Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 17
i ELDLINU HEIMSSTYRJALDAR 500 mílur í steypufluginu. Það var Þviknað í vögnunum eftir sprengjur félaga minna. Líklega hefur þetta verið benzín sem var í vögnunum. Mér tókst að íá vagnana í sigti, lét sprengurnar fara og' byrjaði að ná flugvélinni út úr steypufluginu. Það tókst von bráðar án þess að ég fengi „black out“ (sortnaði fyrir augum þegar flugvélin er að rétta af) og byrjaði að klifra upp í níu þús. fet. Við vorum rétt búnir að fylkja þegar fjórar „Focker-Wolf 190“ flugu fyrir neðan okkur og við Gulir fengum fyrirskipun um að elta þá og héldum fjórir saman á eftir þeim með fullri benzíngjöf. Það var farið að draga saman og þeir voru næstum komnir í skotmál þegar mér varð allt í einu litið til vinstri og sá heilan flokk óvinaflug- véla steypa sér yfir okkur. Ég kallaði Þorsteinn við orustuflugvélina. til hinna að það væru óvinir í klukkan níu stefnu og sagði „við beygjum til vinstri“ á móti þeim. Næstu mínútum var ómögulegt að lýsa. Þeir voru að minnsta kosti tuttugu gegn okkur fjórum, svo þetta hefði átt að verða þeim auðunnið tafl. Mér fannst að hvert sem ég leit væru hakakrossar og svart- ir krossar en einstaka sinnum brá fyrir flugvél einhvers hinna þriggja félaga minna. Þetta var loftorrusta eins og þær gerðust harðastar. Flugvélarnar fóru upp og niður, í hringi og ótrúlegar beygjur. Ég varð að hafa mig allan við til þess að láta þá ekki komast aftan að mér og stundum þegar ég var að ná einhverjum í sigti, varð ég að taka skarpa beygju eða hörfa frá á annan hátt til þess að forða óförum. Hugsan- irnar þjóta gegnum höfuðið með leiftur- hraða og ég man að ég þakkaði guði að ég var á Mustangflugvél sem var snarari í snúningum en þeirra flugvélar. Eg veit ekki hve lengi þessi orrusta stóð en mig var farið að svima og ég kenndi þreytu af að snúast svona í eilífum hringjum. Reiðin sauð í manni í garð þessara óvina, sem aðeins þorðu að leggja til orrustu þegar þeir höfðu margfalt meiri liðsstyrk. Allt í einu kviknaði í Mustangflugvél upp yfir mér. Ég missti sjónar af henni nokkur augna- Framh. á bls. 36. Um hverja orustuflugvél voru þrír, — flugmaðurinn og tveir viðgerðarmenn. Annar þeirra hugsaði um hreyfilinn, en hinn um aðra hluta vélarinnar. Á myndinni eru Þorsteinn og vélmennirnir hans, — og allir í góðu skapi, en glað- vætu var aðalsmerki R.A.F., Brezka flughersins í heimsstyrjöldinni þótt oft syrti í álinn. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.