Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 31
— Eru þeir nú farnir að vökna Vestan- vatna, sagði hinn. — Viltu einn? — Aldrei hef ég neitað einum. — Þú mátt þó eiga það, að stundum rennur af þér. — Það verður víst ekki sagt um þig. — Ertu að koma mér til? — Þú getur reynt ef þig langar. Svo tókust þeir á í hryggspennu, Tókust fast á og bárust til í átökunum. Þeir sem gengu fram hjá þeim veittu þessu enga athygli, heldu héldu leiðar sinnar. Þeim, sem stundum rann af, veitti betur og þegar hinn fór að gefa eftir hættu þeir og klöppuðu kankvís- lega á axlirnar, fengu sér Skudda og gengu í salinn. Hjá hljómsveitarpallinum hittum við gamlan mann sem stóð þar og söng. Við spurðum hvort hann væri Skag- firðingur. — Nei, ég er Húnvetningur. — Er ekki kalt þar á milli? — Ætli það sé nú nema í nösunum. Varla væri maður að þvælast hér ef maður kynni ekki vel við sig. — Þið rífizt nú sundum. — Það væri nú skárri andskotinn. Svo er stundum kastað vísu. Það á ekki að útkljá málin með hnefunum. Það er vanhugsað að vera alltaf að slást. Þeir gera það víst fyrir sunnan. — Ert þú hestamaður? — Komið hef ég á bak. Og þegar við ætluðum að fara að spyrja hann frekar var hann kominn í dansinn, léttur á fæti. Við heyrðum því fleygt, að þetta væri ekki gott Sæluball því það væru of Kæri Astró. Mig langar dálítið til að kynnast fram- tíðinni. Ég er fædd klukkan tvö að nóttu. Ég hef stundað nám í vetur og mun taka gagnfræðapróf í vor. Ég hef ekki enn hitt mann, sem ég hef hrif- izt alvarlega af. Hvernig verður heilsu- farið, ástamálin og vinnan? Fer ég ein- hvern tíma út fyrir landsteinana? Eign- ast ég mörg börn? Vinsamlegast sleppið öllum tölum og nafni. Sísí. Svar til Sísí. f sambandi við langferðalög þá eru ekki horfur á að mikið verði um slíkt hjá þér, þar eð merki Fiskanna fellur í það hús. Helzt væri um að ræða ein- hverjar stuttar sjóferðir, en hætt er við að slíkar ferðir verði þér ekki til sér- stakrar gleði. Varðandi barneignir þá fellur geisli fimmta hús í merki Bogmannsins, sem venjulega bendir til stórrar fjölskyldu og að sveinbörn verði í meirihluta. Að öðru leyti er þetta merki heppilegt hvað barnalán snertir, heilsufar barnanna og afkomu síðar meir. Heilsufarið fellur undir áhrif Stein- geitarinnar þar eð geisli sjötta húss fell- margir aðkomumenn. Við heyrðum á tal tveggja manna sem sögðu að það mætti sjá að fært væri til Akureyrar. Það skeikaði aldrei að þeir sendu full- trúa sem væru litlir sælumenn. Við veittum þessu ekki athygli því okkur fannst ballið gott og menn skemmtilegir. Við þekktum þá ekki úr sem komu frá nágrannabæjunum. Hins vegar kom okkur til hugar að leggja fram þá til- lögu að Akureyri og Sauðárkrókur taki upp vinabæjastarf. Svo var allt í einu tilkynnt að nú væri síðasti dans og gólfið troðfylltist. Að lokum lét Sigurður þá syngja saman eitt lag og það var tekið vel undir. Næturloftið var svalt fyrir utan. * Yfir lykur glaumur. Þeir héldu áfram að koma í bæinn á laugardag og undir kaffið fór hann að rigna. Þar sem göturnar voru ekki mal- bikaðar myndaðist for og urðu þær leið- inlegar yfirferðar. Við röltum eftir göt- unum í regninu og virtum þá fyrir okk- ur sem leið áttu um. Þeir tóku margir daginn snemma og voru „rykaðir“ og glaðir án þess að vera með ólæti. Við hittum Sigurð Ólafsson á þessu rölti. Hann var klæddur í hestamannauni- form. — Eru góðir hestar hér, Sigurður? — Ég var nú fyrir hálfgerðum von- brigðum. Ég var að líta á