Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 21
ur. Stórkaupmaður nokkur, Antonio Barezzi frétti af piltinum og bauð honum stöðu við fyrirtæki sitt. Enn- fremur sá hann svo um, að honum yrði kennd latína og gríska, en organistinn við dómkirkjuna sagði honum til í tónlistinni. Gæfan virtist nú brosa við Giu- seppi Verdi; kaupmaðurinn Barezzi tók hann alveg upp á sína arma. Hann var orðinn sem einn af fjöl- skyldunni. Hann las fagran skáld- skap með dóttur Barezzi og saman léku þau á slaghörpuna, sem nýlega hafði verið keypt frá Sviss. — Þegar Guiseppi Verdi var fullra 18 ára, réðu velunnarar honum eindregið að fara á konservatorið í Milanó. Hann hafði fengið vilyrði fyrir styrkveitingu úr sjóði, sem stofnað- ur var til stuðnings fátækum lista- mönnum. Síðan iagði hann af stað til háborgar tónlistarinnar, með nesti og nýja skó. Hann sótti um inngöngu, en áður en honum var hleypt inn í sjálft musterið, varð hann að þreyta inntökupróf. En þeir háu herrar, sem þar réðu húsum, kunnu ekki að meta gáfur hans og felldu hann á prófinu. — Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, að þeir viður- kenndu þessi mistök sín og skírðu tónlistarskólann upp. Eftir það hét hann Verdi konservatorium. Verdi var niðurbrotinn maður; þetta var mesta áfallið, sem hafði orðið á vegi hans hingað til. En vinir hans höfðu ekki snúið við honum baki.Organistinn við dómkirkjuna í Busseto var enn sannfærður um, að pilturinn væri óvenjulegum tónlist- argáfum gæddur, þótt þeir háu herr- ar í Milanó hefðu fellt hann á inn- tökuprófinu. Barezzi stórkaupmaður trúði enn á hann og bæjarstjórnin bauð honum stöðu sem stjórnanda hljómsveitar bæjarins. Síðast en ekki sízt var það honum mikill styrkur, að dóttir Barezzi, Marherita, sem hann ann, trúði á hann og vildi gift- ast honum. Og þegar hún var ný- orðin 22 ára, giftu þau sig og héldu til Milanó. Þar ætluðu þau að eyða hveitibrauðsdögunum. Þar ætlaði Giuseppi Verdi að freista gæfunnar i annað sinn. Tónlistin var hin andlega fæða ítalanna. Óperurnar voru þeirra líf og yndi. Sérhver maður átti sér sinn eftirlætis söngvara, sitt eftirlætis tón- skáld og hafði að sjálfsögðu dálæti á einum stjórnanda innan La Scala, enda voru þar saman komnir á þess- um tímum frægustu og beztu tón- listarmenn álfunnar. Allir kepptust þeir við að gera fólkinu til hæfis og forstjórar óperunnar leituðust við að færa upp nýjar óperur á hverju ári. Árið 1836 spreytti Verdi sig við fyrstu óperuna. Hann samdi óperu, sem nefndist Oberto. Reyndi hann að koma henni á framfæri við Merelli, mann þann sem valdi verk til flutn- ings á La Scala. Það var enginn hægðarleikur að öðlast hylli hans eða fá hann til að taka verk sín til flutnings, enda var maðurinn umset- inn af listamönnum, sem náttúrlega vildu allir verða frægir og ríkir. Giuseppi Verdi tókst ekki að vekja áhuga þessa Merellis á verki sínu og neyddist hann því að snúa sér að öðru. Hann vann því fyrir sér og Framh. á bls. 38. FÁLKINN bregður sér á æfingu á II Trova- tore og nfjar upp fyrir lesendum sínum nokkra þætti úr ævi tónskáldsins Giuseppi Verdi. Ingeborg Kjellegren og Guðmundur Guðjónsson í hlutverkum sínum. (Til hægri). Leikstjórinn, Lars Rön- sted hor-fir yfir salinn. (Efst til vinstri). Svipmynd af einu atrið- anna úr leiknum. Á myndinni sjást Ingeborg Kjellegren og Svala Niel- sen í hlutverkum sínum. (Til vinstri).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.