Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.05.1963, Blaðsíða 13
maður hér, en tjöldin hans hafa þótt mjög góð. — Fáið þið búningana að sunnan? — Já, Þjóðleikhúsið lánaði okkur búningana. Það hefur jafnan verið gott að leita til þeirra og eins Leikfélags Reykjavíkur. Þessir aðilar hafa veitt okkur ómetanlega aðstoð. — Þið þurfið að vera fljótir að skipta um svið? — Já, það má ekki taka langan tíma. Hér er alltaf eitthvað á senunni. Áður var kórsöngur og strax og sýning er úíi í kvöld, tekur dansinn við. Við gægðumst fram í salinn og þótt enn væru tíu mínútur til sýningar var hann fullsetinn að mestu. Við stöldr- ím þarna góða stund og gengum síðan út. Enn hafði bætzt við á göturnar og e'nhvers staðar heyrðum við sungið, en greindum ekki textann. Við gengum Eitt skemmtilegasta fyrirbrigði Sælu- vikunnar er hinn svokallaði „Söngkjall- ari“. Þar koma menn saman til þess að syngja og er oft lagið tekið hraust- lega. Á þessari opnu sjáum við svip- myndir úr kjaliaranum. Á myndinni hér að ofan er Magnús Gíslason skáld á Vöglum. Þar við hliðina evu Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður, og Þorsteinn Matthíasson, skólastjóri á Blönduósi, og frúr þeirra. Neðst í horn- inu til vinstri er kunnuglegt andlit: „Simmi á barnum“. út aðalgötuna og að Alþýðuhúsinu, en þar var að hefjast revyusýning. Menn hnöppuðu sig í anddyrinu við miðasöl- una og það var erfitt að komast inn. Heldur þótti okkur þetta léleg sýn- ing efnislega og má vera að ókunnug- leiki okkar á efninu hafi valdið þar einhverju um. Aftur á móti gerðu sum- ir leikendurnir vel. Þarna lék einnig Hljómsveit Ólafs Gauks, sem var á staðnum ásamt Pétri Péturssyni. Eftir sýninguna ræddi Pétur við nokkra við- stadda og minnisstæður var okkur aldr- aður maður sem hann ræddi við. Sá aldraði kvaðst heita Jón og vera Skag- firðingur. Ekki vildi hann gefa mikið út á ævintýri liðinna daga sem hann hvað hafa verið góða og gleðiríka. Að- spurður kvaðst hann hafa orkt vísur og fór með þrjár góðar. — Og helztu áhugamálin, spurði Pét- ur. Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.