Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 38
sínum með því að stjórna hljómsveit- um og kórum; hann samdi marsa og sálmalög og útsetti fyrir hljómsveitir. En það hrökk ekki til. Fjölskyldan varð að flytja í ódýrari íbúð. Og eiginkonan varð að veðsetja skartgripi sína til þess að þau hjónin gætu greitt húsaleiguna. Verdi vonaðist samt til, að Merelli léti eitthvað frá sér heyra. En sú von brást. Enn þyrmdi yfir tónskáldið. Elzta barn þeirra hjóna, dóttir, sem hafði verið augasteinn föður síns dó í ágúst- mánuði 1838. Tæpum mánuði eftir að Margherita hafði alið tónsmiðnum son. Haustið 1839 lézt litli drengurinn líka. En um þessar mundir haíði ung og' efnileg sópransöngkona við La Scala, Giuseppina Strcpponi að nafni, sem seinna varð kona Verdis, vakið áhuga Merellis á óperu hans, Oberto. Og raunin varð, að hún var færð upp. Hún líkaði vel. Forstjórar óperuhússins pönt- uðu því þrjár í viðbót. Enn eitt áfallið reið yfir tónskáldið. Eiginkona hans, Margherita hafði ekki þolað allar þær hormungar, og sorgir, sem þau höfðu orðið fyrir. Hún veiktist og lézt skömmu seinna. En tónskáldinu hafði verið mælt svo fyrir að semja gamansöngleik. Hann gerði svo fremur af vilja en mætti, enda fór svo, að hann var hrópaður niður. Sýningin varð fiasco, eins og leikhúsmenn kalla það. Verdi sór þess nú dýran eið, að hann skyldi aldrei semja óperu aftur. Hann rauf þann eið sem betur fer. í marga mánuði hafði enginn spurnir af Verdi. Kvöld eitt síðla í desember mætti Merelli manni nokkrum á gangi. Honum fannst hann kannast eitthvað við svipinn. Hann sá, að þetta var Verdi. Merelli neyddi hann til þess að koma með sér á skrifstofu sína, fékk honum þar óperutexta og lét hann lofa því að semja lögin við hann. Þegar tónskáldið kom heim til sin, þá fleygði hann handritinu á borðið svo að það opnaðist og þá blöstu við honum þessar línur: — Va pensiero sull’ali dorate ( Lausl. þýtt: Svíf þú hugsun á gullnum vængjum). Hann las textann og skynjaði brátt, að þótt hann fjallaði um Nebúkadnesar kóng og her- leiðingu Gyðinga, þá höfðaði hann beint til sjálfstæðisbaráttu ítala. Verdi fyllt- ist eldmóði og innan skamms var hann niðursokkinn í að semja lögin. Þessi ópera varð upphafið að frægðar- ferli Verdis. Nabucco, en svo hét óperan olli gífurlegri hrifningu. ítalirnir skildu hana þannig að hún væri óður um frelsisbaráttu þeirra. Ungir og gamlir sungu við raust: — Va pensiero sull’oli dorate. Verdi var sannarlega réttnefndur tónskáld byltingarinnar. En þessar óper- ur sem hann samdi á þessum árum komu honum fjárhagslega á réttan kjöl. Hann tók nú að semja þær óperur, sem halda frægð hans enn á lofti. Nægir þar að nefna, Rigoletto, La Traviata, Aida og svo II Trovatore, sem hér á að færa upp. Víkjum nú stundarkorn frá landi eldsins og söngsins yfir í land elds og íss. Það er verið að æfa óperuna II Trovatore á sviði Þjóðleikhússins. Til hægri handar á sviðinu situr Carl Billich við píanóið og leikur hin Ijúfu lög af háttvísi. Á miðju sviðinu situr leikstjórinn, Lars' Runsted og skipar fyrir. Aðalsöngvararnir, Ingeborg Kjellegren og Guðmundur Guðjónsson, standa innar á sviðinu og syngja. Hún segir honum, að hann sé frjáls ferða sinna og hún hafi látið allt sitt til þess að svo megi verða. Hún hafi heitið hálfbróður hans eiginorði, en tekið inn eitur af því hún elskaði trúbadorinn. stuttu máli sagt: Fjallar óperan um ást- ir. En það er ekki efnið, sem skiptir máli í óperunni heldur söngurinn. Og þeir sem unna söng, munu vissulega ekki verða fyrir vonbrigðum, þarna munu, Svala Nielsen, Erlingur Vigfús- son, Jón sigurbjörnsson og síðast en ekki sízt Guðmundur Jónsson, syngja. — Við eigum að vera bræður, Guð- mundur Jónsson og ég, sagði Guðmund- ur Guðjónsson við okkur, er við náðum tali af honum milli atriða. — Er þetta ekki fyrsta hlutverk þitt í óperu hér á landi? — Jú, en ég var búinn undir það að syngja hlutverk hertogans í Rigoletto hér á sínum tíma. Og svo söng ég auð- vitað í Árósum, fyrir skömmu. — Hljómsveitarstjórinn er ekki kom- inn? — Nei, leikstjórinn er aðallega að æfa með okkur hreyfingarnar. og mað- ur er bókstaflega lurkum laminn. ★ B^RNe/ GoogÆ . and • .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.