Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 31
ÍÐAR sást lífsvottur, sem kalla mátti góðra gjalda verðan. Á Óðinstorgi fór í svo hart með kappsömum fisksölum, að þeir hlupu frá hjólbörum sínum og vógust á með ýsur og hrognkelsi að vopni. Hófst sú viðureign út af stúlku, sem ætlað hafði að kaupa fisk í mat- inn fyrir fimmtíu aura, og var sögulegast, að kapparnir slógu stúlkuna í öngvit í hita bar- dagans. — Það má greiða gott og gilt högg með vænni grásleppu, ef karlmannlega er eftir fylgt. Það var í þessu andrúmslofti, sem skáld eitt kvað, upp- hafið yfir jarðarstx-íðið í heimspekilegri ró: Þú, ylrík sól, nú ótal páska snýtir í algeimsdjúpsins svarta tóbaksklút, á meðan prúður pakkhúsmaður spýtir í pukri bak við h.f. Slor & grút. Svo var sagt um Jón heitinn Ögmundsson, að honum kom jafnan ísleifur biskup í hug, er hann heyrði góðs manns getið. Eins er því farið um mig, að mér kemur Oddur Sigurgeirsson hinn stei’ki af Skaganum í hug, þegar getið er vaskra manna. Hann var að vísu ekki búinn að eignast atgeir. skjöld og fornmannaklæði, 'þegar hér var komið sögu, en samur var maðurinn, hvað sem vopnum og hertygjum leið. Hann stóð þessi misseri framarlega í sennum á hafnarbakkanum og hafði gert alþjóð kunnugt, að forseti sameinaðs alþingis ætti ekki „kirkjusókn í kjaftinum“ á sér. Nú bar það upp á fyrir Oddi um vorið, að hann vildi heldur láta óðöl sín, líkt og gert hafði Skallagrímur forðum, en beygja sig fyrir ofríki. Þess vegna birti hann í blöðum svolátandi klausu: „Ég hef verið á Spítalastíg 7, en nú er ég farinn þaðan, því mér sinnaðist við húsbóndann þar vegna þess, að hann skipaði mér að loka hurðinni, en ég sagði, að hann ætti að gera það sjálfur.“ f þessum raunum auglýsti hann Harðjaxlsflokkinn til sölu, og má reyndar vera, að hann hafi þar verið á undan samtíð sinni. En þegar svo rættist úr fyrir honum, að hann hafði numið sinn Borgarfjörð, þar sem var sumarbústaðurinn Selja- land, tók hann þar til, er frá var horfið, og gaf út Rauð- kembing. Það var mikið stríðsrit, rautt eins og skegg kapp- ans, svo sem ráða má af nafninu. Oddur sterki af Skaganum fékk sem sagt inni eins og verðugt var, þótt hann léti ekki bjóða sér að loka hurðinni á Spítalastíg 7. Samt lá húsnæði ekki á lausu. Einu sinni var auglýst til leigu þriggja herbergja íbúð „í húsi, sem byggt verður“, og voru settir miðlungi góðir kostir: ..Fjár- framlag gegn tryggingu og minnst þriggja ára leiga.“ En fólk lét ekki smámuni standa fyrir gleði sinni. Nætur- hrafnar gerðu sér það annað veifið til gamans að hleypa út tófum Ólafs Friðrikssonar, þótt kosningahitinn væri rénaður, og háðfuglar fleygðu því á milli sín, að Hákon í Haga hefði spurt Ólaf Thors, er hann sótti hann til atkvæðagreiðslu í þingdeildinni: „Er ég á móti?“ Sjálfur'stóð Hákon á því fastara en fótunum. að hann hefði spurt: „Um hvað er verið að greiða atkvæði?“ Og var ólíkt þingmannslegri spurning — í þá daga, Útlendingar lágu ekki heldur á liði sínu að gæða lífið ný- stárlegu ívafi. Harmónikumeistarinn Eriksen fór um byggðir og þótti verða vel til fjár. Töframaðurinn Groth iðkaði hug- lestur og stýrði báti um höfnina, þótt belgur væri dreginn yfir höfuð honum eins og á galdrakindunum, þegar þær voru grýttar í hel í fornöld. Varð samt sjáandi maður að standa hjá honum og styðja hendi á höfuð honum, og gagnaðist honum það þó því aðeins, að þetta gerði danskur maður Og loks kom frú Miehe með Botníu með mikið föruneyti — bjarndýr og mann til þess að glíma við það, slöngur apa, marsvín, mýs og skjaldbökur, að ógleymdri dótturinni, fsa- bellu Miehe, sem lék á fiðlu og söng. Það var mikil þröng í Bái’ubúð, þegar þetta fólk kom þar fram á sviðið með allt dýrastóðið, björninn flaugst á við karlinn og slöngurnar hring- uðu sig utan um mæðgurnar. En svo fi’eistaðist fsabella litla Miehe til þess að fara inn að laugum á góðviðrisdegi, því að henni þótti jafnmikið undur að sjá heitt vatn koma upp úr jörðinni