Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 24
pliaedra Þriðji hluti framhaldssögu eftir Yael Lotan. Sagan hefur veriS kvik- mynduð og fer myndin nú sigurför um heiminn. Hún verður sýnd í TÖNABfÖI strax og sögunm lýkur hér í FÁLKANUM. Titilhlutverk- ið leikur hin fræga leikkona, Mehna Mercouri. Aðrir aðalleikendur eru Anthony Perkins (Alexis) og Ralf Vallone (Thanos). Leikstjóri er Jules Dassm. Búðarmaðurinn starði á hann, og Al- exis útskýrði alvarlegur, að orðið þýddi „Þakka yður fyrir“ á grísku. Búðar- maðurinn sagði: „Jæja, þetta er gríska fyrir mig!“ og hló ánægður að sjálfs síns fyndni. Upp frá þessu varð Alexis kátari og kátari. Hann fór með mig á krá, og þar, í illa þefandi og hávaðasömu horni, sagði hann mér, að móðir hans vildi ekki leyfa Thanosi að kenna sér grísku. „Hún heldur, að Grikkir séu villimenn." „Hvar er móðir þín núna?“ spurði ég, og á þessari stund öfundaði ég hana. Ég öfundaði þekkingu hennar á þessum undarlega og elskulega unga manni .... „í Hong Kong,“ svaraði hann með illgirnislegu glotti. „Maður hennar er í utanríkisþjónustunni.“ „Líkar þér við hann?“ „Hann er hræddur við mig. Kemur fram við mig eins og ég geti sprungið á hverju augnabliki. Þú kannast við manngerðina: Tannburstaskegg, lín- sterkja í beinunum og vatn í blóðinu — þótt það sé mjög blátt — og hefur ekki mikið að segja.“ „Þér hlýtur að hafa þótt mjög vænt um hana,“ sagði ég og hafði engan áhuga á þessum skuggalega eiginmanni, sem var Alexis ókunnugur. „Þú hlýtur að hafa hatað mig mjög mikið.“ Hann hló glaðlega, eins og hugmynd- in væri fjarstæða. Tennur hans voru sléttar og mjög hvítar og það var eitt- hvað grunsamlega líkt spékoppi í kinn hans, þegar hann hló. „Þú veizt, hversu óþolinmóð og þröngsýn börn eru. En nú veit ég, að hjónaband þeirra var vit- leysa. Hún er of ensk — og köld. Var- kár. Þú ert rétti kvenmaðurinn fyrir föður minn.“ Ég reyndi að brosa vingjarnlega, en mistókst það. Sú tilgáta, að ég væri rl'tti kvcnmaðurinn handa Thano,si, virt- ist rnár skyndilega móðgandi. Það hafði verið sagt svo oft, og ég vissi, að það var satt. Ég svaraði alltaf: „Nei, það sem þú meinar er, að hann er rétti eiginmaðurinn fyrir mig.“ .... Nú var ég særð. Þessi athugasemd, sem kom frá Alexis, gerði mig gamla og vísaði mér til sætis langt frá honum. Ég sagði: „Þú átt mikið af vinum hér.“ „Ó, hundruð. Góða vini.“ „Stúlkur?“ Þetta datt út úr mér áður en ég gat stöðvað það. Mig grunaði, að hann héldi, að ég væri að njósna fyrir föður hans. Hann setti upp ástleitinn svip. „Já,“ sagði hann með hálflokuð augu. „Eina, eina fallega, stórkostlega stúlku.“ Ég varð hrædd. Kvölin, sem orð hans ollu mér, var greinileg. „Þetta getur gert hlutina flóknari. Faðir þinn veit ekki um hana,“ sagði ég. Ég hataði hlutverk mitt, hina móð- urlegu umhyggju í garð manns, sem var tæplega tíu árum yngri en ég. „Þú segir honum það,“ ,sagði hann við mig, og það kom kýmnisglampi í aug- un á honum, en andlit hans var ann- ars alvarlegt. „Þú hittir hana núna.“ „Núna?“ sagði ég og mig hryllti hálf- partinn við að hitta hana. Hún yrði áreiðanlega tortryggin í minn garð. „Já, núna,“ sagði hann og andlit hans ljómaði yfir hugmyndinni. „Hvers vegna ekki?“ „Ekki á þessum skóm,“ sagði ég. „Hún mun ekki einu sinni taka eftir þeim. Viltu ekki gera það fyrir mig að koma og hitta stúlkuna?“ Ég leit á hendur hans, sem hvíldu á borðinu, sterklegar, vel hirtar, dökk- leitar eins og hendur föður hans. Mér leizt vel á þær. Það var yfir þeim ein- hver róisemi, sem ég kunni svo vel við. Við yfirgáfum krána og gengum um stund þegjandi. Ég sagði við sjálfa mig, að ég yrði að vera róleg og virðuleg, en samt hlýleg í viðmóti við stúlkuna hans. Ég leit á Alexis og sá, að hann undir- bjó fund okkar. Hann hélt á kassanum með skónum mínum í. Allt í kringum okkur var iðandi mannhaf, fólk á leið heim úr vinnu sinni. Roskinn herramað- ur gekk á undan okkur, hægt og leti- lega og sveiflaði göngustafnum öðru hverju. Það var ekki unnt að komast fram hjá honum. Mér hefur alltaf liðið illa í mannþröng. „Hérna,“ sagði Alexis skyndilega og stanzaði. Ég leit í kringum mig og gat ekki séð neitt nema búðardyr. Hann leiddi mig að stórum glugga, og þarna stóð „hún“ — rauður sportbíll, gljáandi og tilbúinn að þjóta af stað. „Þarna er stúlkan mín,“ sagði hann og benti. Hann leit á mig og við hlógum bæði, — ég af feginleik, og hann af gleði yfir undr- un minni. — Alexis var hærri en Tha- nos, og mér fannst ég lítil á flatbotna skónum við hliðina á honum. Ég var mjög fegin, og ég brosti til hans. MUg langaði til að kyssa hann á kinnina. En hann hafði ekki augun af „elsk- unni“ sinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.