Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 39

Fálkinn - 23.08.1965, Blaðsíða 39
t AÐ PRESSA BUXURMR.. Það sem nota þarf: Straubretti eða borð, straujárn, stóran bursta, þurrt og vott pressustykki. 1. Viðrið buxurnar og burstið allt ryk og bletti úr þeim. Pressið fyrst efri hluta buxnanna — snúið við vösunum, svo að ekki komi far eftir þá. Leggið þurra pressustykkið næst flíkinni og hið raka þar ofan á. Haldið fyrst járninu léttu á pressustykkinu, svo að gufan geti þrengt sér vel ofan í efnið, notið svo meiri þunga. 2. Flytjið svo járnið stað úr stað en athugið að strjúka ekki með járninu bara pressa. Þegar efri hlutanum er lokið kemur röðin að „hnénu“, sem oft er erfitt að ná burt. Bezt er að leggja skálmina slétta á straubrettið, og láta „hnéð“ snúa upp og safna svo gúlnum saman með lófunum. 3. Leggið því næst þurra pressustykkið og þar ofan á hið raka, sem má vera nokkuð vel vott. Haldið járninu léttu á pressustykkinu, þar til hætt er að gufa úr þvi. Það þarf töluvarða gufu, til þess að láta efnið í hnénu hlaupa saman. Byrjið út'til brúnanna og færið járnið inn að miðju gúlsins. 4. Nú er gufan barin niður í efnið með bakinu á burstan- um, sem má ekki vera lakkaður. Það er áríðandi að gufan fari vel inn í efnið. Þá verður pressingin mun endingar- betri. 5. Þegar „hnéð“ hefur verið íjarlægt er skálmin lögð á straubrettið og innri saumurinn látinn snúa upp. Athugið að láta buxurnar í brotin, sem fyrir voru og pressið sem fyrr með tveim pressustykkjum, einu þurru og einu blautu. Berjið gufuna jafnóðum ofan í efnið. Pressið frambrotið fyrst, sem á eins og dálítið að takast saman. 6. Pressið afturbrotið á sama hátt og frambrotið, en á því broti á að strekkja dálítið. Þegar fyrri skálmin er full- pressuð, er hún vafin varlega saman. Buxunum hvolft og hin skálmin pressuð eins og sú fyrri. Buxurnar hengdar upp og látnar kólna vel og þorna áður en farið er í þær. Svona tolla buxurnar á herðatrénu. Leggið fyrst aðra skálmina yfir slána og síðan þá scinni yfir þá fyrri, eins og sést á mynd- inni. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.