Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 14
Vandamálið, sem Miss Violet Marsh fékk okkur í hendur, var kærkomin til- breyting frá okkar daglega verki. Ung- frúin hafði óskað eftir viðtali við Poi- rot, í djörfu og ákveðnu bréfi, og hann hafði boðið henni til sín kl. 11 daginn eftir. Hún kom á réttum tíma, þessi háa, granna, laglega, unga stúlka, smekklega klædd og hiklaus í fasi. Það var auð- sætt, að þessi unga kona ætlaði ekki að vera eftirbátur annarra í heimi þass- um. Ég er ekki hrifinn af hinni svo- nefndu nýju kynslóð kvenna, og þrátt fyrir fegurð hennar, þá er ég ekki hlynntur henni fyrirfram að öðru óreyndu. „Herra Poirot, erindi mitt er óvenju- legs eðlis,“ sagði hún eftir að hafa setzt niður, „en það er bezt að byrja á byrj- uninni og segja alla söguna eins og hún er.“ „Eins og yður þóknast, mademoiselle.“ „Ég missti foreldra mína snemma. Faðir minn var annar tveggja bræðra, sem voru synir smájarðeiganda í Devon- shire. Jörð þessi var afar rýr, og eldri bróðirinn, Andrew, fór til Ástralíu, þar sem hann hagnaðist vel á fasteignasölu og varð ríkur maður. Yngri bróðirinn, Roger, faðir minn, hafði engan áhuga á akuryrkju, gat menntað sig dálítið, og öðlaðist skrifstofustarf hjá litlu fyrir- tæki. Hann kvæntist móður minni, sem var talin ofar honum, og var dóttir fátæks listamanns. Faðir minn dó, þeg- ar ég var sex ára, en móðir mín þegar ég var fjórtán. Eini lifandi ættingi minn þá var Andrew frændi minn, sem var nýlega kominn frá Ástralíu, og hafði keypt hér í föðurlandi sínu lítið sveita- setur, Crabtree Manor. Hann var ákaf- lega góður við munaðarlaust barn bróð- ur síns, tók mig að sér og reyndist mér í öllu sem væri ég hans eigin dóttir. Crabtree Manor er, þrátt fyrir nafn- ið, aðeins gamall bóndabær. Sveitabú- skapur var frænda mínum í blóð bor- inn, og hann hafði framúrskarandi áhuga á ýmsum nýtízku búskapartilraunum. Enda þótt hann væri ekkert nema gæð- in sjálf gagnvart mér, þá ól hann samt í brjósti vissar rótgrónar hugmyndir um uppeldi kvenna. Þrátt fyrir töluverða kænsku og hagsýni í vissum greinum, þá var hann samt sem áður næstum ómenntaður, og hann áleit að bókvitið væri ekki látið í askana. Einkum og sér í lagi var hann mótfallinn mennt- un kvenna. Hans skoðun var sú, að stúlkur ættu að leggja stund á raun- hæf heimilisstörf og mjólkurbúskap, og vera til mestra nota heima fyrir, en sneiða hjá bóknámi svo sem unnt væri. Mér til sárra vonbrigða og hugarang- urs, ákvað hann uppeldi mitt samkvæmt þessari skoðun sinni. Ég reis gegn þessu af einbeitni, því mér var ljóst, að ég hafði góðar gáfur, en hafði ekkert til brunns að bera, sem heimilisskyldurnar kröfðust. Mörg bitur orðasenna spratt af þessu, milli mín og frænda míns, en þó við værum mjög hænd hvort að öðru, þá vorum við allviljasterk hvort um sig. Ég var svo heppin, að vinna námsstyrk, og 'hafði mitt í gegn að vissu marki. Úrslitakostirnir komu, þegar ég hafði ákveðið að fara til Girton. Ég átti smá peningaupphæð eftir móður mína, og var alveg fastráðin að nota sem bezt þær gáfur, sem guð hafði gefið mér. Síðan kom úrslitadeilan milli okkar. Hann sagði meiningu sína skýrt og skor- inort. Hann hafði ætlazt til að ég yrði einkaerfingi hans, þar eð hann átti enga aðra ættingja, og hann var mjög ríkur maður. Ef ég í þrákelkni héldi dauða- taki í þessar grillur mínar, þá þyrfti ég ekki að búast við neinu frá honum. Ég stóð fast fyrir í allri hæversku, og mér mundi ætíð þykja vænt um hann, en ég yrði sjálf að ráða lífsstefnu minni. Þannig skildum við. „Þú ert haldin ein- hverjum gáfugrillum, stúlka mín, og ég hef enga bóklega menntun, en þrátt fyrir það, þyrði ég að beita mínu höfði gegn þínu, hvaða dag sem væri. Bíð- um við og sjáum.“ Þetta voru hans síðustu orð um þetta efni. Þetta var fyrir 9 árum síðan, og alltaf öðru hverju hef ég dvalið hjá honum um helgar, og við höfum verið gagnvart hvoru öðru eins og ekkert hafi skeð, en skoðanir okkar hafa verið óbreyttar. Hann minntist aldrei á há- skólanám mitt né að ég hefði tekið meistarapróf. Síðustu 3 árin hefur heilsu hans farið hrakandi, og fyrir mánuði lézt hann. Nú kem ég loks að erindi mínu hing- að. Frændi minn lét eftir sig allundar- lega erfðaskrá. Eftir ákvæðum hennar, þá á ég að njóta Grabtree Manors í eitt ár frá láti hans-„en á þeim tíma getur frænka mín spreytt sig á því að glíma við vitsmuni mína, og sanna ágæti sinnar vizku fram yfir mína“. Þannig er orðalag erfðaskrár- innar, nákvæmlega. Að þeim tíma liðn- um, ef klókindi hans reynast betri en mín, þá skal húsið og allar hans eigur renna til ýmissa góðgerðastofnana." „Þetta er heldur harkalega að yður farið, miss Marsh, þar ,sem þér eruð eini ættingi hins látna.“ SMÁSAGA EFTIR AGATHA CHRISTIE „Ég lít ekki þannig á það. Andrew frændi aðvaraði mig fyllilega, en ég kaus mína eigin stefnu, Sökum þess að ég þekktist ekki boð hans, þá var hon- um fyllilega frjálst að arfleiða hvern sem var.“ „Var erfðaskráin rituð af lögfræð- ingi?“ „Nei, hún var rituð á prentað erfða- skráreyðublað og vitni voru gömul hjón, sem eiga þarna heima og vinna hús- verkin.“ „Væru möguleikar á að ógilda slíka erfðaskrá?" „Ég mundi ekki einu sinni reyna að gera ,slíkt.“ „Þér skoðið þetta þá sem nokkurs- konar áskorun af hálfu frænda yðar?“ „Einmitt þannig hygg ég það vera.“ „Vissulega ber þetta öll merki slíkrar ályktunar,“ sagði Poirot hugsi, „og ein- hvers saðar í þessum gamla hjalli hef- ur frændi yðar falið annaðhvort pen- ingaupphæð í seðlum, eða öllu heldur aðra erfðaskrá, sem þér eigið að geta 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.