Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 9
Bunt af skvísum Myndin cr tekin í stærsta næturklúbb Japans, Mikado, en hann fór á hausinn með pompi og pragt eftir Olympíuleikana, sem háðir voru í Tókíó 1964. Nú hafa nýir menn tekið við og opn- að aftur með engu minna pompi og engu minni pragt og ráðið 1500 stúlkur til að vera gestunum til afþreying- ar. Ekki verður annað séð af myndinni, en vel fari um hópinn, enda er „vinnutím- inn“ frá klukkan sex á kvöldin til sólarupprásar. 1.1111» HAXGIR Á BLÁÞRÆÐI Foreldrar systranna litlu hér á myndinni eiga ekki sjö dagana sæla. Þannig er mál með vexti, að þeir mega ekki sleppa augunum af þeim eitt augnablik, því þá getur farið svo að þær verði ekki í lifenda tölu þegar við er snúið. Systurnar þjást af mjög sjaldgæfum sjúkdómi, sem lýsir sér á þann hátt, að þær mega ekki láta ofan í sig nokkum venjulegan mat. T. d. myndi súkkulaðibiti ríða þeim að fullu. Foreldrarnir verða að matast í öðru herbergi og með leynd, til að hörnin komist ekki á bragðið. Þær mega ekki ganga í skóla, eða leika sér með öðrum börnum því einhver gæti tekið upp á að gefa þeim sælgæti og þar með orðið þeirra hani. Nú lifa foreldrarnir aðeins í þeirri von, að vísindamönnum takist einn góðan veðurdag að finna lyf gegn sjúkdóminum svo að þær geti farið að lifa eðli- legu lífi. Sjúkdómurinn nefnist plienylketonuria og tíðni hans mun vera eitt tilfelli á móti hverjum 50 milljónum. Telpurnar lifa á sérstöku fæði, sem læknar tilreiða, svo sem kartöflum, eplum og banönum að viðbættum bætiefna- ríkum drykk, sem kostar 15000 krónur íslcnzkar á viku. NÚ ER VANDALÍTIÐ AÐ VIÐHALDA UNGU ÚTLITI DG AU<A Á FEGURÐ SÍNA EINFALDLEDA MEÐ ÞVÍ AÐ NDTA SNYRTIVDRURNAR FRÁ: REYNIÐ ÞESSAR HEIMSFRÆGU DÆÐAVÖRUR DG SANN- FÆRIZT UM ÁHRIFAMÁTT ÞEIRRA FÁST í FLESTUM LEIÐANDI SNYRTIVÖRUVERZLUNUM SIMVRTIVÖRIJR HF. HEILDVERZLUN SIMI. 11020 • 11021 FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.