Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 30
Mánaðardagurinn var 25. marz kl. 12.30, og vitni voru: Albert Pike verzlunar- maður og Jessie Pike gift kona. „Þetta er allt löglegt,“ sagði ég undr- andi. „Að því er ég bezt veit, þá eru engin lög gegn því að rita erfðaskrá með ósýnilegu bleki. Meining arfleiðandans er greinileg, og sá sem nýtur góðs af er eini lifandi ættinginn. En hann var framúrskarandi kænn, hann sá fyrir hvert það skref, sem ég bannsettur aul- inn tók. Hann útvegar 2 eyðublöð læt- ur þjónustufólkið skrifa tvisvar undir, síðan þýtur hann út með erfðaskrána skrifaða innan á litla umslagið og ósýni- legu blekblönduna í sjálfblekungnum. Undir einhverju yfirskyni fær hann kaupmanninn og konu hans til þess að skrifa undir þar sem hans nafn er, og festir síðan umslagið við lykilinn að skrifborðinu. Ef frænka hans sér við þessum brögðum hans, þá hefur hún fyllilega réttlætt sinn málstað, og á þessvegna að njóta eignanna með ánægju frá hans hendi. ,.Hún sá ekki við brögðum hans,“ bætti ég við rólega. „f raun og veru vann gamli maðurinn.“ „Nei, Hastings, það ert þú sem hefur rangt fyrir þér. Miss Marsh sannaði gáfur sínar og ágæti menntunar sinnar með því að fela mér málið. Notið ætíð sérfræðinginn. Hún hefur fyllilega sann- að rétt sinn til peninganna." Eg efa,-----ég efa mjög, að Andrew gamli hefði verið á sömu skoðun. Kvenþjóðin Framhald af bls. 26. Langatöng: 9 1. frá handarbaki og 9 1. frá lófa, takið upp 4 1. við vísifingur og fitjið upp 4 1. við baugfingur. Prjón- ið 9 Vz—10 cm., fellt af eins og á vísi- fingri. Baugfingur: 8 1. frá handarbaki og 8 1. frá lófa, takið upp 4 1. við löngutöng og fitjið upp 4 1. við litlafingur. Prjónið 9—9V2 cm. Fellt af eins og áður. Litlifingur: 7 1. frá handarbaki og 7 1. frá lófa, takið upp 4 1. við baugfingur. Prjónið 8—81/2 cm. Fellt af. Þumalfingur: 14 1. frá fleygnum + 8 1., sem teknar eru upp að innan- verðu. Prjónið 8 cm. Fellt af. Prjónið vinstri hanzkann eins. Snyrting Burstið allan líkaman, þó ekki brjóst og háls. Þvoið síðan yfir hann með mjúkum svampi svo vel freyði. Burstið tærnar vel með naglabursta og fjarlægið öll herzli og gerið svo æf- ingar með öklunum. Hreyfið þá tíu sinum í hring í báðar áttir; grennir og liðkar. Einnig er gott að nudda t. d. mjaðm ir, handleggi og læri undir yfirborði vatnsins; styrkir vöðvana. Að öllu þessu loknu er sjálfsagt að teygja úr sér og slaka á öllum vöðvum í 1—2 mínútur og farið svo í kalda sturtu, áður en stígið er upp úr baðker- inu. Þerrið yður vel með þó ekki of mjúku handklæði. Sé hörundið ekki þurrt er hressandi að bera á sig Kölnarvatn og talkum. Munið að bera handáburð á hendur, olnboga,, hné og hæla. Nú eru neglurn- ar á tánum mjúkar og því rétti tíminn að snyrta þær til. Sæluvika Framh. af bls. 13. — Nú eins og hjá öllum heilbrigðum karlmönnum, þá náttúrlega kvenfólk, en það hefur nú gengið hneykslislaust fyrir sig, og svo auðvitað hestar. Dansinn hófst ekki fyrr en hálf tólf um kvöldið og byrjaði í Alþýðuhúsinu. Þá var komin mikil umferð á göturnar bæði af farartækjum og eins gangandi og víða sungið. Fyrir utan húsið var kominn allstór hópur og talsverður umtroðningur, því mönnum lá á inn í sæluna. Hljómsveitin var farin að leika