Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1965, Page 41

Fálkinn - 23.08.1965, Page 41
© Hayley Mills Framh. af bls. 35. uppskriftir sem aðrir sjá um fyrir hana. — Mér finnst eins og hinir peningarnir séu alls ekki raunverulegir, segir hún. — Og ég veit raunar heldur ekki til hvers ég á að nota þá! Jólin, þegar hún var 17 ára, hafði hún nær sprengt banka- reikning sinn, þegar hún keypti „rándýran“ kíki fyrir bróður sinn. Þess vegna fór hún til mannsins, sem gætir pening- anna, og bað um peninga í við- bót til þess að kaupa jólagjafir. — Hversu mikið viltu, spuiði hann. —Ja, ég veit það ekki vel. 3000 krónur. — Það er alltof mikið, 1500 er nóg, og það fékk hún. Og þetta var í stórum drátt- um sagan um uppeldi barna- stjörnunnar Hayley Mills. Það er áreiðanlegt, að ef hún er spillt, þá er það af einhverju öðru en slæmu uppeldi. Þeir, sem sáu kvikmyndina Baby- Jane, sem Austurbæjarbíó sýndi hér í fyrrasumar geta borið Hayley Mills saman við sögupersónuna þar og gefið svo einkunnir. Ætli Hayley Mills sigri ekki? • 7 dagar í maí Framh. af bis. 29. O’Maliey benti aðstoðarmanni að setjast í starfssæti sitt og settist sjálfur við hiið hershöfð- ingjans. Við þeim blasti feikna stórt tjald, þar sem sjá mátti alla hluti sem á hreyfingu voru yfir álfunni. Rafreiknir, sem tók við upplýsingum frá hundr- uðum flugstöðva og herstöðva með ritsíma, talsíma og fjarrita, færði merkin á tjaldinu með nokkurra sekúndna millibili. „Ekkert sérstakt," svaraði O’Malley. „En það varð uppnám fyrir nokkru, þegar þeir skutu tveim stórum Vandenberg án þess að hafa fyrir að láta okk- ur fylgjast með talningunni Hel- vítis fiykkin voru komin upp af skotpöllunum áður en við viss- um af." „Það er óafsakanlegt. Léztu einhvern hjá þeim heyra það?" „Því máttu trúa, herra minn. Eftiriitsforinginn í Vandenberg- stöðinni fékk það óþvegið.” Majórinn sem kom i stað O’Malley við stjórnborðið sneri sér nú í sætinu og gaf bendingu með höfðinu. Ofurstinn afsakaði sig og gekk að borðinu. Hann kom aftur með bréfmiða sem hann afhenti hershöfðingjanum. Miðinn var rifinn af fjarrita. O’MALLEY, COC, NORAD FLUTNIN G A VÉL AR FARA AF OKKAR TlÐNI FIMM NÚLL MlLUR HÉÐAN. LENDINGARSTAÐUR LEYNILEGUR. THOMAS, BIGGS FIELD. „Hvað á þetta að þýða, Frank?“ spurði Rutkowski. „Ég ætlaði einmitt að fara að spyrja þig þess sama, herra minn. Á miðvikudagskvöld vor- um við látnir vita af brottför tólf herflutningaflugvéla frá Pope flugstöðinni í Fort Bragg. Eftirlitsmönnunum virtust þetta vera K-212 vélar eftir stærð og hraða radarmerkjanna að dæma. Ákvörðunarstaður átti að vera Biggs Field við E1 Paso, en þær fóru ekki þangað. í staðinn beygðu þær til norðurs og lentu, þær voru inni á radarnum hjá okkur í einar tíu mínútur eftir að þær hefðu átt að vera lentar á Biggs. Svo hurfu þær af skíf- unum einhvers staðar úti í eyði- mörkinni i New Mexico." „Loftflutningaæfingar?" „Ég ímynda mér það, en fari það böivað, hershöfðingi, það má ekki eiga sér stað að flug- vélar séu á reiki um skífurnar hjá okkur og lendi svo guð má vita hvar?“ „Hefur þetta komið fyrir áður, Frank?" „Ja, já, herra minn. Það kem- ur á daginn að svo hefur verið, þó mér væri ókunnugt um það þangað til á miðvikudagskvöld. Einstakar vélar hafa tekið sig upp og lent einhvers staðar milli Biggs og Holloman flugstöðv- anna. Enginn gerði sér neina reilu út af þvi, þangað tii þess- ar tólf komu í einu.