Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 37
í eldlíiiiiiiiii Frh. af bla. 36. — Það var í árslok 1946. — Gerist slíkt með einhverri við- höfn? — Nei, nei. Maður bara fer og lætur skrá sig úr hernum, fær tvenn föt og svo er tekið í hendina á manni og manni þakkað fyrir. Það var allt og sumt. Ég kom heim til íslands um jólin 1946 og byrjaði að fljúga hjá Flugfélagi íslands strax eftir áramót. Hjá Flugfélaginu flaug ég fyrst DC-3 og 1948 þegar gamli Gullfaxi kom, varð ég flugstjóri á hojium, næstur á eftir Jóhannesi Snorra- syni. Svona liðu tíu ár í innanlands- eða millilandaflugi hjá Flugfélagi ís- lands. — Svo fórst þú til Kongó. — Já, svo fór ég til Congó. Maður hafði heyrt mikið um mikla framtíðar- möguleika þarna suðurfrá og mjög hátt kaup og það freistaði manns. Ég fór frá Flugfélagi íslands og við hjónin fluttum búferlum með börnin til Leo- poldville í Congó vorið 1957. Þetta var mjög skemmtileg tilbreytni. Við fengum „villu“ til að búa í og þjón- ustufólk höfðum við margt eins og aðr- ir Evrópubúar sem þarna bjuggu og höfðu einhver auraráð. Ég flaug á veg- um belgiska flugfélagsins SABENA, ýmist á DC-3 eða Skymaster flugvélum. — Það fréttist hingað að þú hefðir ræktað aldingarð suður þar. — Já, mér þótti gaman að fást við garðrækt en fólkið þarna suðurfrá botn- aði ekkert í því að ég skyldi vera að gera þetta sjálfur í stað þess að láta negrana rækta garðinn. — Hvað um stjórnmálaátökin? — Maður varð ósköp lítið var við þetta brölt fyrr en í lokin. Ég fór einu sinni í leiðangur með Lumumba heitinn. Hann fór í kosn- ingaleiðangur og leigði sér flugvél. Ég flaug með hann í heila viku og kynntist honum dálítið. Hann kom stundum fram í stjórnklefa á leiðunum og settist í sæti aðstoðarflugmannsins. Hann spurði mig stundum um álit mitt á stjórnmálunum en ég passaði mig á því að láta aldrei neina skoðun í ljós. Sagðist ekki hafa áhuga á stjórnmál- um. Lumumba spurði stundum hvort ég vildi ekki verða kongóskur ríkis- borgari og ræddi um ýmsa möguleika sem ég gæti átt í landinu. Lumumba var þannig ræðumaður, að hann hreif áheyrendur sína gjörsamlega og oftar en einu sinni varð ég vitni að því er hann vann fjandsamlega hópa á sitt band á skammri stundu með ræðu- mennsku sinni. En hann lofaði allt of miklu. Ég fékk oftast ágrip af ræðun- um, þeim sem ég hlustaði á, hjá inn- fæddum manni, sem var með okkur í ferðinni og þýddi jafnóðum af máli innfæddra yfir á frönsku. Lumumba sagði, til dæmis að öll ógæfa og fátækt Kongó væri hvítum mönnum að kenna. Þeir eiga hús og þeir eiga bíla, sagði hann. Bara að reka þá burtu þá fáið þið húsin og bílana. Vitanlega gekk þetta í þennan auð- trúa lýð og fylgið jókst hröðum skref- um. En svo komst Lumumba til valda og þá fóru kjósendurnir þessir sem hafði veriið lofað bíl og húsum að heimta sína bíla og sín hús. Þannig byrjaði óánægjan og upplausnin. Það hefur komið á daginn, sem hvíta fólkið í Congó sagði fyrir, að landið var ekki undir það búið að fá sjálfstæði. Þetta gerðist allt á sex mánuðum. Belg- ar gáfu innfæddum leyfi til þess að stofna stjórnmálaflokka og ætluðu með því að koma þeim til pólitísks þroska. Lýðskrumarar notuðu tækifærið og komust til valda í þessum flokkum, keyptu sér skjalamöppu og gleraugu og voru þar með orðnir fínir menn. Flokksmenn greiddu ársgjöld og flokks- broddarnir fengu sér bíla, sumir marga, til viðbótar við gleraugun og skjala- möppurnar og voru nú orðnir mikið fínir menn, sem heimtuðu sjálfstæði. En þjóðin skildi ekki einu sinni hug- takið og ég man að einu sinni kom flug- vallarstarfsmaður á flugvellinum í Leopoldville til mín og spurði mig hvort það væri satt að ,,independence“ (sjálf- stæðið) kæmi með Boeing 707 þotu. Lengra náði hans pólitíska þekking ekki. Þessir pólitísku flokksforingjar