Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Side 25

Fálkinn - 23.08.1965, Side 25
BORÐ\Ðj£ METI OGlft^ • Greftruit eða... Framh. af bls. 6. mjög verið stillt í hóf. Og nú eru hér í Reykjavík fullkomin tæki til líkbrennslu, svo að hverjum manni er í sjálfsvald sett hvort hann kýs fremur að láta eyða líki sínu í heitu lofti eða greftra það í jörðu. Bálfarafélaginu tókst með fjár- söfnun meðal einstaklinga og félaga og framlögum frá Al- þingi og Reykjavíkurbæ að stuðla að byggingu fyrstu bálstofu á fslandi. Það keypti og sá um uppsetningu tveggja líkbrennslu- ofna með tilheyrandi tækjum, og fer líkbrennsla í þeim fram ókeypis enn þann dag í dag. Ennfremur lét það útbúa hinn einfalda og smekklega duftreit í Fossvogskirkjugarðinum og reisa þar afsteypu af Kristsmynd Thorvaldsens, KOMIÐ TIL MÍN. Þegar félagið var lagt niður, afhenti það Kirkjugörðum Reykjavíkur eftirstöðvar þess fjár sem safnazt hafði, „til að fegra og skipuleggja duftgarða Reykjavíkur," en með því að gera líkbrennslu mögulega hér á landi hafði það raunverulega þjónað tilgangi sínum og þurfti því ekki að starfa lengur nema þá helzt sem upplýsingaþjónusta og áróðursmiðstöð varðandi bálfarir. EN lengi má um flest efni deila, og það sem bæði getur verið trúaratriði og persónulegt tilfinningamál hvers ein- staklings verður aldrei ákveðið fyrir alla með reglugerð eða lagasetningu. Frjálst val er bezt í þessu sem öðru, og hér- lendis eru nú öll skilyrði fyrir hendi til að framfylgja óskum manna hvort sem þeir kjósa að láta greftra sig eða brenna eftir dauðann... eða jafnvel setja sig í spíritus, læknanemum og lífeðlisfræðingum til hægðarauka við nám og rannsókn- ir. ★ ★ FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.