Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 43

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 43
tíauptnehh HauptfétagM tjérar Sólgleraugun 1966 Mikið úrval Dömur Spyrjið verzlun yðar um Hannover sólgler- augun og þér ^etið valið þá gerð sem fer yður vel. Sólgleraugun sem vöktu mesta athygli á vorsýningunni í Hannover eru komin. Heildsölubirgðir: II. A. TULIIMIJS heildveizlim „Vegna þess að Friedrieh Schirmer var látinn og hann var hræddur um að fyndi hann eng- an erfingja Friedrichs á lífi, myndi þýzka stjórnin „búa hann til“ til þess að komast yfir pen- ingana. Það gerði hún reyndar lika, — herra Moreton barðist við það mál í heilt ár!“ Séra Weichs þagði augnablik, svo andvarpaði hann. „Jæja, — hvernig get ég orð- ið yður að liði núna, herra Carey?“ „Herra Moreton sagði að þér hefðuð lofað að láta hann vita, ef sonur Friedrichs, Jóhann Schirmer, léti frá sér heyra. Hefur hann gert það?“ „Nei.“ „Vitið þér hvort nokkur bréf muni hafa komið til Friedrich Schirmers á sjúkrahúsið þar sem hann lézt?“ „Fram að miðju ári 1940 komu engin bréf.“ „Þér munduð hafa orðið var við það?“ „Já, ég kom oft í heimsóknir." „Og eftir mitt ár 1940?“ „Þá lagði herinn hald á sjúkra- húsið og notaði það fyrir loft- skeytaskóla." „Jæja, já — þá var það víst ekki fleii'a...“ George stóð á fætur. „Ég þakka yður kærlega fyrir, séra Weichs." En prestur- inn bandaði frá sér með hend- inni. „Andartak, herra Carey. Þér spurðuð hvort Jóhann Schirmer hefði komið til Bad Schwenn- heim?" „Já.“ „Hann gerði það ekki, en son- ur hans kom.“ „Sonur hans?“ George settist niður aftur, „Hafið þér nokkurn áhuga á honum?“ „Ef hann er sonarsonur Fried- rich Schirmers þá hef ég svo sannarlega áhuga á honum." Séra Weichs kinkaði kolli. „Hann kom til þess að heim- sækja mig. Ég verð fyrst að skýra yður frá því að þegar herinn tók sjúkrahúsið til sinna afnota, bauð ég höfuðsmannin- um þjónustu kirkju minnar fyrir þá hermenn, sem það vildu. Höfuðsmaðurinn var ekki kaþólskur sjálfur en afstaða hans var vinsamleg og hann gerði þeim, sem vildu hlýða á messu, eins hægt um vik og honum var unnt. „Og sonarsonur Schirmers var einn þeirra?" „Það var ég ekki viss um. En hann óskaði að minnsta kosti eftir að fá að tala við mig. Hann hafði verið sendur á skóla til sérþjálfunar. Hann var...“ Hann hætti I miðju kafi, hik- aði örlítið og sagði síðan um leið og hann leit til ungfrú Kolin orðið „Fallschirmjager." „Hann var fallhlífarhermað- ur,“ sagði hún. Presturinn kink- aði kolli. „Já — þökk fyrir. Hann kom til mín dag einn í september eða október, ég man ekki alveg hvort heldur. Hann var hár og þrekvaxinn, ungur maður, sann- kailaður hermaður að sjá. Hann hafði særzt í Belgíu, í árásinni á Eben-Emael vígið og hafði ekki enn náð nægilega góðri heilsu til að vera sendur á víg- stöðvarnar. Hann kom til að spyrja mig, hvort ég þekkti afa hans, Friedrich Schirmer.“ „Sagði hann hvar hann ætti heima?" spurði George fljót- mæltur. „Já, í Köln.“ „Minntist hann nokkuð á, hvað faðir hans gerði?" „Nei, það held ég ekki.“ „Átti hann systkini?" „Nei, hann var einbirni." FALKINN 43

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.