Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 29
LITLA SAGAIM EFTIR WILLV BREIMHOLST SKYNSAMLEG RÁÐSTÖFUN Multeberg forstjóri horfði hvasst á unga manninn. — Ja, fyrr má nú rota mig en dauð- rota, sagði hann. ÉG hef nú aldrei á ævi minni heyrt aðra eins vitleysu. Þér getið ekki verið með öllum mjalla, mað- ur minn. Mér mundi aldrei detta í hug að gifta dóttur mína yður, — Con- stance er eina barnið sem ég á. Þér getið sjálfur sagt yður að ég hef allt aðrar ráðagerðir í huga varðandi framtíð hennar. Þér hafið nú sóað fimm mín- útum af dýrmætum vinnutíma mínum og ég verð að biðja yður um að hypja yður út og láta mig aldrei sjá yður aftur. Multeberg forstjóri beygði sig niður yfir skjölin og fór að lesa nokkra mik- ilvæga samninga, sem hÖfðu verið lagðir inn til hans, svo að hann gæti skrifað undir þá. — Afsakið, sagði ungi maðurinn og gekk einu skrefi nær, — en forstjórinn gleymdi að spyrja mig áðan um mikil- vægt atriði, þegar hann spurði mig um aldur, nafn og stöðu. Forstjórinn leit upp gremjulega. — Hvaða atriði var það? spurði hann. — Jú, hvort ég væri giftur eða ó- giftur. — Nú, hvort eruð þér? Ég reiknaði með því, að þér væruð ógiftur. — Nei, herra forstjóri, ég er giftur. Af öryggisástæðum þá gifti ég mig Constance, einkadóttur yðar í gær. Willy Breinholst. en skyndilega breyttist svipurinn á and- liti hans úr gleði svip og í undrunar- svip. Allt sem hann fann inn í holunni, var kulnaður pappír eftir bruna, annað fannst ekki. „Fjárinn“, hrópaði Poirot, „einhver hefur verið hér á undan okkur“. Við rannsökuðum pappírsleifarnar gaumgæfilega, og það var engum vafa undirorpið, að þetta voru leifar af því sem við vorum að leita að. Hluti af nafni Bakers var þekkjanlegur, en það var allt og sumt.“ „Þetta skil ég ekki,“ sagði Poirot. „Hver hefur eyðilagt þetta? og í hvaða tilgangi?" ,,Bakershjónin“, sagði ég. „Hvers vegna? Þau eru ekki nefnd í hvorugri erfðaskránni, og það er mikið sennilegra að þau haldi stöðu sinni, ef miss Marsh erfir allt, en ef eignirnar renna allar til sjúkrahúsa. Hvernig gæti það verið nokkrum í hag, að eyði- leggja erfðaskrána? Sjúkrahúsin njóta góðs,--------að vísu, en það er knapp- lega hægt að gruna slíkar stofnanir um græsku.“ „Ef til vill hefur gamla manninum snúist hugur, og hann hefur sjálfur eyðilagt þær,“ skaut ég inn í. Poirot reis á fætur, og dustaði hnén með venjulegri nákvæmni. „Það er ekki óhugsanlegt“ viður- kenndi hann. „Þetta er ein af skynsam- legri athugunum þínum, Hastings. Jæja, hérna er ekki meira fyrir okkur að gera. Við höfum gert allt sem mann- legur máttur getur gert. Við höfum með góðum árangri beitt kænsku okkar gegn Andrew Marsh sáluga, eða öllu heldur gegn kænsku hans, en því miður verður það ekki séð, að frænka hans sé betur á vegi stödd vegna afreka okkar.“ Með því að aka strax til járnbrautar- stöðvarinnar, reyndist unnt að ná í lest til London, en þó ekki hraðlestina. Poirot var daufur og niðurdreginn, og ég var þreyttur og hálf svaf úti í horni. Þegar við vorum rétt að fara út úr Taunton, rak Poirot skyndilega upp nístandi hljóð. „Fljótt, Hastings. Vaknaðu og hopp- aðu. Já, hlauptu, segi ég.“ Áður en ég gat áttað mig, stóðum við á stöðvarpallinum, berhöfðaðir og farangurslausir, en lestin hvarf út í buskann. Ég var æfur, en Poirot sinnti því ekki hót. „Mikill fábjáni hef ég verið“ hrópaði hann. „Margfaldur auli. Ekki skal ég gorta af gráu frumunum framar.“ „Það er að minnsta kosti hyggilegt,“ skaut ég inn í. „En hvað á annars allt þetta að þýða?“ „Þegar hann fór að borga kaupmann- inum-------ég gleymdi því alveg. Já, en hvar? Jæja, það gerir ekkert, mér getur ekki skjátlast.“ Við leigðum okkur bifreið og ókum til Crabtree Manor. Ég ætla ekki að lýsa undrun Bakers hjónanna þegar þau sáu okkur aftur. Poirot veitti engum at- hygli, en hélt beint til einkaskrifstofu Marsh sáluga. „Ég hef verið ekki einungis þrefald- ur bjálfi, heldur þrátíu og sex sinnum slíkur.“ „Stattu nú klár að því.“ Hann gekk beint að skrifborðinu, dró út lykilinn og losaði umslagið frá hon- um. Ég glápti á hann, bjánalega. Hvernig gat hann búist við að finna stóra erfðaskrá í agnarlitlu umslagi? Með mestu varúð skar hann upp um- slagið og breiddi úr því. Síðan kveikti hann loga og hélt innri hlið umslags- ins að loganum. Brátt fóru daufir staf- ir að koma í ljós. „Sjáðu vinur,“ hrópaði Poirot sigri hrósandi. Ég sá. Ákvæði erfðaskrárinnar voru í fáum orðum þau, að miss Marsh var arfleidd að öllum eignum frænda síns. Sjá næstu síðu. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.