Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Side 29

Fálkinn - 23.08.1965, Side 29
stendur á þessum sifelldu þön- um fram og aftur?“ „Marge, mér þykir ieitt að geta ekkert sagt þér, en ég fór úr borginni í trúnaðarerindum." ' „Ég veit það, góði. En þú ert i leyfi, manstu það? Svo þú skalt ekki halda því fram að það sé í sambandi við starfið." Casey reyndi að virðast særð- ur og misskilinn. Það var ekki erfitt. „En ég var að vinna, Marge." „Og krafðist starfið að þú hefðir samband við kvenmann í New York sem heitir Eleanor Holbrook?" Nú fór að þykkna í Casey. „Marge, við erum löngu búin að tala út um það mál. Láttu mig nú í friði. Ég ræði þetta ekki meira. Kannski get ég sagt þér eitthvað á sunnudaginn. Kannski get ég það ekki. Svona verður þetta að vera.“ Hún fitjaði upp á nefið. „Það getur verið að ég fari burt „í „trúnaðarerindum" um helgina, svo það er óvíst að ég verði við- stödd til að hlusta á sögu þína, ef þér tekst að sjóða einhverja saman." Hún stóð upp og steðj- aði út ganginn á enda og inn i herbergið þar sem hún hafði saumavél sína, golfkylfur og innstungusíma. Hurðin skall á hæia henni, Casey sparkaði af öllu afli i skinnklæddan hnall, en hafði ekki annað upp úr því en sára stórutá. Guði sé lof, hugsaði hann, að maður þarf ekki að standa í því oft á ævinni að bjarga föðurland- inu. Föstudagur á hádegi. Art Corwin þurfti ekki að hringja þrem dyrabjöllum i Geargetown til að afla sér sæmi- lega glöggrar vitneskju. Tvær vinnukonur og húsmóðir höfðu tekið eftir herbíl er stóð nærri húsi Clarks um hálfníu leytið, og öllum bar saman um að í honum hefðu verið tveir hermenn. Rosk- in kona í næstu götu, andbýling- ur Clarks, hafði séð úr garði sínum yfir stíginn sem skildi lóð- ir þeirra, að tveir hermenn komu út um bakdyrnar um níuleytið. „Þriðja manninn höfðu þeir á milli sín," sagði hún, „og ég gat ekki betur séð en þeir yrðu að styðja hann. Og klukkan ekki nema níu að morgni." Corwin settist aftur inn í bílinn og ók tii Fort Myer, stanzaði rétt innan við hliðið. Hann sýndi varðmanninum skilríki sín og bað um að fá að hafa tal af þeim sem var á verði upp úr klukkait níu. „Það var ég,“ sagði vörður- inn, ungur herlögreglumaður. „Þá ætti ég ekki að þurfa meira,“ sagði Corvin. Hann lækkaði róminn. „Ég vinn að rannsókn á öryggismáli. Kom herbíll hingað klukkan rúmlega níu með þrjá menn, tvo liðsfor- ingja og einn óbreyttan?" „Jú, það held ég nú,“ sagði herlögreglumaðurinn. „Þetta voru ofursti, majór og liðþjálfi. Ég man það, því mér þótti það svo skrítið. Majórinn stýrði en liðþjálfinn sat afturi hjá ofurst anum. Ofurstinn var með kíki á öðru auganu eins og hann hefði verið sleginn.“ „Tókuð þér eftir hvert þeir fóru?“ spurði Corwin. „Þeir báðu mig að vísa sér veginn til fangageymslunnar." Tíu mínútum síðar var Corwin kominn í skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu að gefa honum skýrslu. „Ég vildi ekki eiga undir þvi að snuðra í kringum fanga- geymsluna í herbúðunum, herra forseti," sagði hann. „Hér eru svo margir sem þekkja mig í sjón.“ „Mér datt nokkuð í hug,“ sagði Lyman. Hann greip símann og bað Esther að ná sambandi við Casey heima hjá honum. „Halló,“ sagði hann. „Þér er- uð frú Casey geri ég ráð fyrir. Þetta er Jordan Lyman. Viljið þér gera svo vel og lofa mér að tala við Jiggs.“ Lyman lagði hendina yfir trektina og kímdi til Corwins. „Þó við séum í klípu, Art, þá held ég að mér hafi tekizt að losa Casey ofursta úr vanda. Hún var eins og hafgammur þegar hún svaraði símanum, en þegar ég kynnti mig svelgdist henni á, og hún gat rétt stunið upp „Já, herra minn.