Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1966, Síða 35

Fálkinn - 21.03.1966, Síða 35
stundum eftir dómsuppkvaðn- inguna. Á aftökupallinum hróp- aði þessi óbrotna kona: — Guð mun refsa ykkur fyrir að líf- láta saklausa konu. Ég bið guð að hefna mín. Juanita „greifafrú“ Spinelli var ein af forhertustu og miskunnarlausustu morðingj- um, Ameríku; henni hlotnaðist einnig sú frægð, að verða fyrsta konan, sem tekin var af lífi í Californíu-fylki, þann 22. nóvember 1941. Frú Spinelli stjórnaði bófa- flokki. Hún var 52ja ára og þriggja barna amma, þegar hún var leidd til gasklefans. — Ég er lífseig, sagði hún og glotti við böðlinum. — Þú gerðir réttast í að hafa skammt- inn í sterkara lagi. Hylkin féllu niður í sýru- geymana og um stund virtist vitnunum, sem frú Spinelli hefði ratazt rétt á munni. Hún dó ekki — hjarta hennar sló fast og reglulega í tíu mínút- ur og þrjátíu sekúndur. Svo langan tíma hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, tekið að lífláta neinn í gasklefanum. Þegar læknirinn festi hlustun- artækið yfir hjarta hennar, fann hann límda þar mynd af syni hennar og barnabarni. 67 vitni voru viðstödd og þau stóðu öll við gluggana fimm, sem eru á hinum græn- málaða aftökuklefa. Frú Spi- nelli sat í öðrum stólnum, sem þar var inni, með hlustunar- tækið fest yfir hjartanu. Úr því var leiðsla um loftþétt op á klefaveggnum, að eyra fang- elsislæknisins. Hann var sá sem gefa átti til kynna að konan væri látin. Vitnin sáu varir hennar bær- asf eins og í bæn. Svo heyrð- ist hún hósta og höfuð hennar hné niður á bringuna, en hún lyfti því aftur með erfiðismun- um. Þau heyrðu hásan andar- dr,átt hennar, sáu höfuðið hniga lengra og lengra niður og húð- ina taka á sig gráleitan blæ. Þessar vítiskvalir lifði hún í tíu og hálfa mínútu! Þannig er dauðinn í gasklef- anum og því eru uppi háværar raddir í Ameríku um, að verði dauðarefsing ekki afnumin, verði gálginn látinn taka við af gasklefanum. Mörgum er dauðaklefinn verri hegning en nokkuð ann- að, verri en sjálf aftakan. Fáir menn hafa liðið aðrar eins Þjáningar og Donald Duncan Moodie. Hann var sekur fund- inn um að hafa ráðið konu sinni bana, var dæmdur til dauða, áfrýjaði og var látinn laus — eftir að hafa setið í dauðaklefanum í Pretoria, S- Afriku í marga mánuði. Ríkissaksóknarinn var mjög óánægður með úrslitin. Áfrýj- unin hafði verið tekin til greina, vegna þess að lögreglu- maður hafði verið viðstaddur er kviðdómurinn sat á ráð- stefnu. Ríkissaksóknarinn gaf út nýja handtökuskipun á Moo- die, sem var ungur maður og hann reyndi að flýja. Lögfræðingar hans fullviss- uðu hann um, að ekki væri hægt að dæma sama manninn tvisvar fyrir sama afbrot og Moodie kom aftur, sannfærður um að dómarinn myndi vísa málinu frá. Málinu var ekki vísað frá. Það var tekið upp að nýju og Moodie var enn dæmdur til dauða. Eins og venja er til í Central- fangelsinu í Pretoria, þar sem allar aftökur í Suður-Afríku eiga sér stað, fékk Moodie boð, þrem dögum fyrir heimsókn böðulsins, um að áfrýjun hans hefði verið synjað. — Eruð þér einmana? spurði presturinn hann daginn áður en hann skyldi hengdur, 27. júní 1962. — Enginn er einmana í dauðaklefanum, svaraði Moo- die. — Dauðinn er minn tryggi förunautur. Foreldrum hans var leyft að sjá hann klukkustund áður, en þegar þau komu til klefa hans, fundu þau hann meðvitundar- lausan á gólfinu. Með ein- hverju móti hafði Moodie kom- izt yfir töflur og tekið inn drjúgan skammt. Faðir Moo- dies rannsakaði hann og fann að hann var látinn. Um leið og foreldrunum var vísað út úr klefanum, kom böðullinn. Hann lét flytja hinn lótna — eða meðvitundarlausa — Moo- die til gálgans og hengdi hann. Foreldrarnir kröfðust opin- berrar rannsóknar til þess að fá úr því skorið, hvort sonur þeirra hefði verið látinn áður en hann var hengdur eða ekki, en dómsmálaráðherrann neit- aði. Enn leikur vafi á því, hvort Moodie hafi verið látinn þegar hann var borinn til gálgans, en hinn alræmdi kanadíski böð- ull, sem þekktur er undir nafn- inu Arthur Ellis en heitir í raun og veru Arthur English, hefur hengt ekki aðeins einn, heldur tvo menn, sem voru látnir. -K i m Qjj □ □ PHILIPS n PHILIPS JAPNGÓÐ PYRIR TON OG TAL GERÐ PYRIR BATTERI OG VENJULEGAN STRAUM - llo/22o SPOLURNAR SETTAR I MEÐ EINU HANDTAKI - (MAGASIN) HANDHÆG - LÆGILEG - SKEMMTILEG mrA ími1 c a SKÓLAVORÐUSTÍG 8 SÍMI 18525 FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.