Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 7
séð væri að Sósíalistafélagið væri og hefði verið kjarninn í pólitísku starfseminni, máttu ailir skilja, nema kannski þeir sem sátu Lídó-fundinn, að Brynjólfur var að benda mönnum á, að fjárráðin kæmu að austan. Hann var að undirstrika að barnakennararnir í Þjóðvörn ættu ekki kosningafé og Hannibal mundi seint hósta upp þeim þrem milljónum króna, sem þarf að gefa með Þjóðviljanum á ári. En þetta var eins og í frönsku byltingunni. Lýðurinn hrópaði: Mannið götuvirkin. Og síðan var Brynjólfur leiddur á höggstokkinn og Einar líka, þótt hann sé léleg Antonietta. En gömlum konungsættum geng- ur seint að gefast upp, og enn skyldi þessu ólma umbyltinga- fólki sýnt fram á, að fjárráðin koma að austan. Sérlegur gjaldkeri kommúnista á íslandi Ingi R. Helgason, skyldi fara í annað sætið á lista Alþýðubandalagsfélagsins. En þessi viðleitni Brynjólfs og Einars til að opna augu manna fyrir fjármálahlið málsins fór út um þúfur. Ingi R. var einn þeirra sem féll fyrir kosningar. í þess stað var kommúnistum stork- að með sálfræðingi. Það var svar hins auralausa fólks. Hver á að tala um skarnann ? AÐ er almenn skoðun þeirra manna, sem horfa álengdar á Framsóknarflokkinn, að aginn í honum í dag sé ámóta og aginn hjá kommúnistum hér á landi í kringum 1930. Þetta kemur undarlega heim við þá kenningu, að Framsóknarflokk- urinn sé stefnulaus, að hinni leiðinni slepptri. Aginn í flokkn- um nær a. m. k. ekki til Björns á Löngumýri, sem lærði af margra ára fjárragi norður í Blöndudal, að það verður að hafa vit fyrir sauðkindinni, og hefur enn ekki áttað sig á breyttum aðstæðum, enda jarmur nokkur í þingsölum. Satt er það, að mörg agaverk eru unnin í Framsóknarflokknum, enda sitja menn að framboðum þar í heilan mannsaldur, eins og jarlar eða goðar. Þetta hefur haft það í för með sér, að ungir menn hafa stundum gert örvæntingarfull upphlaup eins og japanskir sjálfsmorðsflugmenn. Gott dæmi um þetta er löng og mikil barátta formanns Sambands ungra Fram- sóknarmanna, en hann hefur verið agaður manna mest í flokknum, síðan Jónas frá Hriflu var að typta þá Eystein og Hermann. Það mun hins vegar ekki hafa verið agaverk, þegar flokksdyggðin sjálf, Björn Guðmundsson, var látinn víkja úr þriðja sæti listans við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þar mun hafa komið til, að Björn þótti of gamall, en honum mun hafa komið það á óvart, þetta með aldurinn, alveg eins og Bernharði Stefánssyni. Nokkur sjónarsviptir er að Birni. Hann var góður fulltrúi sveitamenningarinnar. Hann hafði fengizt við kartöflusölu og honum var annt um gróðurinn og moldina. í stað hans kemur virðuleg frú, dóttir séra Stefáns á Völlum í Svarfaðardal og mun hún ekki hafa gerzt brotleg við flokksagann. Þegar menn sáu, að Björn var ekki lengur í þriðja sæti, en hann hafði oft setið borgar- stjórnarfundi, sem varamaður, þá varð mörgum að orði: Hver á nú að tala um skarnann. Viljinn til að smækka ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur oft hagað sér þannig, að það er eins og forustumönnum hans sé illa við aukningu meðlima. Flokkurinn hefur að vísu lifað harðan pólitískan vetur, en samt er varla trúlegt að sá harði vetur hafi skapað honum sömu örvæntingu og bónda, sem er orðinn heylaus á þorra og er farinn að bregða egginni á nöglina, þegar konan sér ekki til. Flokknum er samt bölvanlega við að fjölga á fóðrum. Undantekningu gerði hann þó er hann fékk Bárði Daníelssyni nokkurn skipulagsbitling. Síðan vildi dr. Gylfi fá hann í þriðja sætið á listanum vegna Þjóðvarnar, sem er nú lítið orðin annað en Bergur mínus Lárus Jóhannesson, en þá reis gamli vörðurinn upp út af ungum manni, sem hann taldi að ætti sætið vegna fórnfúsá starfs fyrir flokkinn, að vísu á fullu kaupi. Dr. Gylfi var borinn ofurliði í sínu eigin byggðarlagi og Bárður fór í fjórða sætið. Hafi Gylfi haldið að langvarandi hagstætt stjórnarsamstarf mundi opna hjörtu flokksmanna fyrir nýjum meðlimum, hvort sem þeir voru vel eða illa fengnir, þá má honum hafa lærzt af þeim viðtökum sem Bárður fékk, að þeir eru enn kalnir á hjarta eftir klofn- inginn mikla, og eru manna glaðastir, þegar þeir geta búið að sínu. Þeim hefur lærzt að ganga hægt um gleðinnar dyr, þegar kosningar eru í vændum, og velja heldur þann kost- inn að smækka en standa í vafasömu happdrætti. I kringum sjálfsögðustu mál. Er ekki hægt aö minnka þetta einhvern veginn. Geta hinar ýmsu skrifstofur ekki samræmt aðgerðir sínar og gert málin einfaldari. Eins og málum er nú háttað má mikið vera, ef manni dugar dagurinn i tiltölu- lega einfaldan erindisrekstur. Einn á fartinni. Svar: ParTcinson er hinn ráðandi maður í íslenzku skrifstofu- haldi eins og víðar. Eins og er sjáum við ekki annað ráð en að láta karlskepnuna hafa sinn gang, þangað til gerð verður meiri háttar breyting á allri þjóðféla.gsskipuninni. Svona er til Kæri Fálki! Mikið finnst mér blaðið hafa batnað upp á síðkastið. Ég segi fyrir mig að ég er farinn að lesa það með hinni mestu at- hygli. Fróðleg þótti mér grein- in um kynvillu í Þýzkalandi, þó mér getipt ekki að fyrirbærinu. Svonalagað er þá til. Það væri vissulega vel þegið að fá fleiri vel skrifaðar greinar um hinar ýmsu og ekki alltaf augljósu hliðar mannlifsins. Áhugasamur lesandi. Svar: Okkur þykir hðlið að sjálf- sögðu gott og munum reyna að lialda okkur við efnið í fram- tíðinni. Bítflar ocj kvenfólk Kæri Fálki! Vinkona mín vinnur hjá fyr- irtæki þar sem kvenfólkið er skyldað til að ganga með höfuðklút — af hreinlætis- ástæðum. Að minnsta kosti einn „bítill" vinnur þarna, og vinkonu minni finnst það undarlegt, að enginn skuli am- ast við þvi þó að hann sé hvorki með höfuðklút né höf- uðfat. Hvað finnst ykkur hjá Fálkanum, og er þetta ekki kúnstugt „jafnrétti?“ Rósa. Svar: Við erum lijartanlega sam- mála. Munurinn á bítlunum og kvenfólki er orðinn svo sára- Utill, að okkur finnst að í svona tilfellum ættu sömu reglur að gilda um hvort tveggja. PÖST HÖLF 1411 FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.