“ “ Lyman fór aftur að tala í símann. „Jiggs? Art heidur sig hala rakið slóð vinar þíns i fanga geymsluna í l’ort Myet. Majór og iiðþjálfi fóru með hann þangað, eftir því sem Art kemst næst. Áttu nokkurn kunningja þar, sem þú getur hringt i...? Já, það ætti að duga. Já, gerðu svo vel. Og viltu svo hringja strax í mig?“ Ekki liðu nema fáar mínútur þangað til Casey kom aftur í símann. „Málið er upplýst,” sagði hann. „Ég hringdi í varð- stjórann í fangageymslunni og spurði hvort William Henderson ofursti væri enn í hans vörzlu. Hann jánkaði því. Þá sagðist ég hafa verið skipaður verjandi hans og spurði hvernig ákæran hljóðaði. Liðþjálfinn sagðist ekki hafa fengið hana enn í hendur, majórinn sem kom með hann hefði bara sagt að hann hefði barið óbreyttan hermann og yfir- gefið starf sitt í heimildarleysi. Hann er í haldi samkvæmt munnlegum fyrirmælum yfirboð- ara sins — sem reyndist heita Broderick." „Þakka þér fyrir, Jiggs,“ sagði Lyman. „Ég er hræddur um að við séum jafnnær, en við vitum þó hvar hann er niður- kominn. Er nokkur leið að ná honum út án rnikils gaurag- angs?“ „Ég 'neld ekki. herra mmn,“ svaraði Casej, ,,Ég held að paö se bezl aö pú komir hingað aftur, Jiggs. Við verðum að aðhatast eitrhvað áður en langt um tíðui." Um leið og Lyman lagöi sim- ann á, sneri hann sér að Coi vvin. ,,Art, ég held þú ættir að fara aftur yfii að Pentagon og hafa auga með Scott hershöfðingja," sagði hann. „Ég vii geta fylgzt nákvæmléga með ferðum hans í dag.“ Skömu síðar kom Casey og á hæla honum Christopher Todd og Ray Clark, sem forsetinn hafði einnig boðað á sinn fund. Þeir voru að hressa sig á brauði og mjólk, þegar síminn hringdi. Forsetinn svaraði, hlustaði um stund og sagði: „Já, gefðu hon- um samband.” Hann.sneri sér að viðstöddum. „Þetta er Barney Rutkowski i Colorado Springs. Hann hringir á beinu línunni.” Föstudagur kl. 1,30 e.h. Bernhard Rutkowski hershöfð- ingi skálmaði eftir göngunum með húfuna ofurlítið á skakk. Stuttur, gildur búkurinn vagg- aði eftir göngulaginu og bústn- ar kinnarnar voru rjóðar af áreynslu. í Colorado var klukkan hálf- ellefu fyrir hádegi, en þarna, hálfa mílu inni í Cheyenne-fjalli, hefði eins getað verið miðnætti. Rutkowski var á ieiðinni í dag- lega heimsókn til Aðalmiðstöðv- ar Loftvarnastjórnar Norður- Ameríku. Hann var æðsti mað- ur loftvarnakerfisins, og hann lét engan dag líða svo að hann kæmi ekki í eftiriitsferð í mið- stöð loftvarnanna, og hann kom á ýmsum tímum svo starfsliðið vissi aldrei fyrir hvenær hans var von. Fyrst ók hann í bíl eftir hlykkjóttum aðalgöngum sem voru breið eins og þjóðvegur, en við aðalhliðargöngin sté hann út úr jeppanum og gekk síð- asta spölinn að þriggja hæða stálbyrgi sem innilukti Aðgerða- miðstöðina. Um leið og hann gekk inn i miðstöðina heilsaði vörður úr flugherlögreglunni á lýtalausan hátt. Hver vörðurinn og kveðjan tóku við af öðru meðan Rut- kowski skundaði beinustu leið að stóra salnum, þar sem fjórir tugir manna á gólfi og svölum fylgdust með sérhverri eldflaug, gervihnetti og flugvél sem var á lofti yfir Norður-Ameríku. Hershöfðinginn fór upp á sval- irnar og nam staðar við stjórn- borð þakið skífum, simum, rof- um og tökkum. Eftirlitsforing- inn, Francis O’Malley ofursti, spratt upp af stól sínum og stóð teinréttur. „Hvíl, Frank,“ sagði Rut- kowski. „Nokkuð sérstakt í dag?“ Framh. á bls. 41. FÁLK.INN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.