Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 16
FÁLKINN V I K U B L A Ð Þorsteinn E. Jónsson hefur frá ársbyrjun 1946 verið flugstjóri hjá Flugfélagi íslands. Innrásin í Evrópu. í dögun flugum við inn yfir Frakk- landsströnd þar sem barizt hafði verið frá því morguninn áður. Ströndin var þakin sundurskotnum prömmum og hergögnum og líkum manna, sem höfðu látið lífið í fyrstu átökunum. Banda- menn höfðu náð öruggri fótfestu og enn streymdu innrásarprammar hlaðn- ir hermönnum og hergögnum yfir sund- ið; upp í fjöruna þar sem hermennirnir hlupu á land og skriðdrekar bröltu silalega fram úr prömmunum og úr öðrum komu fallbyssuvagnar stórskota- liðsins. Ströndin var eins og iðandi kös og hún lá undir eldregni eldskeyta frá stórskotaliði Þjóðverja. Við gerðum árásir á landliðið og stórskotaliðið en lentum lítið í loftorrustum. — Forðuðust Þjóðverjar þá að lenda í slíku? — Já, það var erfitt að fá þá til þess 16 FÁLKINN að koma upp. Við flugum lágt yfir flugvöllunum þar sem við vissum að orrustuflugsveitir höfðu aðsetur en þeir hreyfðu sig ekki. Svo fórum við að fljúga þarna yfir aðeins fjórir og fjórir saman og þá kom fyrir að þeir létu egna sig. — Hver var ástæðan fyrir þessum sinnaskiptum Þjóðverja? — í fyrsta lagi hve gengið var á æfða flugmenn hjá þeim. Flugmennirn- ir sem þeir höfðu voru flestir ungir óharðnaðir og æfingalitlir. Þó voru innan um menn sem voru færir í flestan sjó og líklega vel það. Við töluðum stundum um það í okkar hóp flugmenn- irnir, að ekki tryðum við nokkrum flug- manni til þess að skjóta á varnarlausan andstæðing, sem væri að bjargast til jarðar í fallhlíf. Við fréttum að Þjóð- verjar sýndu stundum slíka fúlmennsku en því var hreinlega ekki trúað meðal birtir hér þriðja og síðasta hluta hinna óvenjulegu stríðs- minnmga Þorsteins Jónssonar flug- manns. okkar: Við flokkuðum þetta undir stríðsáróður af simplara tagi. Nokkrum dögum eftir innrásina, vor- um við í Sextugustu og fimmtu flug- sveitinni fluttir yfir til Frakklands. Við bjuggumst um á flugvelli, sem verk- fræðingadeild hersins hafði hróflað upp, aðeins nokkur hundruð metrum fyrir aftan víglínuna, eins og hún lá þá. Þjóðverjarnir voru iðnir við að skjóta. á okkur úr fallbyssum og gerðu stund- um talsverðan usla. Við flugmennirnir tókum það ráð, að grafa holur niður í tjaldbotnana og refta yfir með bjálk- um og sandpokum. Það var aðeins lítið op til þess að komast inn og út. Þarna svaf maður ágætlega. Mustang orrustuflugvélarnar sem okkar flugsveit hafði til umráða, voru nú útbúnar með tveim 500 punda sprengjum, sem komið var fyrir sinn undir hvorum væng og við vorum not- aðir sem stórskotalið: Fórum í stuttar árásarferðir yfir víglínuna og til árása á samgönguleiðir óvinanna. í einni slíkri ferð varð ég sjónarvott- ur að því að þýzkur flugmaður skaut á flugmann sem var að svífa til jarðar í fallhlíf. Það atvik hafði næstum kost- að mig lífið. í þetta sinn höfðum við farið í flug snemma morguns til þess að gera sprengjuárásir á nokkra járnbrautar- vagna, sem voru geymdir í skógi nálægt Vernon. Fyrirliðinn stjórnaði Preston — þ. e. miðfylkingunni, kunningi minn, Lance, stjórnaði Rauðu fylkingunni vinstra megin og ég stjórnaði Gulu fylkingunni sem var til hægri við mið- fylkinguna. Áður en við fórum af stað lagði fyrirliðinn svo fyrir að ef óvina- flugvélar réðust á okkur ættu Gulir að kasta sprengjunum og ráðast til at- lögu við þær. Allt gekk eins og í sögu fyrst framan af. Við flugum að árásar- markinu í dásamlegu veðri í 9 þúsund feta hæð. Fyrirliðinn velti flugvélinni á hliðina og steypti sér fyrstur lóðrétt niður. Hann hafði sagt okkur að láta sprengjurnar falla úr 4 þúsund feta hæð en hækka síðan flugið upp í 9 þús. fet og fylkja á ný. Ég var sá níundi sem steypti mér og í því hófst æðis- gengin loftvarnaskothríð. Það var bók- staflega eins og hvert einasta tré í þessum skógi væri orðið að eldspúandi loftvarnabyssu. Hraðinn var orðinn yfir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.