Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 25
LÚDÓ OG STEFÁN Á NÝRRI S. G.- PLÖTU Sú næsta þegar í undirbúníngi segir Svavar Því ekki að taka lífið létt, söng Stefán Jónsson eitt sinn inn á hljómplötu og að sjálfsögðu með Lúdó. Síðan hafa piltarnir tekið lífið létt á sviðinu í Þórskaffi. Það hljómar einkennilega, en þetta er eina platan, sem þeir hafa leikið og sungið inn á þau sjö ár, sem Lúdó hefur starfað. En nú geta fastagestir í Þórskaffi og aðrir aðdáendur piltanna hrósað happi, því einmitt í dag, þann 2. maí kemur út fjögurra laga plata með Lúdó og Stefáni ásamt yngismey einni, Þuríði Sigurðardóttur að nafni (dóttir Sigurðar Ólafs- sonar söngvara). Lögin á plötunni heita: Er nokkuð eðlilegra. Tom Jones gerði þetta lag vinsælt undir nafninu „It’s not unusual". Til bragðbætis leikur Jón Sigurðsson trompetleikari með piltunum. Sl. vetur kom fram mjög drungalegt lag með The Yardbirds, „Still I’m sad“, en nú hefur Ómar Ragnarsson gert íslenzkan texta við þetta lag, og til að gera þetta ennþá áhrifameira, syngur 8 manna kór með Stefáni, en lagið heitir Ég bíð einn. Þuríður er sextán ára og hefur aðeins sungið á nokkrum laugardagsdansleikjum með Lúdó í Lídó. En þegar Svavar heyrði í henni á æfingu með hljómsveitinni, fannst hon- um hún hafa það mikið til brunns að bera í þá átt að vera góð söngkona, að hann fól henni að syngja eitt af þeim fjórum lögum, sem eru á plötunni. Stefán Jónsson sagðist vera mjög ánægður með plötuna og þá sérstaklega upptökuna, sem hann sagði að væri mun betri en á fyrstu plötu þeirra félaga. Þetta er fyrsta platan, sem Lúdó sextettinn gerir fyrir S. G.-hljómplötur, og segir Svavar, að sú næsta sé þegar i undirbúningi, því að hann sé sérlega ánægður með starf Lúdó sextettsins við þessa hljómplötu þeirra. Þetta er þrettánda 45 snúninga platan frá S. G.-hljómplötum, en L.P.-plöturnar eru orðnar sjö. LltsaaahankBtt Viftan yfir eldavélina Hreint og hressandi. Þa3 er gaman að matreiða I nýtfzku eldhúsi, f ar sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta iund, vinnugleði og velliðan, hvetur hugmyndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hár- ið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting. Með Bahco Bankett fáið þér raunverulega loft- ræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í eldhúsinu og næstu herbergjum. Soggetan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett.. HljóiS. Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á síum. Athugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfn- ast engrar cndurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bankett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum af- köstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr rySfríu stáli. Bahco Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varan- legar fitusíur úr ryðfríu stáli, sem ckki einungis varna því, að fita setjist innan í útblástursstokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar eru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæS, innbyggt Ijós og rofar. Lögun Bahco Bankett slcapar ó- þvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægilega lýs- ingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stílhrein og vönduS — fer alls staSar vel. Bahco Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu, reyndust.u og ný- tízkulegustu loftræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRl. Það er einróma álit neytendasamtaka og ieynslu- stofnana nágrannaríkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunverulega loftræstingu. Ilagsýnir húsbyggjendur gera þvi ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta einfald- lega gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raSslokknr. Við höfum nú á boðstólum létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getui raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, vcljið viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og heldui alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið Bahco Bankett. Komið, skrifið eða útfyllið úr- klippuna og fáið allar upplýs- ingar um Balico Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn: ......................................................... FÖNIX SÍMI 2442Q. SUÐURGDTU !□ Heimilisfang: Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. F 18

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.