Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 33
Hrútsmerkið (21. marz—20. avríll. Þetta verður í alls staðar m.iög ánægiuleg vika fyrir yður og mikið um að vera. Þeir sem enn eru ólofaðir lenda sennilega í skemmtilegu ástar- ævintýri um helgina og ekki er ósennilegt að verði eitthvað um ferðcilög. Rétt er þó að menn gæti fyllstu varúðar í sambandi við fiárútlát. Nautsmerkiö (21. avríl—21. maíl. Þótt þetta verði ekki sérstaklega skemmtileg vika þá verður þó eitthvað um ánægiulega við- burði. Þó er hætt við að föstudagurinn valdi yður einhverium vonbrigðum. Þér eruð mikið fyr- ir dagdrauma og yður væri hollt að líta einstöku sinnum i augu við veruleikann. Tvíburamerkiö (22. mai—21. júní). Þér skuluð ekki láta aðra hafa of mikil áhrif á yður. Þér skuluð fara eftir Því sem yður siálf- um finnst rétt og láta annara ráð sigla sinn sió. Stiörnurnar telia heppilegt að þér lifið næstu viku kyrrlátu lífi og þér skuluð gera þá undan- tekningu að hlýta þeim ráðum. Krabbamerkiö (22. júní—22. júlí). Ef þér hafið augun vel opin í næstu viku þá er ekki útilokað að yður b.ióðist tækifæri sem þér hafið lengi verið að biða eftir. Þér skuluð þó ekki rasa um ráð fram heldur fara að öllu með gát. F.iármálin eru undir heppilegum afstöðum og ef þér eruð svolitið slunginn þá ættuð þér að geta hagnast svolítið. Jómfrúarmerkiö (2U. ágúst—23. sevt.). Hugmyndir þær sem þér gangið með í kollin- um, eru ekki svo fráleitar ef þér gætið þess að framkvæma þær með varfærni og þrautseig.iu. Þá fyrst munu þær verða yður til heilla. Það er hætt við að gamalt vandamál skióti upp kollinum en það ætti ekki að verða erfitt úrlausnar um þessar mundir. VogarskálamerkiÖ (24. sept.—23. okt.J. Þér skuluð varazt allt utanaðkomandi slúður um einn bezta vin yðar, því að þessi óhróður getur leitt til vinslita. Annars verður þetta miög ánæg.iuleg vika fyrir yður og talsvert um skemmt- anir með óvæntum hætti. Ef þér getið komið því við ættuð þér að skreppa í smá ferðalag um helg- ina. SvorÖdrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.). Þér skuluð ekki legg.ia árar í bát þótt þér verð- ið fyrir ýmsu mótlæti. Erfiðleikarnir eru til þess eins að sigrast á þeim og ef þér gefist ekki upp þá er ekki að efa að þér getið rutt þeim úr vegi. Þér skuluð ekki sökkva yður í þunglyndi heldur gera yður dagamun og fara á skemmtistað í vikunni. BogamannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.). Éf þér vil.iið forðast deilur og rifrildi, þá skuluð þér ekki skifta yður af því sem yður kemur ekki við. I þessum málum getið þér ekkert hiálpað en fáið bara óþökk í staðinn. Þér skuluð ekki vera bölsýnn hvað snertir framtiðina Því nú fara skemmtilegir timar í hönd. Steingeitarmerkiö (22. des.—20. jan.). Þér ættuð að reyna að komast að raun um hvers konar tilfinningar þér alið með yður til ákveðinnar persónu, sem þér hafið þekkt lengi. Gætið þess að láta ekki hugmyndaflugið hlaupa með yður í gönur í starfi. Fl.iótfærni starfsbróður yðar mun verða yður til góðs, ef þér gætið þessa. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. febrj. Þér hafið nýlega fengið vandasamt verk að inna af hendi og þér eruð í vandræðum með að leysa það. Þér munuð vinna þetta verk með mikilli prýði, ef þér takið yður á og reynið að láta aðra h.iálpa yður að kostnaðarlausu. Þér getið þetta ef þér beitið svolítilli lægni. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. ágúst). Ef til vill hl.iómar það dálítið kynlega, að þér eigið á hættu, að allt snúist yður í óhag, en það mun verða yður til mikils frama. Annars er útlit fyrir að þér eigið notalega daga í vændum. Róm- antík mun verða mikil í vikunni og og gömul kynni endurný.iast. Fiskamerkiö (20. febrúar—20. marz). Þér ættuð að gæta að tilfinningum yðar, því að stiörnurnar seg.ia að þar sé mikilla breytinga von, einkum hvað varðar einkalíf yðar. Þér skuluð reyna að hafa st.iórn á yður og ana ekki út í neina vitleysu. Þá mun allt fara miklu betur en þér átt- uð nokkurn tíman von á. sögu. Ég dáist að þér, — og vildirðu vera svo væn að segja honum frá bíln- um.“ „Þú ert barn,“ sagði ég óþolinmóð. „Já, mamma. En þú munt segja pabba frá honum, — heldurðu það ekki?“ „Ég skal gera það, ef þú hættir að kalla mig mömmu.“ „Nei, frú!“ Samræðurnar fóru nú út um þúfur. Það voru svo margar spurningar ósvar- aðar eftir. Alexis virtist ánægður yfir hugsuninni um bíiinn, og ég 'hikaði við að ræða spurninguna um framtíð hans. Það var aðdáunarsvipur í augum hans, er hann horfði á hár mitt og handleggi og eiginlega þótti mér gaman að þessu augnadaðri. Samt olli það mér óþæg- indum og ég leit niður og hugsaði um Thanos. Af ásettu ráði gerði ég mér í hugarlund likamlega návist hans, hinn karlmannlega ilm hans, hið þakkláta blik í augum hans, þegar hann vissi að við vorum jafn hamingjusöm bæði. „Líkar þér vel við föður þinn?“ spurði ég, án þess að líta á hann. „Hann er galinn. Allur þassi þeys- ingur fram og aftur. Svo mikil metorða- girnd .... En ég geri ráð fyrir, að hann sé mikill maður á sinn hátt. í raun og veru geðjast mér að honum í hvert sinn, sem við hittumst.“ Ég skildi við hvað hann átti. Manni með hans menntun hlaut að vera ógeð- felld hin hræðilega valdagræðgi Than- osar. „Hann vill, að ég sjái þig oftar,“ sagði ég. „Hann vildi gjarnan að þú kæmir til Grikklands." Ég átti að segja: „Hann vill, að þú komir til Grikklands,“ en ég vissi, að orðalag Thanosar mundi ekki bíta á Alexis. Hann var bersýnilega undrandi. „Hvað, til Grikklands? Hvers vegna í ósköpunum. Áttu við að ég setjist þar að fyrir fullt og allt?“ Mér fannst það undarlegt, að hann skyldi ekki hafa búizt við þessu. „Hvers vegna hefur hann aldrei beðið mig fyrr? Hvers vegna núna?“ Andlit Alexis var breytt. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá hann drungalegan og tortrygginn, og hann virtist eldast og þroskast. „Kannski mín vegna,“ .svaraði ég var- færnislega. „Hann vissi, að þú hataðir mig.“ Svipur hans breyttist ekki. „Hví ertu að hjálpa honum?“ spurði hann. „Ég ætlaði til Parísar að kaupa kjóla,“ svaraði ég fjörlega og rödd mín skalf ekki hið minnsta. „Hann bað mig að fara til Lundúna í leiðinni og flytja þér skilaboðin. Ég hef gert það.“ Ég horfði nú fram hjá honum og í’eyndi að bæla niður fögnuð þann, sem nú hafði allt í einu gagntekið mig. Hann var þögull og ég byrjaði að leita að púðurdósinni. Skyndilega varð ég var við hönd hans á handlegg mér og það var eins og ég hefði teygað af töfradrykk, — slíkur var unaðurinn. Ég vissi, að ég vildi hafa hann og vissi, að ég myndi fá hann. Ég leit ekki á andlit hans, heldur aðeins á hönd hans á handlegg mér, og ég skalf öll. „Fyrirgefðu mér. Ég hataði þig af því að ég hafði ekki séð þig.“ Hann sagði þetta glettnislega, en hand- tak hans táknaði annað. „Komdu, við skulum dansa,“ sagði hann. Við dönsuðum. Nokkra hríð þögðum við. Hreyfingar okkar fylgdu takti lagsins. Ég hafði aldrei á ævi minni fundið til neins, sem líktist þassu. (Framh. í næsta blaði). FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.