Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI „Þetta tæki sparar þér mikinn tíma, félagi,“ hrópaði Hugsuðurinn. „Það er alveg yndislegt.“ „Hlífið mér við sölumannskjaftæði yðar,“ sagði Jollipop kulda- lega, „og svo er ég ekki félagi yðar.“ „Eins og þú skipar, Jolliroll," sagði Hugsuðurinn. „Haltu í það, ég ætla að setja það í samband.“ „Ég vona að það vinni eitthvað gagn,“ sagði Panda við sjálfan sig, „uppfinn- ingar Tomma eru svo sérstæðar." „Þarna fer það af stað,“ hrópaði Hugsuðurinn. „Nú sérðu, hvernig þú flýgur alveg í gegnum vinnuna.“ Já, flýgur, það var orð að sönnu. Og áður en þjónninn vissi af, var hann á fleygi ferð um stofuna á eftir maskínunni. Hugsuðurinn fylgdist með áhuga á flugi þjónsins. „Ég held ég viti, hvað er að núna,“ muldraði hann núna, „kústarnir ganga of hratt.“ „Gerðu eitthvað,“ hróp- aði Panda, „taktu þessa maskínu úr sambandi." „Allt í lagi, allt í lagi,“ svaraði Hugsuðurinn og gekk að rofanum. En einmitt þá heyrðist mikið brothljóð og Jollipop flaug út um gluggann. „Ekki nógu gott,“ sagði Hugsuðurinn, „þegar svona óvænt atvik koma fyrir.“ En þá flaug hann sjálfur út um gluggann. Hann hafði haldið í snúruna. Panda kom einmitt út að glugganum, þegar þeir Jollipop og Hugsuðurinn lentu í blómabeði út í garði. „Þér eruð viðbjóður,“ sagði Jollipop við Hugsuðinn „og ekki nóg með það þá skortir yður ábyrgðartilfinn- ingu.“ „Æ, vertu nú ekki svona reiður, Rallihop,“ svaraði Hugsuðurinn, „ég skal reyna eitthvað annað.“ „Nafn mitt er ekki Rallihop," svaraði þjónninn virðu- lega og stóð á fætur. „Og ég hef ákveðið að verða ekki fórnardýr tryllitækja. Ég er farinn.“ „Jollipop“, hrópaði Panda í örvæntingu. En í þetta skipti var ekki hægt að telja honum hughvarf. 14 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.