og menn fljótir í dansinn eftir að inn var komið. Fram á salerni heyrð- Árgangurinn kostar 75.00 krónur. Kemur út einu sinni í mánuði. ÆSKAN er stærsta og ódýrasta barnablaðið. — Flytur fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga, svo sem skemmtilegar framhaldssögur, smásögur, fræðandi greinar og margs konar þætti og mynda- sögur. Síðasti árgangur var 300 síður með um 600 myndum. Allir þeir, sem gerast nýir kaupendur að ÆSKUNNI fá síðasta jólablað í kaupbæti. Gerizt áskrifendur að ÆSKUNNI. Greiðsla þarf að fylgja áskrift. Ekkert barnaheimili getur verið án ÆSKUNNAR. Afgreiðsla í Kirkjuhvoli, Reykjavík, Pósthólf 14. 30 FÁLKINN ist sungið margraddað um mann sem skildi sína mey eftir í Mexikó. Aðallega virtist þetta vera unga fólkið. Þegar við gengum út tókum við Gunn- ar Þórðarson lögreglumann tali. — Er lítið um slagsmál hér? — Já, svoleiðis heyrir til undantekn- inga. Heimamenn eru ekki gefnir fyrir handalögmál. Það eru helzt aðkomu- menn sem bregða því fyrir sig. Þeir þekkja ekki þetta Sæluvikuandrúms- loft. — En fyrir itan sæluna? — Nei, menn fara hér á ball til að skemmta sér en ekki til að slást. Þeir vita að þeir mega syngja og vera með gleðskap að vissu marki. — Er Grjót hér? — Já, við höfum Grjót hér. Svo gengum við inn eftir aðalgötunni aftur og fundum að nú var Sælan byrj- uð og viðeigandi andrúmsloft komið í staðinn. Hjá kirkjunni mættum við manni sem sennilega vildi gefa okkur sjúss. Það kalla þeir Skudda. Við neit- uðum sjússinum og hann bað okkur að íhuga málið betur, — lífið væri stutt og Sælan stæði ekki lengi yfir. — Nei takk. — Eruð þið templarar? — Nei. — Aðkomumenn? — Já, að sunnan. — Og hvað eruð þið að gera hér á Sælunni ef þið viljið ekki Skudda. — Við erum frá blaði að taka myndir. — Blaðamenn og viljið ekki Skudda. Er nema von að blöðin séu léleg. Hann gekk út götuna og söng hárri röddu: Því skagfirzkt blóð er í þeim öllum sem elska fljóð og drekka vín. Svo gengum við okkar veg. Við sögðum í upphafi, að Skagfirð- ingar væru skemmtilegir menn og við það getum við staðið enn. Hitt má segja um Skagfirðinga og kannski alla landsmenn, að þeir eru leiðinlegir í bið- röðum. Þeir raða sér ekki í röð heldur hnappa sig eins og hestar. Það urðum við áþreifanlega varir við þegar inn að Bifröst kom. Hafi verið fjöldi fyrir utan Alþýðuhúsið þá var tröð fyrir ut- an Bifröst. Og það tók okkur langan tíma að komast gegnum þvöguna og inn, enda ljósmyndarinn með tækin fram- an á sér og talsverður fyrirferðar. Inni var húsið fullsett. Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar var farin að leika og dansgólfið þétt skipað og fólkið ið- aði eins og maurar. Sigurður Ólafsson söng með hljómsveitinni og hann þurfti ekki mikið að hvetja menn til að taka undir. Það var komið mikið fjör í ball- ið hjá þeim. Þetta var góð hljómsveit og tók sér ekki hlé og spilaði ekki í syrpum, heldur viðstöðulaust. Það var galsi í mönnum og þegar þeir hittu vini sína fóru þeir að galsast við þá. Þeir föðmuðust og sögðu blessaður vin- ur og gaman að sjá þig, kominn í Sæl- una og svo klöppuðu þeir á axlir hvers annars. Eða þá þeir tókust á í góðu. — Hvað segir Handanvillingurinn? sagði annar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.