri um miðnæturstund tókum undir með líðandi lindum sem liðast um döggvaða grund. Og í heiðmánans hálfbjarta ríki er hvíslast um ástir og tryggð í kossanna ljúfsáru leiðslu felast loforð um eilífa tryggð. Þegar rökkvar við finnumst sem forðum er foldin er náttbjarma skreytt þá hvíslar þú aftur og aftur hvað ástin fær hjartanu breytt. Yfir höfin vill hugur minn svífa og heim til þín Ijúfasta mær það er sárt að sjá þig ei lengur af söknuði hjarta mitt slær. Þó að hafdjúpin meini okkur munað þú manst samt þinn elskandi vin ég veit að þú vendir heim aftur er vorblærinn andar á hlyn. Með bezta þakklæti fyrir ágætt blað. Þ. I. Hvítt og svart, þjóðstjórn, happdrætti og þéringar. Póstur minn kær, sæll og góður. Við erum 10 vinnufélagar, sem höfum ákveðið að biðja þig um að gerazt setudómari í þrætumáli hjá okkur. (Við drógum milli blaðanna og þú hlauzt kosningu). Það ber margt á góma í kaffitímunum eins og gengur, og eru þá ekki allir á sama máli. Þetta þrætuefni okkar er um það, hvort hvítt og svart geti talizt litir. Við skiptumst í tvo flokka. Annar hélt því fram að hvítt og svart væru ekki litir, og því til sönnunar sögðu þeir, að myndir væru sagðar í hvítu og svörtu en svo aðrar í litum. Það væri af því að hvítt og svart væru ekki litir. Hinir héldu því aftur á móti fram, að hvítt og svart væru litir eins og gult, rautt, grænt og blátt væru litir. Þeir sögðu að oft væri spurt: Hvernig er bíllinn litur? Hann er svartur. Hvernig er kjóllinn litur? Hann er hvítur. Hvernig er stofan lit? Hún er með gráa veggi og hvítt loft, og grár litur væri búinn til úr hvítu og svörtu. Þetta eru þær skýringar, sem við getum gefið um þrætumál okkar. Við vonum að fá að sjá dómsúrskurðinn innan skamms í Pósthólfinu þínu. Ef þú gerir nú góðverk á annað borð, munaði þig þá nokkru um þó að þú bættir við einu enn, eða jafnvel tveimur. Geturðu upplýst okk- ur um hvaða ríkisstjórn sat hér við völd, þegar klukkunni var flýtt í fyrsta sinn hér um árið? Hverjir voru þá ráðherr- ar? Getur verið að það hafi verið hin svokallaða Þjóð- stjórn? 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.