Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Síða 8

Fálkinn - 23.08.1965, Síða 8
ÁSMUNDUR EIRÍKSSON forstöðumaður Fíladelfíu: Spurningin er alvarleg og verð allrar íhugunar. Fyrst af öllu vil ég benda á, að greftr- unin en ekki líkbrennslan hef- ur fylgt í spor Guðs opinber- unar gegnum allar aldir. Því virðist rökrétt að álykta, að það sé meir eftir vilja Guðs og ráði að greftra lík en brenna. Með Abraham og forfeðrun- um hefst Guðs opinberun í því ljósi, sem hin mannlega hlið í henni verður okkur meira þekkt og skiljanleg. For- feðurnir viðhafa allir greftrun og það með miklum virðu- leik. Eftir forfeðurna tekur ísraelsþjóðin við Guðs opin- berun. Þar mætir okkur hið sama: Greftrun er þjóðarsiður. Undantekningu frá þessu eða frávik gefur lögmálið aðeins í þeim tilvikum, ef maður hef- ur framið hina viðbjóðslegustu lesti. Þá átti að brenna lík ' þeirra manna (3. Mós. 20; 14, 21, 9). Þetta getur ekki skil- izt á annan veg en líkbrennsla sé ekki geðfelld Guði. Fyrir kristni var það ríkj- andi siður hjá Evrópuþjóðum að brenna lík. Rómverjar brenndu lik sín allt fram und- ir 200 e. Kr. En þá leggst lík- brennslan niður og greftrun- in kemur í staðinn. Ástæðan er augljós. Ljós kristindómsins hafði rutt sér 'I '«■■■ 1 —»1 til rúms og kraftur hans ýtt úr vegi æ fleiri hlutum af heiðinglegum uppruna. Einn af þeim var líkbrennsla. Að mínu áliti er megineðlis- munur á líkbrennslu og greftr- un. Sá eðlismunur veldur því, að greftrun en ekki lík- brennsla hefur alla tíma verið í heiðri höfð af þeim lýð eða þjóð, sem varðveitt hefur opin- berun Guðs. Það er staðreynd, að báðar þessar stefnur hafa boðskap að flytja, önnur já- kvæðan, hin neikvæðan. Lík- brennslan flytur boðskap um gereyðingu. Það er hinn nei- kvæði boðskapur. Eiginleiki eldsins er að gereyða, endir alls, ekkert eftir skilið. Því eru það oftast og fyrst og fremst guðsafneitendur og vantrúarmenn, sem aðhyllast líkbrennsluna (fleiri gera það auðvitað, en margflestir af þeim í hugsunarleysi). Guðsaf- neitarinn og spottarinn óttast að mæta því eftir dauðann, sem þeir hafa sáð í þessu lífi. Þennan hvíslandi grun í sam- vizkulífinu losnar enginn mað- ur við, þó að hann reyni það allt sitt líf. Með því að láta gereyðingu eldsins ganga yfir líkama sinn að manninum látnum finnst þeim þeir vera að styrkja skoðun .sína á því, að allt sé búið með dauðanum. Ekker.t sé hinum megin. Undir- þetta renna þau rök stoðum, að í sama mæli sem Evrópu- þjóðirnar falla meir og meir frá trúnni á lifandi Guð og frelsara mannanna, hverfa þær í sama máli til líkbrennsl- SIGURÐUR LÍNDAL hœstaréttarritari: Ég vil láta jarða mig. unnar. íslendingar eru auðvit- að með í þeirri fylkingu. Lof- ið mér að segja yður það aft- ur, að með lifandi kristindómi hvarf líkbrennslan meðal Ev- rópuþjóða. Þegar kraftur kristindómsins hverfur og ljós han.s hættir að lýsa þjóðun- um, kemur líkbrennslan aftur til sögunnar. Þetta er svo ó- mótmælanlegt, að það gæti haft nokkuð að segja þeim sem eru á báðum áttum. En greftrunin hefur einnig boðskap að flytja. Það er hinn jákvæði boðskapur. Það er boðskapur Biblíunnar, boð- skapurinn um upprisuna frá dauðum og eilíft líf. Biblían segir: „Ef Andi hahs sem vakti Jesúm frá dauðum, býr í yður, þá mun hann sem vakti Krist Jesúm frá dauð- um, og gjöra lifandi dauðlega líkami yðar“. (Róm. 8, 11). Biblían segir við hinn kristna mann, að hann eigi að sjá í líkama sínum sem lagður er niður í móður jörð, fræ- korn, sem lagt er niður í jörð- ina og bíður upprisunnar, eins og bert frækornið, sem sáð er, bíður sinnar upprisu. Um þetta segir svo í Guðsorði: „Og er þú sáir, þá er það ekki líkaminn, sem verða á, sem þú sáir, heldur bert fræ- kornið“. (1. Kor. 15, 37). Vegna þassarar öruggu trú- ar á upprisu frá dauðum, sem Guð leggur niður í brjóst lýðs síns, áttu hvorki forfeðurnir, ísrael né sannkristnir menn nokkru sinni samleið með lík- brennslumönnum. Þeir trúðu Guði, að upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir, „og þeir munu ganga út, þeir sem gott hafa gjört, til upprisu lífsins, en þeir sem illt hafa aðhafzt, til upprisu dómins". Vegna þess lifa þeir í eftirvæntingu, eins og Guð hefði talað við þá persónulega þau orð, sem hann sagði við Daníel spá- mann: „En þú, gakk áfram til endalokanna, og þú munt hvílast og upp rísa til að taka þitt hlutskipti við endi dag- anna.“ Að lokum mætti ég ef til vill minna á þetta sterka orð Heilagrar ritningar: „Eða vit- ið þér ekki, að líkami yðar er musteri Heilags Anda í yð- ur?“ Ég mun verða síðastur manna til að vilja brenna þett'a musteri í eldi. Þar af leiðandi hafna ég líkbrennslu, en vil, að greftrunin sé í heiðri höfð, þvi að hún ber okkur boðskap trúar og vonar, sem brýtur brodd dauðans og bendir sem vísifingur á líf í fögru landi handan við móðuna miklu. AUÐUR EIR VILHIÁLMSDÖTTIR guðfrœðingur: Ég hef oft velt þessu fyrir mér, en niðurstöðu hef ég ekki komizt að enn þann dag í dag. Séra OLAFUR SKÚLASON: Ég hef mjög ákveðna skoð- un á málinu — ég myndi ekki vilja láta brenna mig. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.