Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 33
' Herra Budd sagði: ;,Guð sé oss næstur!" með sannfæringar krafti og bað einkaritarann að grennslast fyrir um, hvort herra Sistrom gæti tekið á móti þeim. John J. Sistrom var elzti mað- urinn í fyrirtækinu — Lavater og Powell voru iátnir fyrir mörgum árum. Hann sat og fitl- aði við gullblýant á meðan hann hlustaði á herra Budd skýra frá málavöxtum af mikilli gremju. „Jæja, já,“ sagði hann að lok- um. „Hvað viljið þér, að ég geri Harry? Ráði einhvern annan, býst ég við?“ „Já, John J. Ég gæti hugsað mér, að náungi á borð við Lieber- mann myndi hafa áhuga." „Ef til vill. Hvað er búið mik- ils virði eins og er?“ Herra Budd leit á George. „Fjórar milljónir og þrjú hundruð þúsund, herra," sagði George. Herra Sistrom -setti totu á munninn. „Látum okkur sjá. Töluvert af því fer nú í erfðaskatt. Og mál- ið hefur verið undir dómi í meira en sjö ár, svo lögin frá 1943 koma þar til greina ... Það er að segja áttatíu prósent af afganginum renna til hins opin- bera.“ „Ef erfinginn hefur eina millj- ón upp úr krafsinu, getur hann hrósað happi,“ sagði herra Budd. , „Hálf milljón skattfrjáls eru miklir peningar í dag, Harry.“ Herra Budd hló. Herra Sistrom vék sér að George. „Hvert er álit yðar á erfða- rétti þessa Jóhanns Schirmers, ungi maður?“ „Ég álít hann hafinn yfir tví- mæii. Þar er ekkert um að vill- ast. Friedrich Schirmer var syst- 'kinabarn, og hann lifði gömlu konuna.“ Herra Sistrom kinkaði kolli. 1 „Eruð þér sammála þessu, Harry?“ „Fortakslaust. Ég er viss um, !að Liebermann myndi gjarnan Vilja taka málið að sér.“ „Þau eru einkennileg, þessi gömlu erfðamál," sagði Sistrom annars hugar. „Það er dýpt í þeim. Þýzkur riddaraliði á tím- um Napoleons gerist liðhlaupi 'og verður að breyta um nafn. Nú sitjum við hér, hundrað ár- um síðar og mörg þúsund kíló- ‘metra i burtu og brjótum heil- ánn um, hvernig við eigum að 'ráða fram úr vandræðunum, !sem stafa af víxlspori hans.“ 'Hann brosti ofuriítið. „Þetta er athyglisvert mál. Enn verður ekki spáð um, hvernig það fer.“ „Já, og blöðin eiga eftir að gera sér mikinn mat úr því!“ sagði herra Budd. „Það ætti nú eiginlega ekki að vera nauðsynlegt, er það? Að minnsta kosti ekki í bili." Svo virtist sem herra Sistrom hefði tekið ákvörðun. „Ég held ekki, að við ættum að rasa um ráð fram í þessu máli, Harry. Auð- vitað viijum við ekki láta draga okkur inn í neitt dagblaðafargan, en við búum yfir vissum upp- lýsingum, sem engir aðrir hafa aðgang að. Við erum í mjög sterkri aðstöðu. Áður en við tökum endanlega ákvörðun, held ég, að við ættum að senda mann til Þýzkalands svo lítið beri á og vita, hvort hægt er að hafa upp á þessum Jóhanni Schirmer. Það er engin ástæða til að greiða öðru fyrirtæki rífleg laun fyrir að gera þetta. Þóknun okkar verður sú sama, hvort sem við náum einhverjum árangri eða ekki. Ég fæ ekki séð, hvers vegna við ættum ekki að nota tækifærið." „Já, en hamingjan góða, John J... „Það er fullkomlega réttlætan- legt, að lögfræðingar fjárhalds- mannsins reyni að finna erfingj- ann og taki greiðslu fyrir ómak sitt." „Já, vitanlega er það réttlætan- legt, John J„ en samt...“ „Menn geta orðið of þröng- sýnir í fyrirtæki, sem þessu,“ sagði herra Sistrom fastmæltur. „Mér finnst ekki, að við ættum að láta þessi viðskipti ganga okkur úr greipum vegna hræðslu við smávegis blaðaskrif." Það varð þögn um stund. Herra Budd varp öndinni mæðu- lega. „Nú jæja þá, ef þér lítið þann- ig á það, John J.... En hvað svo, ef þessi maður er nú bú- settur á rússneska hernáms- svæðinu eða situr í fangabúð- um?“ „Þá getum við hugsað okkur um einu sinni enn. Hvern ætiið þér að senda?" Budd yppti öxl- um. „Mér finnst, að við gætum notað góðan leynilögreglumann." „Leynilögreglumann!" Herra Sistrom missti gullblýantinn. „Heyrðu mig nú, Harry! Við höf- um aldrei neina milljón dali upp úr þessu krafsi. Fær leynilög- reglumaður er allt of dýr í þetta starf. Ég held, að ég hafi betri hugmynd." Hann sneri sér við í stólnum og horfði á George. George beið hnugginn í bragði. Og höggið reið af. Herra Sistrom brosti föður- lega. „Hvað segið þér um smá- ferð til Evrópu, herra Carey?" sagði hann. LÖGFRÆÐINGURINN GERIST LEYNILÖGREGLUMAÐUR Tveim vikum síðar flaug George til Parísar. Afstaða hans til Schneider Johnson málsins hafði breytzt nökkuð á þessum tveimur vik- um. Enda þótt hann liti enn á þátt sinn i þvi sem hálfgert 'óhapþ, var það honum ekki lengur nein meiriháttar kvöi. Margt hafði orðið til þess, að hann leit nú á málið út frá heilbrigðri skynsemi. Til dæmis andmæli herra Budds við þvi, að duglegur maður yx-ði sendur í svo ómerkilegum erindum. Eða móðgandi dylgjúr starfsfélag- anna um .