Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 39
reykjavík- leith- kaupmannahöfn - reykjavík SUMARLEYFID NALGAST ! gódur matur gód Jjjónusta tryggir ydtur góda ferd mcd DRAGIÐ EKKI AÐ TRYGGJA YÐUR FARMIÐA GULLFOSSI BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK ____________ 7/5 28/5 18/6 2/7 16/7 30/7 13/8 27/8 10/9 H F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS skuggar órið 1926, rétt eins og öll önnur ár, og sumir voru glaðir, en aðrir hryggir, svo sem lengst af mun verða. En ég hygg, að um þorra fólksins megi segja, að það hafi verið hamingjusamt — eins og það mátti líka vera. • Arfur án erfingja Framh. af bls. 34. fara að móðga hana. Hún hafði óheppilega framkomu. Allt í lagi! Gerði það hana að lélegum túlki? Og hvers vœnti hann eigin- lega af henni? Auðmýktar og Undirgefni? Hann bauð henni sígarettu. Hún hristi höfuðið. „Þökk fyrir, en ég kýs heldur mínar eigin.“ Hún tók upp pakka af Gitanes. Hann kveikti í fyrir hana. „Viljið þér spyrja einhvers varðandi starfið?" „Já,“. sagði hún og blés reykn- um frá sér. „Hafið þér áður reynt að nota túlk, herra Car- ey?“ „Aldrei." „Einmitt það. Talið þér þýzku?“ „Já, svolítið." „Hve lítið? Það skiptir nokkru máli.“ „Já, ég skil það. Ég kann þessa óveru, sem ég lærði í skóla. Ég dvaldi í Þýzkalandi á vegum hersins nokkra mánuði eftir stríðið og heyrði töluvert af þýzku. Ég skil samhengið í flestu, sem Þjóðverjar tala saman, en stundum get ég mis- skilið það svo herfilega, að ég held mig vera að hlusta á stjórn- málaumræður, þegar talið snýst í rauninni aðeins um aðferðir við hænsnarækt. Er þetta nóg svar við spurningu yðar?“ „Já, yfrið nóg. Ég skal skýra þetta nánar. Þegar menn tota túlk, er ekki alltaf jafnauðvelt að varast að hlusta á samtalið, sem fram fer á hinu erlenda máli. Þetta getur oft leitt af sér rugling og misskilning.“ „Þér eigið við, að bezt sé að treysta túlkinum og reyna ekki að vinna hans starf.“ „Já.“ Fyrir aftan þau beið bar- þjónninn átekta. George lét hann afskiptalausan. Samtal þeirra var um það bil á enda, og hann hafði enga löngun til að draga það á langinn. Sigaretta hennar var hálfreykt. Þegar sentimetri væri brunninn af henni til við- bótar, ætlaði hann að standa upp. „Ég gæti trúað, að þér væruð all kunnug í Þýzkalandi, ungfrú Kolin?“ „Aðeins í vissum héruðum." „Rínarhéraöinu?" • „Já, sæmilega.“ „Ég frétti, að þér hefðuð unnið að undirbúningnum við Niirn- bergréttarhöldin?" „Já.“ „Sem Júgoslavi hlýtur það að hafa veitt yður töluverða full- nægju.“ „Haldið þér það, herra Carey?“ „Fannst yður ekki, að réttar- höldin yfir stríðsglæpamönnun- um ættu rétt á sér?“ Hún leit niður á sigarettuna sina. „Þjóðverjar tóku föður minn sem gísl og skutu hann,“ sagöi hún kuldalega. „Þeir sendu mig og móður mína í nauðungar- vinnu í Leipzig. Móðir mín dó úr blóðeitrun frá bólgnu sári, sem þeir neituðu að gera að. Ég veit ekki alveg, hvað af bræðr- um mínum varð, nema þeir voru að lokum píndir til dauða í SS- bragga í Zagreb. Jú, víst fund- ust mér aðfarirnar réttmætar. Ef þær hafa aukið Sameinuðu þjóðunum trúna á eigin mátt og réttlæti, þá voru þær rétt- mætar. En þér megið ekki kref j- ast þess, að ég hrópi húrra!" „Nei — ég skil, að þér hefð- uð getað hugsað yður persónu- legri hefnd." Hún hafði hallað sér áfram og marið sígarettuna i öskubakkanum. Nú sneri hún höfðinu seinlega og horfðist í augu við hann. „Ég er hrædd um, að ég hafi ekki yðar trú á réttlætið, herra Carey,“ sagði hún með undar- legu, stökku brosi. Honum varð FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.