Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 9
 tpömmai : Pj wjf. i m i §| . 4 .lá.A.'é; • gfirdiuffa er 1 narz az Sæluvika Skagfirðinga, cem haldin hvert, er elzta og einhver kunnasta héraðshátíð h: r á landi. Það er mikið um dýrðir á Sauðárkróki með- an Sæluvikan stendur yfir sæluvikum þótt það sé nú að breytast —- því miður. Leiklist hefur lengi stað- ið í miklum blóma á Króknum og um þessar mundir er Leikfélag Sauðái'- króks 75 ára og mun vera elzta leikfé- lag á landinu. Leiksýningar hafa því jafnan sett mikinn svip á Sæluviku. Valgarð Blöndal sagði okkur, að eitt sinn hefði sama ieikritið verið sýnt í tveimur húsum samtímis á Sæluviku. ,,Og auðvitað þurftu allir að sjá báðar uppfærslurnar,“ bætti hann við. Þá voru milli áttatíu og níutíu manns á sviðinu í einu. Leikkraftar hafa því lengi verið góðir á Króknum. Sá sem emna mest hefur markað þessa starfsemi seinni áratugina er Eyþór Stefánsson, tónskáld og telja kunnugir að hann muni vera með einna hæstu hlutverkatölu hér- lendis. Áður en Krókurinn varð að þeim bæ, sem hann er núna og húsrými þrengra, var ekki óalgengt að menn skiptust á um svefnpláss. Þegar menn höfðu dans- að lengi nætur fóru þeir heim og gengu í rúm þeirra sem upp stóðu og tóku við gleðinni. Þannig var sælan í fyrri daga. Hér segir á næstu síðum frá Sælu- viku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.