Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 36
t eldliim Framhald af bls. 17. blik, en svo sá ég flugvélina hrapa í báli en flugmanninn dinglandi í fallhlíf. Ég varpaði öndinni yfir því að þessi félagi minn skyldi hafa sloppið lifandi og hugsaði að hann væri sloppinn. Ég missti sjónar af honum augnablik meðan ég hristi af mér Þjóðverja, sem var komast aftan að mér, en þegar ég leit við og sá félaga minn í fallhlífinni stirðnaði ég upp: Ég sá hvar Messer- schmitt orustuflugvél renndi sér að honum með spúandi byssukjöftum og ég sá hann kippast til um leið og hann var hittur. Ég trylltist af bræði í garð þessa óþokka og ég sá rautt. Mér gleymdust allar varúðarráðstafanir og ég renndi Mustang-flugunni minni á fullri ferð eftir þessum manndjöfli. En Ailt í einu kipptist flugvélin mín til eins og risahönd hefði slegið hana og út á stjórnborðsvængnum var skörðótt gat. Ég snarbeygði til bakborða og þýzk Focke-Wolf 190 skauzt fram hjá mér hinu megin. Ég fór í eins krappan hring og frekast var unnt og á hámarkshraða og eitt augnablik náði ég flugunni sem ráðist hafði á mig í sigti. Ég þrýsti á hnapp ofan á stýrispinnanum, svo fast að mig verkjaði í fingurinn. Á næsta andartaki stóð hún í björtu báli og hrapaði stjórnlaus niður í skóginn fyrir neðan. En óvinirnir voru að komast að baki mér og ég varð að velta flugunni og taka krappar beygjur. Ég óskaði þess að vera kominn burt úr þessu, sem engan enda virtist ætla að taka. Mér tókst að koma skotum á Messerschmitt um leið og hún fór framhjá. Það gaus upp reykur og ég sá að hún fór í hringj- um niður á við. Á næsta augnabliki varð ég að beygja til þess að forða eigin skinni og missti sjónar af henni. Allt í einu var þetta búið. Ég var einn eftir og sá óvinina hverfa í suður- átt. Hreyfillinn var farinn að ganga illa enda yfirkeyrður allan tímann, sem loft- orrustan stóð yfir. Mér fannst leiðin heim mjög löng. Þegar ég lenti á flugvellinum okkar stóðu strákarnir og bentu og horfðu á flugvélina. Ég ók upp á stæðið okkar og fór út úr flugvélinni og þá sá ég ástæðuna: Hálft stélið og stýrið var gjörsamlega horfið. Göt voru hér og þar á flugvélinni og eftir endilöngum belgnum voru skotgöt. Tveir félagar mínir úr Gulu-deild voru komnir heim á undan mér en einn vantaði. Robbi félagi minn hafði skotið niður eina Messerschmitt og Ned sennilega eina Focker-Wolf 190 og ég einaFocker- Wolf 190 og sennilega eina Messers- chmitt. Um kvöldið drukkum við þrír, flugvirkjarnir sem hirtu um flugvélina mina og ég, erfi hennar í þrem flösk- um af bjór. — Hvaða aðgerðir eru þér minnis- stæðastar úr innrásinni? — Það skeði sitt af hverju, en líklega er orrustan um Arnheim í Hollandi einna minnisstæðust. Fallhlífarliðið var látið svífa til jarð- ar við Arnheim og átti að koma að baki þýzka hernum. En margt fer öðruvísi en ætlað er og veðrið, sem hafði litið vel út, brást gjörsamlega. Nokkrum klukkustundum eftir að fyxstu fallhlíf- arhermennirnir voru látnir svífa til jarðar fór að rigna og svo lagðist þoka yfir svæðið. Við gátum litla aðstoð veitt fallhlífaliðinu, en þjóðverjarnir gátu óhindrað flutt lið og vopn og umkringt liðið. Það var reynt að kasta niður til þeirra vistum og skotfærum, en mikið af þeim sendingum lenti hjá óvinunum. loksins létti þakunni en var mjög lág- skýjað og við létum Þjóðverjana hafa það eftir beztu getu. Samt fór þetta svo, að áttatíu af hverjum hundrað fall- hlífahermönnum sem lentu við Arn- heim féllu. Ég er viss um að hefði góða veðrið haldizt, þá hefði áformið með Arnheim- fallhlífarliðið heppnast. Og áfram hélt sóknin inn í Evrópu. Ég komst lengst til Brussel, en var þá til allrar bölvunar sendur til Bretlands og látinn í það leiðindaverk, að fylgja bandarískum sprengjuflugvélum til ár- ása inn yfir Þýzkaland. Einnig fórum við í leiðangra upp að ströndum Noregs til þess að svip- ast um eftir þýzkum skipum. — í þessum ferðum flugum við alltaf lág- flug, þetta í 20—30 feta hæð yfir öldu- toppunum. Þetta var gert til þess að flugvélarnar sæjust ekki í radar óvin- anna. Rétt fyrir stríðslok var ég aftur kom- inn á topptíma, búinn að vera 200 flug- stundir í hernaðaraðgerðum og var sett- ur í hvíld. — Fannst þér nokkur þörf á slíku? —- Nei, ekki aldeilis. Maður var ung- úr, rúmlega tvítugur og fann ekki til þreytu og naut þess að taka þátt í æsispennandi atburðum. Ég kom því svo fyrir að í þeim hvíld- artíma, sem í hönd fór, var ég sendur heim til íslands og hafði þá verið utan í fjögur ár. Þeir í brezka flughernum hérna fengu mér það verkefni að fljúga Martinette flugvél, sem dró heljarmik- inn poka, sem vélbyssuskyttur í öðrum flugvélum æfðu sig að skjóta á. Þetta var rólegt „job“ og ekkert sérlega skemmtilegt. Svo brustu varnir öxul- veldanna öllum að óvörum og allt í einu var kominn friður í Evrópu. Ég var hér heima á friðardaginn en fór nokkrum dögum síðar til Englands á skipi. Nú blasti við manni nýtt vandamál. Maður sá fram á enda ófriðarins og ekki langaði mig til þess að verða orr- ustuflugmaður á friðartímum. Ég sótti því um að verða fluttur í flutningadeild flughersins og var veitt það. Ég fór í skóla í Mið-Englandi þar sem ég var þrjá mánuði á DC-3 námskeiði. Eftir það var ég settur á DC-3 flutninga- flugvél sem var í förum milli Englands og Indlands. Ég var þarna annar flugmaður í tveim ferðum en varð síðan flugstjóri. Þetta var mikil breyting frá starfinu sem orrustuflugmaður í fjögur ár. Við fluttum hermenn til Indlands og frá Indlandi og komum víða við á leiðun- um. Við fórum venjulega frá London til Sardinu og þaðan til Tripoli eða Sikileyjar. Þaðan austur til Jórdaníu og til Persaflóa og til Karaci. — Og hvernig var að fljúga farþega- flugvél eftir að vera búinn að fljúga orrustuflugvél svo lengi? — Umskiptin voru mikil. — En hefðir þú getað haldið stöðu þinni í R. A. F. — Brezka flughernum? — Jú, mér stóð það til boða, en eins og ég sagði áðan, þá freistaði það mín ekki. Ég fór hins vegar og tók atvinnu- flugmannapróf hjá Loftferðaeftirlitinu brezka og var þar með búinn að fá full réttindi til farþegaflugs. — Hvaða kaup fengu orrustuflug- menn? — Ég var víst kominn upp í ein 70 pund á mánuði. — Og svo gekkst þú úr flughernum. Sjá næstu síðu. 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.