Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Page 28

Fálkinn - 25.04.1966, Page 28
Sér til hrellingccr hefur Ann Cornwell komizt a5 því, a8 eiginkona frœgs rithöfundar verður aS láta sér lynda aS vera gerS hornreka, þegar manni hennar er hampaS. En hún er ekki uppnœm fyrir karlmönnum, sem reyna að stiga í vœnginn vi8 hana, vegna þess a8 þeir halda, a3 hún hafi veriS skilin eftir úti i kuldanum. Cornwell matat yngsta son sinn. Timothy, og opnar sjálfur munninn — til föSurlegrar fyrirmyndar. Hann sinnir litt um að aga synina og er umburðarlyndari við þá en kona hans. EINU sinni í fyrndinni (það er að segja fyrir réttum tveim árum) var hæglátur, óþekktur láglaun- aður embættismaður, sem átti konu, þrjá unga syni og alls ekkert sparifé, sem dreymdi, að hann væri skyndilega orðinn auðugur og frægur. Ekkert sultarlíf lengur. Nóg af peningum til að borga alla reikninga. Ann gæti fengið drauma- húsið sitt. Hann myndi kannski kaupa sér eitt eða tvö pör af þessum skemmti- legu málmskíðum ... Dýrðardraumurinn hefur rætzt, og rithöfundurinn John le Carré (öðru nafni David Cornwell) er búinn að uppgötva, að stundum er allt annað en auðvelt að búa við sína eigin velgengni. Hinar ótrúlega ljóslifandi persónur í njósnareyfurum Le Carrés eru sífellt að geta sér til um kaupverð hverrar annarrar en komast undir lokin að raun um eigin verð- lag. Cornwell sjálfum er nú ljóst, hvaða gjald hann verð- ur að greiða fyrir framann. Þegar ég hitti hann nýlega hátt uppi í austurrísku Ölp- unum, þar sem snjóflóð teppa oft vegina, var hann að berjast við að halda höfð- inu upp úr því flóði pen- inga og frægðar, sem skollið var yfir hann með löngum símskeytum, stórgróðavið- skiptum, viðtölum og heim- sóknum, bréfum frá óþekkt- um blómarósum, sem buðu fram ýmiss konar þægindi, og Hollywood-er-í-símanum. Til allrar hamingju eru milljónarar á hverju strái í Lech am Arlberg, sem er skíðastaður í fögru um- hverfi. Því er það aðeins umheimurinn, sem beinir at- hyglinni að þessum feimna, drengjalega Englending, er lítur út eins og skólakennari í Eton (sem hann og var). Cornwell nýtur dulnefnis- ins. Líf hans er saga hins valta

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.