efndu til uppþota, sem voru lítið annað en gaspur og hótuðu borgarastyrjöld ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra um sjálfstæði. Jafnaðarmannastjórnin í Belgíu glúpnaði fyrir þessum hótunum og sjálfsagt pressu annarsstaðar frá og veitti landinu sjálfstæði. Afleiðingar þess axarskafts eru öllum heiminum kunnar. Sú stefna stjórnarinnar, að bola öll- um útlendingum úr landinu, hafði auð- vitað í för með sér almennan flótta hvítra manna, sem stjórnað höfðu efna- hags- og athafnalífi landsins. Margir ætluðu að þrauka en sendu konur og börn á öruggari staði, burt úr Kongó. Við vorum meðal þeirra. Konan og börnin fóru til íslands eftir þriggja og hálfs árs dvöl í Leopoldville. En það varð bráðlega ljóst að þarna var ekkert framar að gera, svo að ég ákvað að fara líka. Ég var í ferðum milli margra borga allt fram að því síðasta og varð ekki fyrir árásum. Þeir voru ágætir þegar maður var búinn að koma þeim í skilning um að þarna væri íslendingur á ferð en ekki Belgi. Ég fór stundum inn í hverfi innfæddra og hafði þá brytann á flugvélinni með sem fylgdar- mann. Hann var innfæddur. Ég eign- aðist þannig marga ágæta kunningja meðal innfæddra og kynntist lífi og siðum þjóðarinnar. Félagar mínir flug- mennirnir, höfðu hins vegar mjög tak- markaðan áhuga fyrir slíkri fræðslu og kusu heldur að liggja heima á hóteli. Það var bæði fróðlegt og skemmti- legt að fara þarna um meðal innfæddra og margt nýstárlegt bar þar fyrir augu. En svo kom að því að ég ákvað að fara heim. Við vorum búin að koma okkur vel fyrir í Leopoldville, m. a. búin að láta setja fullkomið loftræsti- og kælikerfi í húsið, sem hélt hitanum í þægilegu stigi. Allt það dót urðum við að skilja eftir. Vorum heppin að koma bílnum, því bílar Evrópubúa, sem voru farnir úr landi stóðu um allt og enginn hirti um þá. En þessa daga voru stjórn- arskipti tíð og ráðherraskipti ennþá tíðari. Einn ráðherra leyfði það sem annar hafði verið að enda við að banna. Bíllinn okkar stóð í hafnarborginni fyr- ir neðan Leopoldville og dag nokkurn þegar ég kom þangað í flugferð frétti ég að búið væri að veita leyfi til þess að flytja bíla úr landi, en hafði verið bannað áður. Ég fór á skrifstofu skipa- félags og borgaði undir bílinn alla leið til íslands. Hann var tekinn um borð í skip sem þarna var verið að lesta, svo til samstundis. Síðar þennan sama dag afturkallaði annar ráðherra leyfi til þess að flytja bíla úr landi. Ég kom svo heim eftir tæpra fjögurra ára veru í Congó. Þó maður tapaði miklu við að fara að sunnan, þá sáum við ekki eftir því að hafa dvalið þar þennan tíma. Þarna var gott að búa, þolanlegt loftslag, gott kaup og Leopold- ville skemmtileg, hreinleg borg. Á sumr- in dvöldum við um tíma í borginni sem liggur á hásléttu og þar er afbragðs loftslag, mátulega svalt fyrir okkur. Mér þótti sárast að skilja við þjóninn okkar. Hann var reglulegur ágætis- maður og sárbað mig um að taka sig með til íslands. Ég sagð)i að slíkt væri ómögulegt. Hann mundi aldrei kunna við sig hér. Ég sagði stundum við hann þegar þessi mál bar á góma, að nú væru þeir að fá sjálfstæði og þá mundi þetta nú aldeilis lagast hjá þeim. En hann var ekki á því, vissi sem sagt meira en flestir landar hans. Og aldrei sagð- ist hann mundi verða þjónn hjá svört- um herra. Það kæmi ekki til mála. Hann sá fyrir að þjóðin myndi ekki hafa eins mikið að bíta og brenna á næstu árum, eins og áður en þetta margumtalaða sjálfstæði barst þeim svo óvænt í hendur. Kongó er ennþá vandræðabarn meðal þjóðanna, en landið er gott og sá tími kemur á ný að þarna verður gott að búa. S. Sv. Eruð þér áskrifandi að Fálkar.urti? I 0 E □ 03 Ef svo er ekki bá er símanúnerið 1221o og þér fáið blaðið sent um hæl. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.