Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 24
•••> BENEDÍKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ STÖÐVA ÞEIR UMFERÐINA UM GRETTISGÖTU? Þeir, sem áttu leið um Grettisgötu sl. sumar, hægðu marg- ir hverjir ferð sína, er þeir nálguðust eitt fjölbýlishúsið. Ástæðan var sú, að þaðan barst glymjandi gítarmúsik. „Fjárans hávaði er þetta,“ sögðu húsmæðurnar og gáfu kjallaraglugg- um hússins illt auga. Mér lék hugur á að vita, hverjir stæðu fyrir þessum „háv- aða“, og heimsótti piltana þeirra erinda kvöld eitt í marz- mánuði. En þá kom upp úr dúrnum, að hér var um að ræða fjögurra manna hljómsveit, sem nefnir sig FJARKA. En nú höfðu þeir fengið betri æfingarstað í húsinu, en áður höfðu þeir orðið að láta sér nægja þvottahúsið. sem sneri að göt- unni, og þar kom skýringin á „hávaðanum“. „Hvað er hljómsveitin gömul?“ varð mér á að spyrja fyrst. „Ja, það er víst eitt og hálft ár síðan við byrjuðum að spila saman, komum fyrst fram í Hlégarði í „pásunni” á meðan LÚDÓ slappaði af. Síðan höfum við leikið víðs vegar þó aðallega í ,,Búðinni“ og á dansleikjum Æskulýðsráðs, en þeir eru mjög vel sóttir. Þá höfum við leikið fyrir dansi í Borgarnesi, Félagslundi, Gaulverjabæ að ógleymdum Hreða- vatnsskálanum. Það þótti hálfkalt í skálanum fyrst í stað og ekki nema von, því gamall prímus var eini hitagjafinn. En þegar líða tók á kvöldið, fjölgaði mannskapnum ískyggilega og slagaði hátt upp í 500 manns, enda var svo þröngt, að um leið og einum var hleypt inn, þá hrökklaðist annar út um bakdyrnar. Hefði einhver farið að minnast á kulda, þegar svona var komið, þá hefði hann verið álitinn meira en lítið vankaður. Þá er ekki síður líf í tuskunum. þegar við spilum í Grinda- vík í landlegu, enda allir í feiknastuði og staðráðnir í að skemmta sér, þó að því fylgi misjafnlega mikill hávaði.“ „Er það ekki feikna fyrirtæki að stofna ,,beat“ hljómsveit?" „Það er alveg rétt. Sem dæmi um það máttu geta þess, að hljóðfærin okkar eru metin á tæpar 300.000 krónur. Hver og einn kéypti sitt hljóðfæri, en við slógum saman fyrir söng- kerfinu." Þá er bezt að kynna piltana fyrir lesendum. Trommuleikar- inn er 15 ára, Kristbjörn Þorkelsson, en hann stundár nám í Gagnfræðaskóla verknáms. Á rythma-gítar leikur Jóhann Ögmundsson, 16 ára nemandi í Gaggó Aust., eins og hann komst að orði. Kristján Gunnarsson er í sama skóla, 16 ára, sólógítar. Bassaleikarinn heitir líka Kristján, en hann er Baldursson, 17 ára og stundar nám í Iðnskólanum. Piltarnir kváðust halda mest upp á Tempó og Dúmbó sextett af innlendum, en Beatles og Hollies af erlendum hljómsveitum. Piltarnir sögðust vera staðráðnir í að hætta ekki að aefa, , fyrr en þeir hefðu stöðvað umferðina um Grettisgötú. „Þá verðið þið líka frægari en Hljómar," várð mér að orði. Sónar leika í Rein á Akranesi Þættinum hefur borizt meðfylgjandi mynd af Skaga- hljómsveitinni SÓNUM, sem bréfritari segir að leiki alltaf fyrir troðfullu húsi í REIN enda eigi þeir miklum vinsældum að fagna á Akranesi. Hljómsveitina skipa: Smári Hannesson Rythma-gítar Bjarni Bjarnason Sóló-gítar Brynjar Sigurðsson Bassi Viðar Stefánsson Trommur. Þátturinn þakkar myndina og biður þá, sem eiga slíkar myndir. að senda þættinum ásamt upplýsing- um. Pósthólfið er 1411. > ( 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.