Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Page 34

Fálkinn - 09.12.1963, Page 34
JðiAMATUR Eftir Kristjönu Steingrímsdóttur húsmæðrakennara O.FL ámmm Marsipan. Vt kg. marsipandeig. 250—500 g. flórsykur. Það borgar sig að kaupa beztu tegund af marsipan- deigi. Það getur tekið á móti meira magni af sykri án þess að verða þurrt og leiðiri- legt. Hnoðið deigið með sálduðum flórsykri og auk þess má bæta í það bragð- efni og lit að vild, t. d. kakao, kaffidufti, vanillu, rommi, koníaki, sítrónusafa. Hjúpsúkkulaði. Hjúpsúkkulaði er brotið smátt og brætt yfir gufu. Það má ekki ofhitna (30— 35° C), þá verður það grátt, þegar það storknar á ný. Setja má nokkra dropa af olíu út i súkkulaðið, svo að gljái betur. Hvorki vatn né gufa má komast að súkkulað- inu, þá verður það kornótt og grátt. Stingið konfektinu ofan í súkkulaðið með prjóni, strjúkið af því og látið það þorna á smurðum pappir á köldum stað, þó ekki í drag- súgi. Marsipan er hægt að nota á ýmsa vegu. Hér eru nokkrar tillögur; Fyllið steinlausar sveskj- ur eða döðlur með marsipan- bíta, velt upp úr grófum sykri. Blandið söxuðum hnetu- kjörnum saman við marsi- pan, hulið með súkkulaði. Blandið rifnum appelsínu- berki saman við marsipan, búið til litlar kúlur, þrýstið hesiihnetu ofan í hverja kúlu. Fletjið' marsipan út, leggið ofan á þunnar sneiðar af nougat, mjúkum, vafið sam- an eins og rúlluterta. Þrýst vel saman. Skorið í bita. Mótið marsipan í rúllu, hyljið rúlluna með súkku- laði. Skreytt t. d. með val hnetukjörnum eða bundið rautt band um. Ömniukúlur. 200 g. suðusúkkulaði. 100 g. sætar möndlur. t 10 bitar möndlur. % egg, hrátt. 1 msk. vatn. Grófur sykur. Flysjið möndlurnar og saxið þser i möndlukvörn. Súkkulaðið rifið fínt, bland- að saman við möndlurnar. Hrært vel með egginu og vatni. Látið bíða um 1 klst. Mótaðar kúlur milli hand- anna, velt upp úr grófum sykri. Látnar þorna á köku- grind. Negrakossar. 4 dl. flórsykur. 1 dl. vatn. 1 tsk. edik. 15 dropar piparmyntuolía. Brætt súkkulaði. Sykur, vatn og edik látið i pott, soðið 2—3 mínútur. (Sé örlitið látið milli tveggja Framhald 6 bls. 56. Hamborgarhryggur í sykurhjúpi. 1 kg. Hamborgarhryggur. Vatn. 60 g. púðursykur. 35 g. smjör. Sósa: 1 ds. niðursoðnir sveppir. 50 gr. smjör. 1 litill laukur. 4 dl. soð + rauðvín. 1—2 msk. hveiti. Salt, pipar. Hamborgarhryggurinn soð- inn við vægan hita í ósöltuðu vatni í Vi—% klst. Hryggur- inn tekinn upp úr, himnan flegin utan af, settur í eld- fast mót eða ofnskúffu, feita hliðin snúi upp. Sykrinu jafnað yfir hrygginn, þrýst vel ofan á. Smjörið látið í bitum ofan á. Sett inn í vel heitan ofn 250° við meiri yfirhita. Eftir um 15 minút- ur er sykurinn bráðinn og brúnaðúr, gætið þess að hann brenni ekki. Kjötið borið fram með allskyns soðnu grænmeti, brúnuðum kartöflum og sveppasósu: Sveppirnir skornir smátt, brúnaðir í smjörlíkinu ásamt smátt söxuðum lauknum. Rauð- víninu, sveppasoðinu og kjötsoði hellt i pottinn. Lát- ið krauma undir loki i 5—10 mínútur. Sósan jöfnuð með 1 msk. af hveiti. Kryddað. • 'j. Hangikjötsbúðingur. 250 g. soðið hangikjöt. 1 saxaður laukur. Soðið bl. grænmeti. 4 egg. 1 tsk. hveiti. 4 dl. rjómabland. Salt, pipar. 1 msk. smjör. Hangikjötið skorið smátt. Sett í lögum ásamt lauk og grænmeti í smurt, eldfast mót. Eggin þeytt með hveiti og rjómablandi, krydduð. Hellt í mótið. Smjörbitum dreift yfir. Bakað við 225° í 45 minútur. Borðað með hrærðu smjöri, sem kryddað er með sítrónusafa og sinn- epi. Steiktar rjúpur. 3—4 rjúpur. 50 g. flesk. 50 g. smjör. 2 dl. soðið vatn. 2(4 dl. soðin mjólk. Sósa: 30 g. smjörlíki. 30 g. hveiti. Rjúpnasoðið. Sósulitur. Ribsberjahlaup. 3—4 msk. þeyttur rjómi. Lappir, stél og vængir eru skornir af rjúpunum, því FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.