það, að þegar hann hefði verið orðinn leiður á skrif- finnskunni, hefði hann með kænskubrögðum orðið sér úti um ókeypis skemmtifei’ð til út- landa. En öðru fremur það, að herra Sistrom hafði ráðið það við sig að sýna málinu sérstakan áhuga. í gremju sinni hafði herra Budd kennt þetta einberri fégræðgi, en George gat sér þess til, að eitthvað annað og meira en venjulegur kaupsýsluáhugi myndi búa undir því, sem virt- ist vera fábrotin ósk herra Sist- rom um að mjólka búið meðan tækifæri gæfist. Málið var svo sem nógu draumórakennt — og grunur hans um, að enn byggi töluvert af ævintýralöngun skólapiltsins I aðalforstjóranum, var einkar örvandi, eins og á stóð. Daginn eftir komu sína til Parísar hélt hann til sendiráðs- ins, þar sem hann fór þess á leit að honum yrði visað á ensk- þýzkan túlk, sem sendiráðið hefði sjálft notað og sem væri löggiltur fyrir amerískum erfða- dómstólum. Þegar hann kom aftur til gisti- hússins, beið þar bréf til hans. Kæri herra Carey! Þakka yður fyrir bréfið. Það gleður mig vitanlega að heyra, að hinn gamli vinur minn, John Sistrom, hefur ákveðið að halda málinu áfi’am og að þér hafið verið valinn til að sjá um rann- sóknina. Ég óska yður til ham- ingju! Þér hljótið að vera inn- undir hjá John J., fyrst hann trúir yður fyrir þessu starfi. Þér megið reiða yður á, að blöðin fá engar upplýsingar frá mér. Mér er ánægja að finna, að þér hygg- izt viðhafa sömu varúðarreglur og ég til þess að viðhalda leynd málsins. Ef ég mætti leyfa mér að ráða yður heilt viðvíkjamþ túlkinum — þér skuluð ekki ráða neinn, sem ekki fellur yður sjálfum í geð. Þér eigið eftir að hafa svo mikil samskipti við hann, að ef yður líkar ekki alls kostar við hann frá byrjun þá endið þér með því að hata hann eins og pestina. Ég hef brotið heilann töiuvert um vandamál yðar I Þýzkalandi, og mér virðist alit benda til þess, að séra Weichs i Bad Schwenn- heim ætti að vera á meðal þeirra fyrstu, sem þér hittið að máli. En þegar ég reyndi að muna, hvað ég hefði sagt yður af sam- tali mínu við hann, grunaði mig að ég hefði víst ekki sagt yður allt af létta. 1 dagbók minni er aðeins að finna blákaldar stað- reyndir. Þetta var síðasta athug- un mín í Þýzkalandi, og mér iá á að komast heim. Nákvæmari frásögn gæti ef til vili komið yður að notum. Séra Weichs er — eða var — hávaxinn, ljóshærður maður, hvasseygur. Hann er enginn ein- feldningur, og hjá honum er enga stöðnun að finna. Þýzku- hraflið mitt kom honum til að gretta sig, en hann talar sem sagt góða ensku. Hér er sam- talið: „Ég vonaði að þér væruð ætt- ingi," sagði hann, „hann minntist einu sinni á frænda í Ameríku, sem hann hefði aldrei séð.“ „Átti hann enga vandamenn hérna? Enga konu?“ spurði ég. „Kona hans lézt fyrir sextán árum í Schaffhausen. Hún var svissnesk. Þau höfðu búið þar í meira en tuttugu ár. Sonur þeirra fæddist þar. En þegar hún dó, fluttist hann heim til Þýzka- lands. 1 siðustu sjúkdómslegu sinni talaði hann mikið um son sinn, Jóhann, en hann hafði ekki séð hann í mörg ár. Jóhann var kvæntur, og gamli maðurinn hafði búið hjá þeim um nokk- urt skeið, en þá hafði kastazt í kekki og hann hafði farið burt af heimilinu." „Hvar bjuggu þau?“ „f Þýzkalandi, en hann sagði ekki hvar. Þetta umræðuefni kom auðsjáanlega illa við hann. Hann minntist aðeins á það einu sinni." „Um hvað rifust þau?“ Séra Weichs hikaði örlítið. Það var greinilegt, að honum var kunn- ugt um ástæðuna, en hann sagði einungis: „Um það get ég ekkert sagt.“ Ég lét það liggja og spurði: „Hafið þér alls engan grun um, hvar Jóhann gæti verið niður kominn?" „Því miður ekki. Ég ieitaði í íöggum gamla mannsins að heimilisfangi einhverra ætt- menna, sem ég gæti tilkynnt um iát hans, en þar var ekk- ert að finna. Hann bjó á elli- deild sjúkrahússins. Yfirhjúkr- unarkonan sagði að hann fengl aidrei nein bréf, aðeins hina mánaðarlegu lifeyrisgreiðslu ... Hann átti ekki mikið annað en fötin, sem hann var jarðaður i.“ „Engin erfðaskrá?" „Nei. Það voru nokki’ar bæk- ur og fáein gömul skjöl — her- mannavegabréf og því um líkt. Ekkert verðmætt. Ég geymi muni hans, þar til yfirvöldin gefa fyrirmæli um að eyðileggja þá.“ Mér var auðvitað mikið í mun að fá.að skoða þessa hluti sjálfur, en varfærni var fyrsta boðorðið. „Gæti ég ef til vill fengið að FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.