Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 26
KVENÞJÓÐiN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæðrakennari. pa Hp Ip! 1111 3' a , : ■:■ • •■:; ■ Wrnmmm 'llllli 11111 illliii ..,.■■■■ " 111 ■ : HANZKAR Efni: Nál. 50 g. 4-þætt ullargarn. Sokkaprjónar nr. 3. Stærðin hliðstæð hönzkum nr. 8—81/2. Mynstrið: 1. umf.: 1 sl. og 1 br. 2. umf.: slétt. Endurtakið þessar 2 umferð- ir. SIMVRTIIMG í BAÐHERBERGIIMU Hægri hanzki: Fitjið upp 64 1. á 4 prjóna, prjónið 6 cm. háa brugðningu (1 sl., 1 br.). Prjónið síðan mynstrið, þar til komnir eru 10 cm. Næsta umf.: 1 1., aukið 1 1. út við næstu 1., prjónið 2 1., aukið 1 1. út við næstu 1. Prjónið nú 2 umf. án þess að auka út í. Aukið út um 1 1. hvoru megin við fleyginn í 3. hverri umf., alls 4 sinnum, prjónið 1 umf. til viðbótar. Setjið lykkjurnar 12 úr fleygnum + 11. hvoru megin við hann = 14 1. í allt, í öryggisnælu. Fitjið upp 6 1. á ný bak við þessar 1. og prjónið 6V2 cm. til viðbótar með mynstri. Vísifingur: Takið 8 1. frá handarbak- inu og 8 1. frá lófanum, geymið hinar 1. Fitjið upp 4 1., þar sem snýr að löngu- töng milli þessara 2X8 1. og prjónið í hring 9—9% cm. (mælið á hendi). Prjónið 2 og 2 saman alla næstu umf., prjónið 1 umf. slétt, prjónið 2 og 2 sam- an næstu umf., slítið endann frá og dragið 1. sem eftir er saman. Framh. á bla. 30. Þegar farið er í bað, þarf dálítinn undirbúning. Byrjið því ekki strax að setja vatn í baðkerið. Farið í hlýjan innislopp og undirbúið fyrst hárið. Gufan eyðileggur alla hárlögn, og auk þess verður hárið máttlaust og gljáa- laust. Svo aðgæzlu er þörf. Festið hárið fyrst eins og það var lagt, setjið síðan hárnet eða annað til hlífðar yfir. Þegar farið er í baðið, verður auk þess að verja það með einhverju vatnsþéttu. Að þessu loknu þarf að hreinsa burt allan andlitsfarða og púður af andliti og hálsi. Ef húðin er þurr, er nærandi krem borið á. En áhrif þess eru tvö- föld í gufu. Nú er vatn látið renna í baðkerið, varizt að láta allt of mikla gufu, svo blandið heitu og köldu vatni í vatns- hanann, svo það sé hæfilega heitt. Fer það betur með málninguna í baðher- berginu. Gott er að nota baðkrystal eða bað- salt sé húðin feit. En varizt að nota það í of ríkum mæli; getur farið illa með neglurnar. Baðolía er ágæt sé húðin þurr. Hún vinnur á móti þurrkandi áhrifum baðs- ins, mýkir hörundið. Sé hins vegar notað of mikið af henni, freyðir sápan ekki. Berið olíu kringum fingur og tær áður en farið er í baðið til varnar því, að naglaböndin þorni. Liggið í baðinu nokkrar mínútur og látið líða úr skrokknum. Takið yður síðan bakbursta í hönd, berið vel á hann sápu og burstið bakið rösklega, þetta eykur blóðrásina og varnar ból- um. Framh. á bls. 30. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.