Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 35
□TTÓ □□ BRÚÐUR SÆKDNUNGSINS Eðvald var ekkert hrifinn af framkomu húsbónda síns, en Eberhörður greifi nálgaðist þau þrjú og gladdist geysilega yfir þvi, að þau yrðu hrædd við hann. En móttökurnar urðu allt öðruvísi en hann hafði búizt við. 1 stað þess að leggja á flótta, hljóp Ottó á móti honum með opnum örmum. „En heppi- legt,“ hrópaði hann„ við þörfnumst hjálpar. Þessi stúlka þarna er alvarlega særð.“ Greifinn horfði á þau til skiptis. Hann var gramur yfir því að vígamóður hans skyldi engin áhrif hafa haft á neinn. Hann hikaði andartak en gekk síðan að stúlkunni sem lá á jörðinni. „Karen", hrópaði hann og þreif í öxlina á henni. „Varlega, varlega," sagði Danni og ýtti greifanum frá, „það má ekki hreyfa hana.“ Framkoma Danna olli greifanum mikillar gremju. Hann gekk nokkur skref aftur á bak og greip til sverðsins. „Og hver er svo þessi lágættaði hundur, sem þorir að ganga í veg fyrir mig, greifann," sagði Eberhörður greifi með fyrirlitningu. „Hundur getur ekkert gert að því, þótt hann sé lágættaður," sagði Danni glaðlega. „Ég gekk aðeins í veg fyrir greifann vegna þess að ég var að hugsa um velferð stúlkunnar." „Hér er einhver misskilningur á ferð,“ bætti Ottó skjótt við. „Þetta er Valentinus læknir, lávarður minn. Þér hafið áreiðanlega heyrt hans getið að góðu.“ „Hann líkist nú ekki lækni,“ sagði greifinn tortrygginn. „Það er nú ekki alltaf hægt að dæma hæfni manns eftir útliti, lávarður, enda þótt útlit yðar segi mér margt. Getur verið að þér þjáist af verk í síðunni, eða hafið þér vont bragð í munninum?" „Já,... já,“ svaraði greifinn. „Er ég veikur?“ Og Danni tók að spyrja hann út úr og brátt var greifinn orðinn mjög veikur, veikur af hræðslu við veikindi. Á meðan Danni lék svona meistaralega, komu hermennimir nær til þess að heyra hvað Danni var að segja húsbónda þeirra. „Elðvald", hrópaði greifinn, láttu þá fara að leggja af stað, ég er ekki vel frískur." „Hverjar eru skipanir yðar, greifi," sagði Eðvald, því að honum fannst ástandið næsta broslegt. „Mér er illt í síðunni," umlaði greifinn, „taktu við skipunum af lækn- inum hérna. Hann mun segja þér, hvað á að gera við Karen.“ Þungur á brúnina sneri Eðvald sér að Danna, sem skipaði að láta setja Karen á börur, sem síðan voru bornar af tveimur hermönnum. Danni beygði sig síðan yfir sjúklinginn og fullviss- aði sig um, að allt væri réttilega gert og vel færi um hana. „Alveg leikur hann hlutverk sitt meistaralega," muldraði Ottó við sjálfan sig, „svei mér þá ef ég er ekki farinn að trúa, að hann sé læknir." FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.