Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 10
* Ekkert hik, á öllu kvik. Flugvélin lenti á Króknum um sex- leytið á föstudag í góðu veðri. Þegar við gengum gegn um bæinn veittum við því athygli, að bílar voru víða aðkomn- ir. Ekki aðeins úr Húnavatnssýslu og af Akureyri heldur og sunnan af Mýrum og úr Reykjavík og austan úr Þingeyjar- sýslum. Það var því mikil umferð á göt- unum og fyrir framan Bifröst, félags- heimilið, var mikill fjöldi bíla og út til okkar ómaði söngur. Seinna fréttum við að Karlakór Akureyrar hefði verið að syngja þar á þeirri stundu. Pétur Helgason á Hótel Villa Nóva sagði okkur, að óvenju mannmargt væri í bænum enda góð færð. Þetta mundi setja svip sinn á sæluna. Þegar við snæddum kvöldverð, sátum við til borðs með ungum mönnum sem sögð- ust vera af Akranesi. Þeir sögðust vera í Iðnskólanum þar og á sinni árlegu skemmtiferð. Þeir voru kátir og gönt- uðust við fraukuna þegar hún bar á borðið, en hún var ófeimin að svara fyrir sig. Eftir matinn gengum við inn eftir Að- algötunni. Það voru margir á ferli en þeir virtust ekki vera komnir með Sæluvikusvipinn, enda ekki langt liðið á Kvöidið. Um daginn voru hér mildar jarðhræringar og þá sögðu sunnlend- ingar, að nú væru Skagfirðingar komnir í ,,kippinn“ enda stutt í Sæluna. Við fórum bakdyramegin inn í Bif- röst og niður í búningsherbergin til þeirra í Leikfélaginu. Þeir voru í óða önn að undirbúa sýningu á Fjalla-Ey- vindi, voru komnir í búningana og að bera framan í sig farðann. Karlmenn- irnir voru skeggjaðir og mikilúðlegir sumir í gerfunum og þetta minnti okk- ur á söguna af manninum, sem hafði sofnað út frá brjóstbirtu sinni heima , þegar jarðskjálftarnir skullu á. Hann vaknaði við hamfarirnar og rauk út — með afganginn af glaðningunni í hend- inni. Þá mætti hann þeim úr Leikfélag- < inu og hélt sig kominn á fund löngu lið- inna forfeðra sinna, en þar sem þetta var kjarkmaður mikill, þá brá honum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.