Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 19
Ungur nemandi í Stokk'hólmi, Guðmundur H. Öskarsson, sendir FÁLKANUM þessa grein og fjallar hún um mál, sem mikið hefur verið rætt og ritað um í Svíþjóð í vetur. Nýr trúarsöfnuð- ur, Maranata, hefur risið þar upp. Söfnuður þessi heldur fundi nær daglega. Frelsast menn unn- vörpum, æpa halleljúa og Maranata og biðja guð reka djöfulinn úr mannssálinm. Leikm eru létt lög og söfnuðurmn hrífst með hljóðfalhnu og klappar eða stappar í gólfið. Umræðumar náðu hámarki, þegar hneykslið gerðist . . . jah. Forystumenn safnaðarins halda svo ræður og tala um vald djöfulsins yfir mannkyninu og þá einu sönnu freisun í Jesú Kristi sem felst í því að trúa á hann og Biblíuna og túlkun Maranata á henni. Maranata vísi veginn og hjálpi villtum sálum á rétta braut. Því til staðfestingar er æpt hallelújah og svo leikinn vals og guði sungin lof og dýrð. Undir lok samkomunnar er fólk hvatt fram til þess að biðja og láta biðja fyrir sér. Fer venjulega stór hópur fólks fram til þess að krjúpa á kné við fremstu bekkina. Frelsaðir safnaðar- meðlimir koma þá til þessara leitandi sálna, leggja hönd á höfuð þeirra og biðja guð að frelsa þá frá djöflinum. Freisast margir undir þessum mikla bænalestri, sem fram er borinn full- um hálsi og með tilheyrandi hallelújah hrópum og öðrum köllum, svo sem ,,Guð taktu hann“, ,,Maranata“ og fleira í þeim dúr. Við fundurlok er svo geng- ið um og safnað í sjóð til styrktar söfn- uðinum, og verða það oft drjúgir sjóðir. Allt þetta er nú gott og blessað. Að vísu finnst venjulegu fólki þetta all und- arlegar aðferðir til að tilbiðja guð, en hver hefur sína hentisemi með það. En það, sem hefur orsakað mesta umtalið um þennan söfnuð hér í Svíþjóð, er hryggilegt atvik, sem skeði fyrir skömmu. Hjón, sem voru meðlimir í Maranata- söfnuðinum, áttu 13 ára gamlan son, sem var með sykursýki. Hafði allt ver- ið gert til þess að reyna að lækna drenginn, en sykursýkin er ekki auð- veld viðureignar. Varð að gefa barninu daglega insulin með sprautu eða í töflu- formi. Drengurinn gat þó lifað nokkurn veginn eðlilegu lífi, gekk í skóla, lék fótbolta með félögum sínum og var að sjá eins og börn eru flest. Að áliti lækna, hefði drengurinn getað lifað vel og lengi, fengi hann reglulega insulin, og með þeim framförum í læknavísindum, sem nú eru, er ekki ólíklegt, að tekizt hefði að lækna hann algerlega, fyrr eða síðar. En ofsatrú foreldra hans kostaði hann lífið. Foreldrarnir hættu að gefa honum insulin og létu guð um að lækna hann. Þetta minnir á miðaldirnar, þegar villu- trúarmenn voru settir í stórt ker, fullt af vatni, og svo kynt undir þar til sauð. Ef þeir lifðu það af, hafði guð bjargað þeim og sannað sakleysi þeirra. Færri sögur fóru af, hversu margir lifðu með- ferðina af, þótt flestir hafi sjálfsagt ver- ið saklausir. Þegar foreldrarnir höfðu ekki gefið drengnum insulin í viku, var hann orð- inn það sjúkur, að þau kölluðu á „æðsta prestinn“ í söfnuðinum og báðu hann að biðja fyrir barninu. Gerði hann það, en bætti við, að batnaði drengnum ekki, skyldu þau leita læknis daginn eftir! Drengnum batnaði ekki og þegar for- eldrarnir leituðu læknis daginn eftir, var það of seint. Drengurinn lézt á sjúkrahúsi tveim dögum síðar. Krufn- ing leiddi í ljós, að dánarorsök var stöðvun insulingjafanna. Þetta hörmulega atvik vakti þegar gífurlegt umtal og fordæmingu flestra. Margir afsökuðu foreldrana á þeim grundvelli, að þau hefðu trúað bókstaf- lega á lækningamátt bænarinnar og þá túlkun Maranata á Biblíunni, að guð lækni sjúka, leiti þeir til hans í ein- lægri trú. Foreldrunum er kannski vorkunn að hafa misst einkasoninn, en bágt á maður með að skilja afstöðu þeirra, þegar þau segja í blaðaviðtali, að þau álíti sig hafa gert alveg rétt og þetta hafi bara verið vilji guðs, fyrst hann læknaði ekki drenginn, og halda svo óhindrað áfram að æpa hallelújah á samkomum Maranata. En „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur“, og í Biblíunni stendur: „Þú skalt ekki mann deyða.“ Afstöðu sænska Fíladelfíusafnaðarins lét einn meðlimur hans í ljós með tilvitnun í Biblíuna: „Þú skalt virða lækninn, því Framh. á bls. 28. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.