Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 40
MANNS HUGURIIMN í þýðingu Jóhanns S. Hannessonar, skóla- meistara ó Laugarvatni, er FJÓRÐA bókin í Alfrœðasafni AB. Bókin MANNSHUGURINN fjallar um það, sem nefnf hefur verið merkasta viðfangsefni mar.nsins: hann sjólfur. MANNSHUGURINN kannar og skýrir flóknasta liffœrið: hug mannsins. Heilinn er miðstöð skilnings og skynsemi, en hvernig er starfsemi hons hótt- að? Hvað er vitað um stjórn heilans yfir líkamanum eða eðli minnisins og getunnar til að lœra? MANNSHUGURJNN fjallar' um starfsemi heil- ans og hugans, kannar geðraunir og geðrót, segir fró sólkönnuninni og .rekur m. a, œvi og starf höfundar sóikönnunarinnar Sigmund- ar Freud. f bókinni ér sagt frá margs konar sálfrœðilegum tilraunum og þar er einnig að finna greindarpróf. ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ ALFRÆÐASAFN AB í MÁLI OG MYNDUM FRUMAIM KÖIMNUIM GEIMSIN8 MANN8HUGURINN VÍBIIMOAMAÐURIIMIM EETft *|.is-i.|.'.y,| STÆRÐFRÆÐIIM FLUGIÐ ALFRÆÐASAFN AB flytur yður mikinn fróðleik í máli og myndum og er ómissandi fyrir hvert heimili. Það kynnir yður þýðingarmikil svið vísinda og tœkni og gerir þessi þekkingarsvið auðskiljanleg1 hverjum manni. Hver bók er 200 bls. að sfœrð með 110 myndasíðum, þar af um 70 í litum. Hverri bók fylgir atriðisorðaskrá. ALFRÆÐASAFN AB allt í einu ljóst, að sjálfstjórn hans var alveg á þrotum. Hún stóð á fætur og strauk fellingar úr dragtinni sinni. „Var það nokkuð fleira, sem þér vilduð vita?“ spurði hún ró- lega. „Nei, það held ég ekki.“ Hann rétti sig upp. „Það var vinsam- legt af yður að koma, ungfrú Kolin. Ég veit ekki með vissu, hvenær ég fer. Ég mun hafa samband við yður, þegar ákvörð- un hefur verið tekin.“ „Gott og vel.“ Hún tók tösku sína. „Verið þér sælir, herra Carey.“ „Sælar, ungfrú Kolin." Hún kinkaði kolli og fór. Hann stóð dálitla stund og virti fyrir sér sígarettuna, sem hún hafði slökkt i, og varalitinn á henni. Siðan fór hann í lyftunni upp á herbergi sitt. Hann hringdi tafarlaust til sendiráðsins. „Ég var að enda við að tala við ungfrú Kolin,“ sagði hann. „Prýðilegt. Þá er allt klappað og klárt?“ „Nei, það er það ekki. Heyrðu mig nú, Don, get ég ekki fengið aðra?“ „Hvað hefurðu út á ungfrú Kolin að setja?“ „Ég veit það ekki, en hvað sem það er, þá geðjast mér ekki að því.“ „Þú hlýtur að hafa hitt á einn af leiðinlegri dögunum hennar. Ég sagði þér frá því, að hún hefði orðið fyrir nokkuð voveif- legum atburðum sem flóttamað- ur.“ „Hlustaðu nú á mig! Ég hef hitt fjöldann allan af flótta- mönnum, sem orðið hafa fyrir voveiflegum atburðum. Ég hef aldrei áður talað við neinn, sem vakti hjá mér samúð með Gesta- po!“ „Það var leiðinlegt. Annars er ekkert athugavert við vinnu hennar.“ „En það er eitthvað athuga- vert við hana.“ „Þú vildir fá bezta túlkinn, sem við hefðum." „Ég geri mér að góðu þann næstbezta." „Allir þeir, sem hún hefur unnið fyrir, bera henni gott vitni.“ „Hún er sjálfsagt ágæt á ráð- stefnur og þing. Þetta er gjör- ólíkt.“ „Hvernig þá? Þú ert þó lik- lega ekki í fríi?“ Það var farið að votta fyrir gremju í rödd hins. George hikaði ofurlítið. „Ne — ei, en ...“ „Hvað nú, ef þrætur rísa út af þessum skýrslum fyrir réttin-t um? Útlitið verður ekki sem bezt: fyrir þig, þegar þú átt að fara- að útskýx-a það, að þú hafnaðir virkilega áreiðanlegum túlki að- eins vegna þess að þér geðjaðist ekki að henni persónulega, er það, George?" „Já, en ég...“ George hætti og andvai’paði. „Jæja þá — ef ég kem aftur sem ólæknandi áfengissjúklingur, þá sendi ég þér sjúkrareikninginn." „Það endar áreiðanlega á þvi,t að þú kvænist stúlkunni!" George hló kurteislega og lagði símann á. Tveim dögum síðar lögðu þau Maria Kolin af stað til Þýzka- lands. FRÁSÖGN SÉRA WEICHS George skýrði ungfrú Kolin frá öllum málavöxtum í lestinni á leiðinni til Basel. Hún hlustaði með athygli og þegar hann hafði lokið máli sínu, kinkaði hún kolli. „Þér segið, að hei’ra Moreton hafi ekkert merki fundið um son- inn annað en þessa einu ljós- mynd, engin bréf eða neitt. Það gæti verið nógu gaman að kom- ast að því hvað það var sem þeir rifust um.“ „Tengdadóttirin hefur eflaust oi’ðið þreytt á að hafa hann á( heimilinu." „Úr hverju dó hann?“ „Úr blöðrusjúkdómi einhvers konar." „Hann hlýtur að hafa vitað að hann lá fyrir dauðanum, og samt skrifaði hann ekki eða bað prest- inn að gei’a það, áður en það yrði of seint?“ „Það skipti hann ef til vill engu máli lengur.“ „Nei, ef til vill ekki.“ Hún hugsaði sig um augnablik. „Vit- ið þér, hvað presturinn heitir?" „Séra Weichs.“ „Þá held ég, að þér ættuð að geta gert ýmsar fyrirspurnir, áður en þér farið til Bad Sch- wennheim. Þér gætuð komizt að því, hvort séra Weichs býr þar enn, með þvi að spyrjast fyrir um það hjá kirkjuyfirvöldunum í Freiburg. Ef hann er þar ekki lengur, gætuð þér fengið að vita um dvalarstað hans. Það gæti ef til vill sparað talsverðan tíma.“ „Þetta er ágæt hugmynd, ung- frú Kolin.“ „1 Freiburg getið þér ef til vill einnig fengið að vita, hvort nokkur hefur reynt að fá afhent- ar eigur gamla mannsins." „Sennilega yrðum við að fara til Baden til þess að fá vitneskju um það, en við getum þó reynt í Freiburg." „Ég vona, að yður sé það ekki á móti skapi, að ég komi með tillögur, herra Carey?" „Engan veginn. Mér er ein- mitt mikil hjálp í því.“ „Þakka yður fyrir.“ George fannst ekki nauðsyn- 40 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.