Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 22
ORLAGA DOMUR Hann hafði ekki hugsað sér að láta þau hafa svo mikið sem grænan eyri. Hann vissi ofurvel, að þetta var aðeins byrjunin. Þau mundu halda áfram að kúga fé út úr honum, svo lengi sem eitthvað var af honum að hafa. Hann var staðráðinn í að gera upp sakimar við Preston og það einmitt nú. Hann gekk inn í hellinn..... Hann lagði seðlabúntið á stein og gekk síðan síðan aftur út úr hellinum. Andartaki síðar var hann á leið upp brattan stíginn, ná þess að. líta til baka. Preston fór áreiðanlega í humátt á eftir honum til þess að vera viss um að hann færi beint heim. Robert brosti kuldalega. Skyldi Preston vita, að það væri hægt að ganga inn í þennan helli frá tveimur stöðum? Robert vissi um annan inn- gang. Þegar hann var kominn þangað skreið hann inn í hellinn. Hann var þaulkunn- ugur þessum slóðum, allt frá því að hann var strákur. Eftir fáeinar mín- útur stóð hann á ný inn í sjálfum hell- inum, og þrýsti sér fast upp að veggn- um, Það var niðamyrkur og hann stóð hreyfingarlaus. Lengi vel heyrði hann ekkert hljóð, en loks virtist þolinmæði hans bera árangur. Hann heyrði fóta- tak, það var kveikt á eldspýtu. í dauf- um bjarma hennar sá hann konu. — Meg, hrópaði hann. í sama bili fleygði hann sér í áttina til hennar og greip þéttings fast í hana. Hún brauzt um á hæl og hnakka, en strax og hann náði færi á tók hann vasa- ljós sitt upp og kveikti á því. Ljósið féll beint framan í konuna: — Meg, hrópaði hann, — Hvernig gaztu gert mér þetta? En skyndilega snarþagnaði hann: — En .... þetta ert ekki þú. Ég sé muninn greinilega. Guð minn góður. Þetta ert þú, Nella. Vasaljósið var slegið úr höndum hans. Hún sleit sig lausa. Einhver hreyfði sig á bak við hann. Hann sneri sér eldsnöggt við, en of seint. Steinn hæfði hann í höfuðið og hann féll meðvitundarlaus til jarðar . . . Meg hugsaði með sér, að sennilega sæti hann í bílnum sínum fyrir utan stöðina og biði eftir henni, fyrst hann var ekki á járnbrautarpallinum. Vonbrigði hennar urðu mikil þegar hún sá ekki bílinn heldur. Hún beið stundarkorn og vonaði, að hann hefði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.