Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Qupperneq 17

Fálkinn - 21.02.1966, Qupperneq 17
Valgerður Dan Framhald Svona er Valgerður þegar hún er ekki að leika. Hún er dóttir Halldóru Elías- dóttur og Jóns Dan ríkisféhirðis. Það er alltaf eitthvað smávegis sem er öðruvísi, og það er þetta sem gerir leik- húsið svo lifandi og skemmtilegt. Auð- vitað breytist sýningin ekki sem heild, en smáatriði slípast, og kannski kemur meiri dýpt í túlkunina.“ „Eru viðbrögð áhorfendanna ekki dá- lítið misjöfn?“ „Jú, stundum er hlegið á stöðum þar sem ekki hefur verið hlegið áður, og í önnur skipti er ekki hlegið að Því sem oftast vekur kátínu. En yfirleitt er ákaflega þægilegt að leika fyrir fólk- ið sem kemur.“ „Hefur þig alltaf langað út í leik- listina?“ „Já. það held ég — að minnsta kosti man ég, að það fyrsta sem mig lang- aði verulega til var að læra að leika. Ég fór fljótt að sækja leikhús og hlusta á leikrit í útvarpinu, svo lék ég í skóla- leikritum og las leikrit." „Hvað var fyrsta leikritið sem þú sást á sviði?“ „Nýársnóttin í Þjóðleikhúsinu árið 1950. Þá var ég smákrakki, en ég hef aldrei gleymt því hvað ég varð hrifin og hvað mig langaði sjálfa til að geta leikið.“ HVENÆR fórstu í leiklistarskól- ann?“ „Þegar ég var búin með Kvennaskól- ann. Ég var seytján ára, einn af yngstu nemendunum í Leiklistarskóla L. R., enda var ég alveg að deyja úr feimni í byrjun.“ „Hvaða námsgrein fannst þér skemmtilegust?" „Ja, það veit ég ekki ég get bara alls ekki gert upp á milli þeirra. Mér fannst námið allt svo skemmtilegt, að ég hlakkaði alltaf til að fara í tíma.“ „Þú hefur náttúrlega verið statisti og leikið smáhlutverk í mörgum sýning- um?“ „Já. Fyrsta sinn sem ég kom á svið lék ég strákahlutverk í Rómeó og Júlía. Thomas MacAnna var dásamlegur leik- stjóri. Og hann hafði lag á því að láta hverjum og einum finnast hann sjálf- ur vera ómissandi og eiginlega afar þýðingarmikil persóna í gangi leiksins, jafnvel statistunum. Það var óskaplegá gaman á æfingunum hjá honum, og mér fannst ég aldrei vera neitt fyrir, þó að ég væri bara í pínulitlu hlut- verki.“ „Fylgistu ekki oft með æfingum?“ „Jú, það er mjög lærdómsríkt. Ekki lærir maður þó síður af að vera hvíslari — ég hef verið það í fjórum leikrit- um, og þótt ég sé búin að sjá milli fimmtíu og sextíu sýningar á Ævin- týri á gönguför hef ég alltaf jafngaman af sumum atriðunum.“ ERTIJ að hugsa um að fara í leik- listárskólá erlendis?“ „Ekki að svo stöddu að minnsta kosti vildi ég heldur afla mér meiri reynslu áður. .Mig langar auðvitað út að sjá leikrit og fylgjast með því sem er að gerast í leiklistinni en æðsta vonin er 'að fá að leika sem mest hér heima.“ ★ ★ inni. — Ég veit ekki hver hún er, en hún vinnur alltaf. — Dásamleg tómstundaiðja, þessi fuglaskoðun. FALKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.