og Reykvíkingum að sjá hana leika sér með slöng- urnar, og þar brugðust henni allar listir: Hún datt í laugarn- ar, blessað barnið, og brenndi sig. Og var bara tólf ára. — Það kom upp þetta sumarið, að krakkarnir í Reykjavík fóru að kalla hvert annað bölvað mehe, ef þeim sinnaðist. Enn var það, að danskir menn efndu til leiksýningar í Reykjavík til ágóða fyrir þjóðminjasafnið í Kaupmannahöfn. Þeir, sem ekki kærðu sig um neitt af þessu, gátu lesið Manninn frá Suður-Ameríku — hörkuspennandi skáldsögu. Það flaug fyrir, að einn ráðherrann hefði hana hjá sér á skrif- stofunni í stjórnarráðshúsinu. Loks voru sumir landsmenn orðnir „víðboðsnotendur“ enda var þetta árið, þegar íslenzkt útvarp hófst. Alþingi hafði árið áður veitt félagsskap, sem þeir Ottó B. Arnar og Lárus Jóhannesson beittu sér einkum fyrir, einkaleyfi til útvarps- rekstrar, og 1. febrúar var varpað út sjómannamessu til reynslu. Og viti menn — heyrðu ekki sjómennirnir, bæði á Gulltoppi, sem var þó vestur á Halamiðum, og Apríl,- sem var tvö hundruð sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum, hvað séra Ólafur Ólafsson sagði í stólnum í kirkju sinni í Hafnarfirði! Og tveimur dögum síðar sungu þeir Árni frá Múla og Símon á Hól svo hátt og vel, að heyrðist upp á Mýrar. Það höfðu þeir aldrei gert fyrr. Upp úr miðjum marzmánuði hófst svo föst útvai’psdagskrá •— erindi, tónlist og fréttir úr Morgunblaðinu. En það var kórónan á öllu saman, þegar það fréttist frá Angmagssalik, að áliðnu vori, að þar heyrðist svo vel í íslenzka útvarpinu, að Grænlendingar slægju upp dansimik, þegar leikin væru lög, sem til þess þénuðu. Það var svipað árið 1926 og líklega hefur verið alla tíð, að oft voru „loftvægislægðir" við suðurodda Grænlands. En það fyrirbæri komst fyrst í almæli á landi 'hér með útvarp- inu og veðurstofunni, sem Jíka var stofnuð þetta ár. Það reynd- ust hin mestu firn, hverju þessar loftvægislægðir gátu valdið. Það var eitt með öðru að í októbermgnuði um haustið sviptu vindar þeir, sem þeim fylgdu, Lofti pósti þrisvar af hest- baki undir Eyjafjöllum, og var það þó karl, sem kunni að sitja hest í misjöfnu veðri. Komst hann við illan leik að Steinum og lá þar rúmfastur fyrst á eftir. En því fór betur, að ekki var alltaf slíkt veður árið 1926. Þess vegna gat hinn mikli göngugarpur, Reinhard Prinz, komizt heilu og höldnu alla leið noi’ður á Hornstrandir og eignazt þar gamlan ask, og „var askur sá fullur af skyri, er kaupin voru gerð.“ Þess vegna kom Halldór Kiljan líka lítt hrakinn með Villeoes vestan af ísafirði, ásamt félaga sínum, Hrappi hinum svarta af Jökuldal — hundi einum forkunnargóðum, sem nú átti að ganga menntaveginn. Og þess vegna farnaðist líka leirkera- smiðnum Wilhelm Löber sæmilega á ferðum sínum — komst þó í mannraun nokkra, því að hann synti Þjórsá á Hrosshyl og var hrollur í honum, er hann skjögraði heim að Þjórsár- holti, þar sem konur drógu af honum vosklæði og drevptu á hann flóaðri mjólk. En af Ragnari Ásgeirssyni er það að ségja, að hann skaut öllum vindum og veðrum ref fyrir rass og ræktaði ,,tómötur“ í glerskála í Gróðrarstöðinni þetta sumar. N ekki er því að leyna, að þau veður komu, að sumir áttu um sárt að binda af völdum náttúrpaflanna, og verður fæst af því talið. Mest varð manntjón, er noi’ska flutningaskip- ið Balholm fórst með allri áhöfn í desember- mánuði úti fyrir Mýrum. Voru í þeim hópi fimm íslendingar. Óhugnanlegt var líka er slpiða hljóp á Steinabæi undir Eyjafjöllum að- faranótt annars dags jóla og fólkið vaknaði við það, að grjót og vatnsflaumur dundi á húsunum. Rúmföst kona var í öðrum bænum sem skriðan lenti á, og var farið með hana upp á bæjarburst, er uppi hékk. Þar hafðist hún við í tvær klukkustundir í niðamyrkri og hellirigningu, unz svo finraði kringum rústirnar, að burt vai’ð komÍ7t. En einhver válegustu tiðindin hafa það kannski þótt þetta Framh. á bls 38. 31 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.