“ „Gerðirðu nokkra fyrirspurn um þetta?" „Já, herra rninn," svaraði of- urstinn. „Bæði til Pope og Biggs. Þeir sögðu mér í Pope að þeir hefðu gengið frá flugáætlun fyrir tólf K-212 vélar til Biggs Field. Þeir héldu að þær hefðu farið þangað. En aðgerðaforing- inn í Biggs sagði mér að þær slepptu sinni tíðni í nokkurra mílna fjarlægð. í morgun lét Biggs okkur vita að 30 K-212 vél- ar i viðbót væru væntanlegar þaneað klukkan sjö í fyrramál ið. Ég bað því Thomas í Biggs að láta mig vita hvar vélarnar lentu. Þetta er svarið frá hon- um.“ Rutkowski virti miðann fyrir sér andartak og skilaði honum svo til eftirlitsforingjans. „Lík- lega er þetta fyrirskipað frá Washington, Frank, ég skai grennslast eftir þvi og láta þig vita. En það er laukrétt hjá þér að það má ekki eiga sér stað að flugvélar hverfi einhvers staðar í eyðimörkinni. Ekki ef ætlazt er til að við höldum uppi gloppulausum vörnum.“ Háiftíma síðar var hann kom- inn í skrifstofu sína ofanjarðar í Colorado Springs. Hann var gramur. Samkvæmt reglunum átti að skýra herstjórnarstöðv- um hans með góðum fyrirvara frá sérhverri vinsamlegri fiug- vélaeldflaug, loftbelg og sér- hverju öðru loftfari yfir Banda- rikjunum. Auðvitað kom það fyr- ir að litlar einkaflugvélar skutust milii staða án þess að skila flug- áætlun. En þotur flughersins! Fyrir tveim árum hafði hann lagt kröfur sínar um þetta mál fyrir Hardesty hershöfðingja, forseta herforingjaráðs flug- hersins, og fyrir rúmu ári komu fyrirmæli frá Sameiginlega yfir- herráðinu á þá leið að allar stöðv- ar sem sendu á loft fljúgandi hluti, hverju nafni sem nefnd- ust, skyldu skrásettar hjá loft- varnastjórninni, hversu leynileg- ar sem þær væru. Því rækiiegar sem Rutkowski velti fyrir sér þessum atburðum í New Mexico, þeim mun reiðari varð hann. Hann komst að þeirri niðurstöðu að réttast væri að hringja i Tommy Hastings — Thomas G. Hastings hershöfð- ingja, yfirforingja Fyrsta loft- flutta hersins í Fort Bragg. Meðan Rutkowski beið eftir sambandi, horfði hann á Banda- ríkjakortið sem þakti einn skrif- stofuvegginn. Þegar svarað var í símann, sagði hann: „Tommy? Þetta er Barney Rutkowski. Heyrðu ungi maður, hvert í hel- vítinu fara þessar K-212 vélar sem þú sendir á loft? Við eigum að geta fylgzt með öllu hér á tjaldinu, en mannskapurinn er að verða vitlaus út af þessum herflutningavélum þínum. Þær týnast allar einhvers staðar norðan við E1 Paso.“ „Heyrðu Barney, elsku vinur, þú ætlazt þó ekki til að ég svari þessu. Þetta er leynileg heræf- ing. Þú verður að leita hærra eftir upplýsingum um hana.“ „Þakka þér fyrir kunningi," sagði Rutkowski önugur. „Blístr- aðu bara ef ég get einhvern tima gert þér greiða i staðinn.“ „Barney!" Auðheyrt var að Hasting hafði sárnað. „Hvenær sem vera skal, Tommy," sagði Rutkowski um leið og hann lagði á. Hann horfði niðurdreginn á simann stundar- korn og hringdi svo i O’Malley um beina sambandið. „Frank," spurði hann, „var það í dag eða á morgun sem þú sagðir að vél- arnar ættu að lenda i þessari draugastöð?" „Upphaflega áttu þær lending- aráætlun klukkan sjö árdegis á laugardag. herra minn. En við vorum að fá nýtt skeyti frá Biggs þar sem lendingu er flýtt til klukkan 23.00 í kvöld.“ „Hvar gizkar þú á að flug- brautin sé? Framh. í næsta blaði. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvala gleri, — 5 ára ábyrgð Pantið timanlega KORKIDJ/XIM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 232K0 SKARTGRIPIR HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 Irúlofunarhrlngar TRÚLOFUNAR H ULRICH FALKNER GULLS M LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ FALKINN 41

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.