Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Side 6

Fálkinn - 23.08.1965, Side 6
„Smám saman leysist líkið í sundur. Holdið grotnar, út- limir losna frá kroppnum. En beinin haldast lengi. „Rotnunarloftið frá líkinu smýgur upp um jarðveginn eða skolast burt með jarðvatninu. Holdið ummyndast aðailega í kolsýru og vatn auk steinefna. Rotnun og sundurlausn líkam- ans verður fyrir áhrif gerla og sveppa og jafnvel smákvikinda í moldinni. „Að eigin sjón og reynd finnst mér sem hver maður gæti þolað að horfa inn í ofn meðan brennsla fer fram. En það væri frámunalegur ruddaskapur að bjóða nokkrum nákomnum manni að líta i kistu sem tekin er upp úr kirkjugarðinum. „Sumum kann í fljótu bragði að virðast það lítil ræktarsemi að stinga látnum vini eða vandamanni inn í ofn eftir andlátið í stað þess að grafa hann í skrautlegri kistu og fína til leiðið með venjulegum hætti. Láta svo þann framliðna hvíla í .heilagri grafarró’. En ekki ætti að þurfa mikla þekkingu eða íhugun til að skilja, að þótt blóm og legsteinar kunni að prýða leiðið, er sá maður sem undir því hvílir, í hroðalegu rotnunarástandi. Ef þeir sem eftir lifa og sakna hins dána, sæju hann í kistunni nokkurn tíma eftir greftrunina, myndu þeir hiklaust fremur kjósa, að líkið hefði verið brennt.“ OG hann lýsti líkbrennslunni fyrir áheyrendum sínum. „Jarðsetningu fylgir úldnun og óþverraskapur,“ sagði hann. „En núlifandi kynslóð ann birtu og hreinlæti og mun skilja, að á bálstofunni fer fram rækilegasta, þokkalegasta og göfugasta eyðing hins látna manns. „Ofninn er hlaðinn úr eldföstum steini. Hefur hann að geyma sérstakan múrklefa þar sem kistunni er ætlað rúm meðan líkið brennur, en auk þess liggja sérstök loftgöng um ofninn er hita má upp frá eldstæðinu. Eldstæðið þar sem kynd- ingin fer fram, má eftir vild setja í samband við klefann þar sem líkið brennur, eða skilja þar á milli. Hitnar þá kistuklef- inn og göng þau sem liggja um ofninn. Þegar ofninn er orð- inn nægilega heitur er eldstæðið tekið úr sambandi, en úti- loft látið sogast inn í hina mjög heitu múrganga og veitt þaðan inn í klefann þar sem kistan stendur. Hitastigið er hæfilegt 900—1000° C. í þessu heita lofti brennur þá kista og lík. Eins og lýst hefur verið, er ekki kynt undir sjálfri kistunni; kola- reyknum er veitt aðra leið, en innstreymandi heitt tært úti- loft leikur um hinn látna sem þannig eyðist með svo hreinlegu og rækilegu móti sem orðið getur. Hin bjarta, glóandi múr- hvelfing er glæsilegur tortímingarstaður.“ (Nú er farið að nota rafmagn í stað kola til hitunar loftsins í líkbrennsluofnum.) UÐMUNDUR BJÖRNSSON landlæknir var ekki síður skorinorður. „Það er ekki til nema ein sómasamleg, heiðar- leg og vitiborin meðferð á andvana líkamsleifum látins ást- vinar,“ skrifaði hann i Skirni um bálfarir, „og hún er sú að verja þær, verja líkið viðbjóði ýldu og rotnunar með því að brenna það sem allra fljótast eftir andlátið.11 Og síðar komst hann svo að orði: „Útfararsiðir hafa tekið stórfelldum breytingum á umliðnum öldum og eru einlægt að breytast. En þeir hafa ávailt verið og verða víst alla tíð til- finningamál, tízkumál og að sumu leyti tildursmál. Hér veltur þess vegna allt á því að skapa nýja tízku, holla og heilbrigða, veglega, en þó tildurlausa og íburðarlausa, samboðna erfiði lífsins og alvöru dauðans. „Þess vegna eiga hinar þokkalegu, hreinlegu og hátíðlegu, en þó látlausu og ódýru bálfarir að komast í tízku í stað hinna ógeðslegu og afardýru jarðarfara. Því ógeðslegt er það að grafa lík ástvina sinna niður í jörðina og láta Þau sundrast þar í viðbjóði ýldu og rotnunar — hversu dýrar sem umbúðirnar eru. „Við læknar viljum vinna að þessum útfarasiðabótum. Og það vilja okkar góðu prestar líka. „En hvað eigum við að láta þetta dragast lengi?“ ETTA skrifaði hann í 'apríl 1929, og síðan hefur ýmislegt breytzt, þar á meðal hinn gífurlegi útfararkostnaður sem áður var eitt þyngsta áhyggjuefni margra manna, en nú hefur Framh. á bls. 25. 6 fXikinn

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.