Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 37

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 37
HÁKARLSBEITA Ástralskir hermenn koma í veg fyrir sjálfs- morð meS óvenjulegum hætti. David BREWER og menn hans uröu alveg höggdofa yfir þeirri sjón, er blasti við þeim af þilfari bátsins, sem þeir sigldu á um hafnarsvæðið í Sydney: ung allsnakin stúlka með sítt, svart hár var á sundi i sjónum, fram undan bátn- um. Allt annað en hvimleið sjón, en þó sló óhug á her- mennina. Einmitt á þessum slóðum var mikið um há- karla í sjónum. Þeir hróp- uðu aðvarandi til stúlkunn- ar og bentu henni sem ákaf- ast að synda að bátnum. En hafgúan vildi ekki þýðast þá. — Látið mig í friði, hrópaði hún. — Ég vil enga hjálp. Látið mig sökkva, há- karlarnir sjá um mig. Um leið hætti hún að taka sundtökin. Höfuðsmanninum varð nú ljóst, að hér var um sjálfsmorðstilraun að ræða. Líkami stúlkunnar hvarf undir yfirborðið. Hann brá skjótt við, snaraðist úr jakkanum, stökk útbyrðis og synti eins hratt og hann gat í áttina til stúlkunnar. Hann náði taki á henni en átti í nokkrum erfiðleikum með að koma henni að bátn- um. Brewer: — Hún brauzt um, barði og klóraði til að sleppa, svo að ég tók bara utan um hana og hélt henni eins og í skrúfstykki, þangað til báturinn kom. Og þegar um borð kom var þessi lífs- leiða sundkona enn ekki í rónni, hún vildi komast í sjóinn aftur. Hún barðist um af öllum kröftum, en að lok- um tókst þeim þó að tosa henni í buxur, sem einn hermannanna lánaði henni, og skyrtu af öðrum. Nektarsundkonan unga, er hafði ætlað að gerast há- karlafæða vegna ástársorg- ar, var flutt' á sjúkrahús og þaðan á taugahæli til þess að jafna sig. Við rannsókn — Hún var heppin, að við skyldum vera á ferðinni. — Látið mig sökkva, látið . . . kom í ljós, að hún hafði lagzt til sunds frá höfða einum, sem var vinsæll útsýnisstað- ur yfir Sydney og umhverfi hennar. Þar fundust síðbux- ur og frakki sem hún átti. Brewer höfuðsmaður sagði í tilefni af þessari óvenju- legu björgun: — Stúlkan var alveg stálheppin, að við skyldum vera þarna á ferð- inni. Annars hefði hún áreið- anlega drukknað eða orðið hákörlunum að bráð. ... hákarlana sjá um mig. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.