Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 02.05.1966, Blaðsíða 30
JÓÐVERJI þessi var þó ekki alls kostar viss um, að rétt stefndi, því að hann bætti við: „Er ég hugsaði til komandi ára, þegar hin upp- vaxandi kynslóð hefur tekið við völdum, gat ég eigi að mér gert að líta döprum augum til framtíðarinnar.“ Nú er það svo, að maðurinn lifir ekki af brauðinu einu saman. Ekki gat þjóðin heldur haldið sér uppi á sígarettum þessara gæðamanna einum. Fleira varð að koma til. Spænskt vín skorti að sönnu ekki í landinu, og þá var ekki runnin upp sú öld, að það stæði fólki fyrir svefni, þótt léttáfengt öl fengist ekki. Aftur á móti voru þeir menn til, er fannst það böl í þungbærasta lagi, að veru- lega sterka drykki skorti, þótt stöku maður gæti orðið sér úti um ofurlítið af læknabrennivíni. Ýmsir vildu fúslega leggja sig í nokkra hættu á þessu ári mannelskunnar til þess að bæta úr þeirri vöntun og hlutu til þess liðsinni greiðamanna í út- löndum. Það voru einkum mannúðarmenn í Þýzkalandi, sem þar komu við sögu. Það er upphaf þess kapítula, að bryti einn af íslenzku strandferðaskipi, sem grannt hafði kynnzt því, hvar skórinn kreppti að, var á ferðalagi í Þýzkalandi um það bil, er sól tók heldur að hækka á lofti norður hér. Kynntist hann manni einum í Hamborg, sem auðvitað var doktor eins og títt er um Þjóðverja. Bar margt á góma þeirra á milli, því að þetta voru menn, sem fundu til í stormum sinna tíða. Kom þar, að í tal barst hinn sári hörgull á sterkum drykkjum, sem þjakaði íslendinga meira en flest annað, og er skemmst af að segja, að þeim fannst skylt að ráða þar bót á. Þetta voru karlar í krapinu. Þeir urðu sér þegar úti um gufuskip á stærð við lítinn togara, 148 lestir og hét Siegfried, og létu bera á það gnæ-<ð af spíritus, rommi og konjakki, alls um seytján þúsund lítra. Lét skipið síðan í haf frá Cuxhaven, og til forsagnar á því var með skipstjóranum brytinn góði, sem ég gef hér mitt eigið nafn til hægðarauka og nefni Jón eins og vænn hluti íslendinga hét þá enn. Nú víkur sögunni til íslands. Dag einn í byrjun marzmán- aðar sjá menn á Suðurnesjum, að skip kemur af hafi. Sigldi það inn á Kvíguvoga í hryssingsveðri og varpaði akkerum norðan við Vogastapa. Að lítilli stundu liðinni var báti skotið út, og stigu á hann sex menn, sem reru knálega til lands. Einn mannanna var miklu bezt búinn, og þegar báturinn kenndi grunns, brugðu ræðarar við og báru kumpán þennan á land af þeirri lotningu. sem langöguðum, þýzkum hásetum er eðlislæg gagnvart þeim er á farminn í skipi þeirra. Þarna var kominn Jón okkar bryti að svala þorsta landa sinna. Það var ekki við hæfi, að slíkur maður norpaði lengi þarna í flæðarmálinu. Hann sveipaði að sér frakka góðum sem hann var í, og gekk hröðum skrefum upp á þjóðveginn, án þess að hafa tal af nokkrum manni þarna í byggðarlaginu, og stefndi inn til Hafnarfjarðar. En illa tóksf til hjá sjó- mönnunum þýzku. Jón bryti var ekki fyrr á brott, en yfir skall hríðarhraglandi, og hvessti mjög í élið, svo að þeir komu báti sínum ekki út. Stærði fljótt öldu. svo að þeir urðu að dúsa þar, sem þeir voru komnir. Mönnum þarna syðra fannst sem sæfarar þessir færu ein- hvern veginn aftan að siðum, og kviknuðu grunsemdir um erindi þeirra. Gerðu þeir yfirvaldi sínu viðvart, og er skemmst af því að segja, að allt var tekið: Skipið og farmurinn, brytinn Jón og skipverjar allir. Kom þá í ljós, að sitthvað var á annan veg en siður var í siglingum landa á milli. Farm- skírteini fundust engin, og ekki heldur skipstjóri sá, sem skráð- ur var á fleytuna. Lengi vel þóttust engir vita, hverjir ættu farminn, og kom þó þar um síðir, að hann vitnaðist sameign brytans og doktorsins í Hamborg, og hafði verið í ráðum að selja áfengið hérlendis á fimm krónur hvern lítra, en sigla til Noregs með það, sem afgangs kynni að vera. En af þeirri siglingu varð ekki, því að skipið var gert upptækt og selt á uppboði. Ólafur B. Björnsson á Akranesi keypti það á þrjátíu þúsund krónur. Og honum var sízt í hug að svala áfengisþorsta manna, hvort heldur þeir voru íslenzkir eða norskir. Seinna á árinu kom hingað mikil og fræg hljómsveit frá Þýzkalandi. skipuð ágætum tónlistarmönnum. En kannski hef- 30 FÁLKINN ur það ekki verið