Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 41
legt að minnast á, að reyndar hefði honum sjálfum dottið það sama í hug. Annars hafði hann hugsað þó nokkuð um ungfrú Kolin, síðan hann hafði svo ófús- lega ráðið hana sem túlk. Honum geðjaðist ekki að henni og ef trúa mátti Moreton myndi hann enda með því að hafa and- styggð á henni. En hvers vegna að fást um það — hann hafði átt við svipaða erfiðleika að stríða í hernum og tekið þeim með heimspekilegri ró! Hvers vegna ætti hann ekki að taka þessum vanda á sama hátt? Ef maðurinn i sendiráðinu hafði rétt fyrir sér með betri og verri dag- ana hennar þá varð hann að bíða og sjá hverju fram yndi. Eftir tvo góða daga í Frei- burg hafði afstaðan til hennar breytzt að mun. Honum var ekki farið að geðjast betur að henni en hann hafði fengið virðingu fyrir hæfileikum hennar og dugnaði, sem var öllu ánægju- legra, að minnsta kosti frá starfrænu sjónarmiði. Á tveim- ur klukkustundum eftir komu þeirra hafði hún uppgötvað, að séra Weichs hefði farið frá Bad Schwennheim 1943 og þjónaði nú við sjúkrahús Hins heilaga hjarta í útjaðri Stuttgart. Síð- degis sama dag hafði henni tek- izt að upplýsa, að reytur Fried- rich Schirmers hefðu verið eyði- lagðar samkvæmt lagafyrirmæl- um, þar sem rétturinn hefði kom- izt að þeirri niðurstöðu að nán- asti ættingi hans væri „Johan Schirmer, dvalarstaður ókunn- ur.“ Frá byrjun hafði George reynt að stjórna einstökum atriðum eftirleitarinnar sjálfur, en eftir því sem þeim var vísað frá ein- um embættismanninum til ann- ars, varð hin seinlega og tima- freka aðferð með spurningu og þýðingu á henni, sem fylgt var af svari og þýðingu á því, hreint og beint fáránleg. Að hans til- hlutan fór hún að þýða aðalefni samtalanna. En allt í einu, í miðju samtali, hætti hún óþolin- móð. „Þessi herra getur ekki sagt okkur neitt nýtt,“ hafði hún sagt. >,Þér eyðið tímanum til ónýtis hér. Ég held, að til sé einfald- ari leið.“ Eftir þetta dró hann sig í hlé og lét hana taka við stjórninni. Hún hafði gegnt þvi hlutverki með aðdáanlegum þrótti og sjálfsöryggi. Tök hennar á fólki voru einföld og blátt áfram — og áhrifamikil. Við hina sam- vinnufúsu var hún fjörleg —■ — hinum tregu sýndi hún festu og hinum tortryggnu sendi hún ljómandi tannbros. George var sannfærður um, að í Ameríku hefði þetta bros ekki haggað jafnvel ofþroskuðum skólastrák, én hér virtist það hafa sín áhrif. Stærsti sigur þess var að fá ön- úgan lögreglufulltrúa til að hringja til Baden-Baden eftir réttarskýrslum um málið út af dánarbúi Friedrich Schirmers, Þetta var allt saman einkar ánægjulegt og George sagði henni frá því, eins fallega og honum var unnt. Hún yppti öxl- um. „Mér virðist óþarfi að þér eyð- ið tíma yðar í þess háttar hvers- dagsstörf. Ef yður finnst að þér getið falið mér þau, þá hentar það mér prýðilega." Það var þetta kvöld, sem hann varð var við nokkuð, all-uggvekj- andi í fari hennar. Þau höfðu gert það að venju að ræða áætl- un morgundagsins stutta stund eftir kvöldverð. Á eftir var hún vön að fara upp til herbergis síns og George skrifaði bréf eða las. Þetta kvöld höfðu þau hins- vegar lent á tali við svissneskan kaupsýslumann við barinn fyrir kvöldverð og hann hafði síðan boðið þeim að borða með sér. Tilgangur hans var greinilega sá að véla ungfrú Kolin ef hægt væri án allt of mikillar fyrir- hafnar og ef George hefði ekkert við það að athuga. Það hafði George ekki. Maðurinn var þægi- legur og talaði ágæta ensku. George lék hugur á að sjá, hvernig honum reiddi af. Ungfrú Kolin hafði drukkið fjögur koníaksglös fyrir kvöld- verðinn. Svisslendingurinn drakk nokkra pernod. Með kvöldmatn- um drakk hún vín. Svisslending- urinn sömuleiðis. Eftir máltíð- ina bauð hann henni koníak aftur og bað um að glösin yrðu vel mæld. Hún drakk fjögur. Hann gerði eins. Við annað glas- ið stappaði hann í sig stálinu og reyndi að taka um hnéð á henni. Hún vísaði tilrauninni á bug, eins og annars hugar en afdráttarlaust. Þegar hann haíði innbyrt þriðja koníaksglasið, var hann kominn á kaf í hatramm- ar umræður við George um fjármálapólitík Bandaríkjanna. Skömmu eftir fjórða glasið varð hann skyndilega mjög fölur, bað þau í snatri að hafa sig afsak- aðan og kom ekki aftur. Með smá höfuðbendingu til þjónsins bað ungfrú Kolin um fimmta glasið handa sjálfri sér. George hafði áður veitt því athygli að henni þótti koníak gott og að hún drakk sjaldan annað. Hann hafði jafnvel tek- ið eftir því við tollskoðunina í Basel, að hún hafði með sér flösku í ferðatöskunni, Hins vegar hafði hann aldrei orðið þess var, að það hefði nein áhrif á hana. Ef einhver hefði spurt hann um það, hefði hann lýst henni sem fyrirmynd annarra í hófdrykkju. Meðan hún sat og dreypti á því fimmta, starði hann á hana með lotningu. Hann vissi að hefði hann reynt að standa henni á sporði, þá væri hann nú með- vitundarlaus. Hún var jafnvel ekki skrafhreifin. Hún sat tein- rétt á stólnum eins og lagleg, en mjög tepruleg, ung kennslu- kona. Vottur af munnvatnsf'*oðu DÖNBKU IMAK gúmíhanskarnir ryðja SÉR BRAUT, ÞEIR. SEM HAFA NDTAÐ IMAK VILJA EKKI ANNAÐ. - IMAK ÁVALLT MJUKIR DG LIPRIR. LÉTTA STÖRFIN. ÞAÐ BGRGAR SIG AÐ KAUPA IMAK. FÆST í 6 MISMUNANDI GERÐUM. Heilverzlun ANDRÉSAR GUÐIXIASOIMAR HVERFISGÖTU 72. SÍMAR 2G540. 16230. EKCB SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. MJÖG HAGSTÆÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, ADLER vél er allra bezt allir nota ADLER, ADLER hér og ADLER þar, ADLER alls staðar. [22H3 SKRIFSTOFUÁHÖLD Skúlagötu 63 > Sími 1 79 66 FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.