Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 44

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 44
EEEIalaBBBlalglglgElglgíatB BIRGÐfiSTOÐ Ig[g|glg|g[glg[glg[g|g[g[g|g[g[g[g „Vissi hann þá, að afi hans var látinn?“ „Nei — það voru honum mikil vonbrigði. Þegar hann var dreng- ur, hafði afinn búið hjá þeim og hann var góður við drenginn. Svo hafði allt í einu komið til rifrildis einn daginn og gamli maðurinn hafði farið að heim- an.“ „Sagði hann hvers vegna hann hefði vitað að afi hans bjó í Bad Schwennheim?" „Já. Deilan hafði verið alvar- legs eðlis og nafn afans var aldrei nefnt við drenginn eftir þetta. En hann elskaði afa sinn. Þegar áður en hann byrjaði að ganga i skóla, hafði gamli mað- urinn kennt honum að skrifa og að halda námsbókum sínum í röð og reglu. Síðar hjálpaði hann honum við reikningsdæmin og ræddi við hann um leyndar- dóma viðskiptanna. Vissuð þér, að Friedrich Schirmer var bók- haldari." ,,Já.“ „Drengurinn gleymdi honum aidrei. Þegar hann var um það bil fjórtán ára, fengu foreldrar hans bréf frá gamla manninum, þar sem hann sagðist ætla til Bad Schwennheim. Drengurinn hafði heyrt þau minnast á það. Þau eyðilögðu bréfið en hann Donnt gefur vinsælustu plötuna frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgádóttur Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einþvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi nýja plötu, sem hann velur sér eftir listanum hér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttmn laúsnum. Vinsælar plötur í dag: 1. Cadillac — Dátar 2. Sinner Man — Seekers 3. If You Tell a Lie — The MacCoys 4. Love just Break Heart — Silla Black 5. Bullseye — Len Barry. Platan er á blaðsíðu Heimili: ..................................... Ég vel mér nr............. Til vara nr............ VINNINGS MÁ VITJA Á SKRIFSTOFU FÁLKANS. mundi nafn bæjarins og þegar hann var sendur á herskóla, reyndi hann að finna afa sinn. Hann vissi ekki fyrr en ég sagði honum það, að fyrir undarlega tilviljun byggi hann nú í sama húsinu og afi hans dó í.“ „Einmitt það.“ Séra Weichs horfði í gaupnir sér. „Ég er hræddur um, að ég hafi brugðizt honum. Ég skildi hann ekki fyrr en það var um seinan. Hann kom oftsinnis til min og spurði mig í þaula um afa sinn. Nú löngu seinna er mér ijóst, að hann óskaði eftir að gera gamla manninn að hetju ... Ég svaraði spurningum hans eins vingjarnlega og ég gat. En svo einn daginn spurði hann mig umbúðalaust hvort ég héldi ekki að afi hans hefði ver- ið göfugur og góður rnaður." Hann þagnaði og hélt síðan áfram hægt og gætilega eins og hann væri að velja orðin sér til varnar. „Ég gaf honum bezta svarið sem ég átti tiltækt. Ég sagði að Friedrich Schirmer hefði tekið þjáningunum af hin- um langvarandi veikindum sín- um með sálarstyrk og langlund- argeði. Meira gat ég ekki sagt. Pilturinn tók orð mín sem stað- festingu og byrjaði að tala af mikilli beiskju um föður sinn, sem rekið hafði gamla manninn á dyr í augnabliks afbrýðisæði. Ég gat ekki leyft honum að tala þannig. Það braut í bága við sannleikann. Ég sagði að hann gerði föður sínum rangt til, að hann skyldi spyrja föður sinn um hið rétta í málinu. Prest- urinn leit upp. „Hann hló. Hann sagðist ennþá aldrei hafa fengið neitt gott frá föður sínum og hann myndi ekki heldur segja sér sannleikann. Hann hélt áfram að tala með fyririitningu um föður sinn. Að lokum fór hann og ég sá hann aldrei eftir það.“ Oti voru skuggarnir farnir að lengjast. IClukka heyrðist slá í grenndinni. „Og hver var sannleikurinn, séra Weichs?" spurði George. Presturinn hristi höfuðið. „Ég var skriftafaðir Friedrich Schirmers, herra Carey.“ „Já, vitanlega — ég bið yður afsökunar." „Sú vitneskja myndi ekki verða yður til neinnar hjálpar." „Nei, ég skil það. En segið mér — herra Moreton samdi lista yfir þau skjöl og ljósmynd- ir, sem fundust í fórum Friedrich Schirmers eftir dauða hans. Var það allt, sem hann átti? Fannst ekkert fleira?" Sér til undrunar tók hann eftir vandræðasvip á andliti prestsins. Hann forðaðist að horfast 1 augu við hann. „Gömul skjöl,“ bætti George við í snatri, „geta verið mjög mikilvæg sönnunargögn í mál- um sem þessum." Vöðvarnir i andliti séra Weichs herptust saman. „Það voru engin fleiri skjöl," sagði hann. „Eða ljósmyndir?" „Engar, sem á neinn hátt gætu verið yður til gagns, herra Carey,“ svaraði presturinn stirð- lega. „En það hafa þá verið aðrar ljósmyndir," hélt George áfram. Kjálkavöðvar prestsins titruðu. „Ég endurtek, herra Carey, að þær hefðu ekki getað staðið i neinu sambandi við rannsóknir yðar.“ „Hefðu ekki?“ sagði George. „Eigið þér við, að þær séu ekki lengur til?" „Já. Ég brenndi þær.“ „Jæja.“ Það varð þrúgandi þögn meðan þeir einblíndu hvor á annan. Svo reis séra Weichs á fætur, varp öndinni og gékk út að gluggan- um. „Friedrich Schirmer var engan veginn aðlaðandi maður,“ sagði hann að lokum og horfði út um gluggann. „Það getur varla gert til þótt ég segi yður það. Þér hafið sennilega þegar getið yður til um það, af þvi sem ég hef sagt. Þetta voru margar ljós- myndir. Þær höfðu ekkert gildi fyrir neina aðra en Friedrich Schirmer — og ef til vill fyrir þá, sem hann keypti þær af.“ Nú skildi George það. „Ó — nú, þannig lagað.“ Hann brosti. Hann langaði mest af öllu til að hlæja. „Hann hafði fengið frið hjá guði,“ sagði séra Weichs. „Mér virtist að betra myndi að eyði- leggja þær. Leyndar fýsnir hinna dauðu á að grafa ásamt því holdi, sem þær spruttu af. Auk þess,“ flýtti hann sér að bæta við, „er ávallt hætta á því að slíkar ástarlífslýsingar berist í hendur barna." George stóð upp. „Ég er í þakkarskuld við yður, faðir. Ég hef aðeins tvær spurn- ingar til viðbótar. Fenguð þér nokkurn tima að vita hvaða fallhlífarsveit hinn ungi Schir- mer tilheyrði?" ÁRSHÁTÍÐIR BRÚÐKA UPS VEIZLUR FERMINGARVEIZLUR TJARNARBLÐ SÍMl ODDFELLOWHÚSINU SÍMI 19000 19100 SÍÐDEGISDRyKKJUR FUNDARHÖLD FÉLAGSSIÍEMMTANIR FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.