tamninga- stöðina þeirra og sá ekki nema einn eða svo sem mig langaði til að eiga. Eitt sinn voru hér beztir hestar á landinu en þeir eru víst horfnir úr héraði. — Er gott að syngja fyrir Skafirð- inga? ur í það. Þetta merki gefur venjulega tilefni til erfiðleika á sviði heilsufarsins á yngri árum, en að eftir því sem á æv- ina líður verða horfur betri á þessu sviði. Aðallega er um að ræða sjúk- dóma, sem stafa út frá kulda, svo sem kvef og ýmsar tegundir lungnasjúk- dóma. Einnig tilhneiging til þunglyndis, sem getur haft skaðleg áhrif á tauga- kerfið og meltingarfærin. Einnig falla ýmsir beinasjúkdómar undir þetta merki. Hvað vinnu áhrærir þá hefurðu tals- verðan metnað til að afkasta meiru held- ur en aðrir. Þú býrð einnig yfir hæfi- leikum til að skipuleggja vinnubrögð þín þannig að viðleitni þín nýtist mjög vel. Þér fellur illa við yfirmenn, sem þú finnur að eru ekki starfi sínu vaxnir við að skipuleggja verkefni og einnig við samstarfsfólk, sem hangir við vinnu sína. Eiginlega væri viturlegast fyrir þig að stunda einhverja atvinnu, þar sem þú ert ekki undir aðra sett, En það kemur í Ijós að svo er ekki, því þó þú innlifir þig af sömu kostgæfni getur algjörlega stjórnað framgangi mála upp á eigin spýtur. Ástamálin falla undir áhrif Boga- — Já, mér fellur það vel. Þeir eru margir góðir söngmenn og fólkið tekur duglega undir við mann. Áðan vatt sér að mér maður og sagðist vera söngbróð- ir minn. Ég áttaði mig ekki fyrst en auðvitað eru allir söngbræður. Hann sagðist reyndar hafa sungið með mér fyrir sunnan og það má vel vera þótt ég muni ekki eftir því. En ég held að Skagfirðingum sé ekki um aðkomu- menn gefið hér til að skemmta, Að minnsta kosti virðist mér þeir vandlát- ir á slíka hluti. — Hvaðan ertu? — Ég er fæddur í Reykjavík, en ætt- aður af Snæfellsnesi. — Hjá vondu fólki? — Já, hjá vondu fólki. Þetta voru bölvaðir ribbaldar og soramenni, og Sig- urður hló. Ég er ættaður úr Mikla- holtshreppnum þar sem séra Árni var prestur. Ættin er skal ég segja ykkur dálítið flókin. Eitt sinn var ég í veizlu og þá var maður að halda ræðu. Ég sagði við sessunaut minn, að ræðumað- urværi hálfbróðir hálfsystur hálfbræðra minna en ekkert skyldur þeim, en frændi minn. Hann hélt ég væri vitlaus og það tók mig langan tíma að útskýra þetta fyrir honum. Það er löng saga og einhvern tíma skal ég segja ykkur hana. Við kvöddum Sigurð og héldum á- fram að rölta um göturnar. Um kvöldið fórum við gagngert í Bifröst til að sjá það sem þeir sögðu okkur að væri merkilegast við Sæluna. Þeir kölluðu það Söngkjallarann. Þeir sögðu, að þar hittust eldri mennimir og hefðu uppi mikinn gleðskap. Þeir elztu Framh. á bls. 32. mannsmerkisins og þar af leiðandi þykir þér gaman af að eiga mörg stefnumót og í hvert skipti innlifarðu þig svo í hlutverk ástmeyjarinnar að álíta mætti að hér væri komin hin eina sanna ást. Stundum bendir þetta merki til þess að fólk giftist maka af annarri trú, kynþætti eða þjóðerni. Geisli sjöunda húss, sem fellur í merki Vatnsberans hefur sérstaklega áhrif á makaval þitt. Venjulega giftist fólk með þessa afstöðu fremur seint og þá er mjög algengt að talsverður aldursmun- ur sé á. Út frá þessari afstöðu bendir margt til þess að tilvonandi maki þinn verði fæddur undir merki Vatnsberans eða á tímabilinu 21. jan. til 10. febr. Áhrifaár í ástamálunum verður nítjánda aldursárið hjá þér og undir þrítugsald- urinn. ★ fXlKI NN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.