beinlínis til minningar um þennan atburð, að hún lék Siegfried-Idyll eftir Wagner fyrir Reykvíkinga. Og, er kannski ekki viðeigandi að blanda saman spíritus og' rommi og göfugri tónlist og gera úr kokkteil. En sú var bót í máli í öllu þessu, að sumir sem fengust við svipaða líknarstarfsemi, voru ekki gripnir jafnviðstöðu- laust og mennirnir á Siegfried. Það voru til dæmis fiskimenn, sem hittu fyrir þýzkan togara undir Jökli. Ekki er ljóst, hvort gamall kunningsskapur var þar á milli eða gagnkvæmur skilningur tendraði vináttu og greiðasemi við fyrstu kynni. En með því að veður var dátt og þægilegt að athafna sig á sjó, þá voru nítján hundruð lítrar af spíritus fluttir úr tog-: aranum þýzka yfir í fiskibátinn íslenzka. Héldu íslendingar síðan norður um land með feng sinn og höguðu sér svipað og forsjálir heimskautsfarar gerðu á þessum árum: Þeir stöldr- uðu víða við, gengu á land og komu sér upp birgðastöðvum. Áður en lauk höfðu þeir grafið álitlegt safn spíritusbrúsa í Selvík á Skaga, Héðinsfirði, Hrísey og kannski víðar. En ógæfan dundi yfir, þegar þeir höfðu þetta starfað. Yfirvöldin horðan lands komust á snoðir um, að ekki myndi allt með felldu um ferðir þessa báts, enda kann að vera, að skvaldur- samt hafi gerzt, þar sem hann kom. Lögreglumenn röktu slóðina, tygjaðir pálum og rekum, og fengu uppgötvað átta hundruð lítra. Ekki verður annað sagt en heldur báglega tækist til fyr- ir þeim mönnum, sem lögðu sig í líma fyrir þurfandi lands- lýðinn. Reykvíkingum hefði þó til dæmis ekki veitt af ein- hverju til dæmis að drepa tímann, því að um mitt sumarið varð sementslaust í bænum, svo að allar byggingar stöðv- uðust og fjöldi manna stóð uppi aðgerðarlaus. Það var ekki einu sinni svo vel, að neinn fengist við að smygla sementi. Og sementsskipið sat fast á skeri vestur á Breiðafirði. N það var líf í mönnum á köflum, þrátt fyrir brennivínsleysið, og stundum hitnaði þeim í hamsi. Kvenfólkið átti til dæmis í deilu um kaupið í fiskvinnunni og skarst mjög í odda út af því hvort það ætti að fá áttatíu eða áttatíu og fimm aura á klukkustund. Minnir mig, að líka væri þras um „tiltölulaunavinn- una“, er þá hét svo. Kom þar, að verkamenn í Reykjavík gerðu samúðarverkfall og hugð- ust stöðva skipin, en með því að enn var tízka, að verkfallsbrjótar tækju upp þráðinn á vinnustöðum, þegar verkalýðsfélögin höfðu fyrirskipað verkfall, og nytu jafnvel verndar lögreglu, dró fljótlega til talsverðra tíðinda. Einn leikurinn í þeim átökum, sem þá urðu, var að renna bif- reiðum á þá, sem reyndu að hindra vinnu. Þá réðu atvinnu- rekendur yfir bílakostinum, svo að verkamenn gátu ekki gold- ið líku líkt. Þessa daga sagði Alþýðublaðið stundum sitthvað ljótt um Helga í Tungu. Svo var það loks dag einn, að skipa átti varningi í skjóli lögreglunnar út í hið góða Suður- land, sem í förum var á flóanum. Hitnaði þá svo í kolunum, að götubardagi tókst í Austurstræti, og barst leikurinn frá lögreglustöðinni, þar sem hann hófst, allt út í Aðalstræti. Vopn- fáir voru menn, og urðu því að treysta mest á hnefana. Segir fátt af áverkum, þótt sjálfsagt hafi einhverjir hlotið ákomur nokkrar, nema hvað þar var til jarðar sleginn bæjarfulltrúi einn úr Hafnarfirði, þekktur fiskkaupmaður og útgerðarforkólf- ur, Ólafur V. Davíðsson. Ekki skaddaðist hann þó til neinna muna, og komu til stúdentar og fengu borgið honum. Þegar menn höfðu með slíkum hætti veitt geðbrigðum sín- um útrás, var fljótlega saminn friður, og lauk svo þessari deilu, að báðir aðilar hlutu að láta nokkuð undan síga. í raun- inni hafði þetta farið friðsamlega fram, og ólíkt var harð- mannlegar að verið í verkföllum í Ameríku ,,the sweet land of liberty“, þessi sömu misseri. Þar var fæðingarstofnunum lokað fyrir konum verkfallsmanna. Það gerðist aftur á móti hér, að sleginn var hringur um borgarstjórann, Knút Zimsen, er hann ætlaði að reka háværa og óróasama áheyrendur út af bæjarstjórnarfundi, og einhver, sem tregur var til þess að víkja, spurði hann, hvort hann ætti að drepa hann. Svör borgarstjóra við þessari alúðlegu spurningu kunnum vér ekki að greina, og ekki þess getið, að spyrjandi leitaðist við að láta framkvæmd fylgja boði sínu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.