Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 18
MARANATA það sáluhjálparatriði að útbreiða trú sína um allar jarðir og íslendingar hafa oftast verið fljótir til að gleypa við nýj- ungum og jarðvegurinn því góður fyrir trúboð. En nú er það langt frá því, að þessi safnaðafjölbreytni sé endilega eitthvað slæmt og ætti að bannast eða eittbvað í þá áttina. Einmitt það, að fólk skuli stofna söfnuði og dýrka sinn guð á sína vísu, sýnir okkur hvernig trúfrelsi verður í framkvæmd í lýðræðislegu þjóðfélagi. Trúfrelsi er nú einu sinni einn af hornsteinum lýðræðis og sízt bæri fremstu lýðræðislöndum heims, Norð- urlöndum, að setja fótinn fyrir þessa söfnuði, þótt í öllum löndunum sé opin- ber þjóðkirkja. Margir þessara safnaða áorka líka frábærlega miklu á mörgum sviðum og nægir að minna á líknar- starfsemi Hjálpræðishersins í því sam- bandi. En ekki er allt gott þótt það kalli sig kristið og svo langt má ganga í trúar- ofstæki og afvegaleiðingu trúgjarns fólks að setja verður stólinn fyrir dyrn- ar. Hvar á að setja mörkin er hins veg- ar erfitt vandamál án þess að skerða trúfrelsið. Bezta lausnin hlýtur að verða sú, að réttir aðilar, ég mundi álíta okkar ágæta íslenzka þjóðkirkja vari fólk við og fræði um starfsemi þeirra safnaða, sem vafasamir eru. Mun svo hafa skeð með starfsemi Votta Jehóva á íslandi. í þessu sambandi vil ég segja frá nýjum söfnuði, sem nú blómstrar hér í Svíþjóð. Líður varla á löngu, unz ein- hverjir spámenn þessa safnaðar fara að boða trú sína á íslandi og er þá betra, að fólk viti á hverju von er. Fyrir tveimur árum síðan klofnaði út úr Fíladelfíusöfnuðinum í Örebro nýr trúflokkur. Tók hann sér nafnið Maranata, sem er armeiska og þýðir „Drottinn kemur“. Maranata-söfnuðin- um óx strax fiskur um hrygg og út- breiddist fljótt til nálægra byggða. Fyrir um hálfu ári síðan var lagt til atlögu við syndara höfuðborgarinnar og heldur. söfnuðurinn nú nær daglega fundi í samkomusal templara hér í Stokkhólmi. Frelsast menn unnvörpum og ákalla guð hárri röddu, æpa hallelú- jah og Maranata og biðja guð reka djöfulinn úr mannssálinni. Á samkomum þessum er venjulega húsfyllir og virðast flestar stéttir þjóð- félagsins eiga þar fulltrúa. Má þar jafnt sjá nær farlama gamalmenni, sem æskufólk, forstjóra sem verkamenn. Samkoman hefst með því, að leikin eru létt lög í valstakti til dæmis, og drottni sungin lof og dýrð. Grípst þessi misliti hópur með af hljóðfallinu og klappar eða stappar í gólfið, í takt við hljóðfallið. — Eykst stemmningin fljótt og vonbráðar hefur einhver upp raust sína og kallar „Jesú kom“. „Hallelújah, hallelújah, hallelújah“ æpir söfnuður- inn. Oftast grípast einn eða fleiri sam- komumeðlima af einhvers konar ekstas, fórna höndum og ákalla guð. Æpir þá samkoman hallelújah inn í milli. Sum- ir tala ókennilegum tungum og er mér sagt, að þá tali heilagur andi í gegnum þá. Svo róast söfnuðurinn litla stund og vitna þá ýmsir safnaðarmeðlimanna um frelsun sína. Jesús hafi frelsað þá frá krafti djöfulsins og kvölum helvítis. Til þess að undirstrika þá blessun, æpir söfnuðurinn nokkrum sinnum hallalú- Norðuriandabúum hefur ætíð hætt til alls konar demónatrúar, álfatrúar, spíritisma o. s. frv.. En síðan það fór úr tízku að trúa á drauga og huldufólk, hafa þessar átrúnaðarþurfandi sálir leitað annarra miða og upp hafa risið hinir fjölskrúðugustu söfnuðir, kristnir og hálfkristnir, í skjóli trúarfrelsis. Má þegar nefna Mormóna. Votta Je- hóva og Fíladelfíusöfnuði. Flestir þessara safnaða hafa þó Biblí- una sem hornstein trúar sinnar og önn- ur trúarbrögð, svo sem Búddismi, Mo- hameðstrú og Gyðingatrú hafa eigi fest rætur að ráði. En fjölbreytni hinna kristnu og hálf kristnu safnaða hefur verið því meiri. Margur mun geta státað af flest- um þessara safnaða. Við eina götu í Stavangri eru hvorki meira né minna en 25 mismunandi guðshús og safnað- arhús og safnaðafjöldinn í landinu, með meira og minna álíka túlkun á Biblí- unni, skiptir sennilega hundruðum. Miðað við „fólksfjölda" mún þó ís- land eiga heimsmet, eins og á svo mörg- um öðrum sviðum. Á það rætur að rekja til þess, að þessir söfnuðir telja

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.